Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 83
MANNALÁT
65
28. Anna Thordarson, ekkja Thordar
Thordarson fyrrum kaupmanns, á Gimli,
Man., 84 ára að aldri. Hafði verið búsett
að Gimli síðan þau hjón komu þangað
frá fslandi 1905.
28. Kristbjörg Margrét Guðrún^ Sig-
urðsson Dzydz frá Árnes, Man., á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 43 ára.
29. Kristján Jakob Jónasson frá Víðir,
Man., á sjúkrahúsi að Gimli, 77 ára
gamall.
30. Sveinn Swanson, í Edmonton, Al-
berta. Fæddur að Hraunsdal í Mýra-
sýslu 1879. Foreldrar: Þorvarður Sveins-
son og Guðrún Jónsdóttir, og fluttist
hann með þeim til Kanada 1888. Búsett-
ur í Edmonton síðan 1905.
31. Albert M. ólafsson, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg, 53 ára. Kom
til Kanada 1927.
JÚNÍ 1959
3. John Rögnvaldson, að Acton, On-
tario. Kom til Kanada 1875—76, átti
heima í Winnipegosis í rúmlega 40 ár,
en síðan í Acton til dauðadags.
5. Olmar Thorsteinn Sigurdson for-
stjóri, í Toronto, Ont., 42 ára að aldri.
Átti áður heima í Winnipeg.
18. Sigurður Sölvason, í Klamath
Falls, Ont., sjötugur að aldri. Fæddur
í Pembina, N. Dak.
22. Kjartan Stefánsson, á elliheimilinu
»Betel“ að Gimli, Man. Fæddur 12. júlí
1886 í Argyle-byggð. Foreldrar: Sig-
tryggur og Guðrún Stefánsson, frum-
uyggjar þar í byggð.
24. Vigdís Bergman, kona Vigfúsar
Bergman, að heimili sínu á Gimlii, 72
ara. Fædd í Winnipeg, dóttir Gunnlaugs
?g Ásdísar (Sigurgeirsdóttur Bardal)
Henrickson, er var lengi forstöðukona á
»Betel“.
30. Helga Fjelsted Sveinbjörnson,
ekkja Jóns Sveinbjörnssonar, frá Elfros,
Sask., á sjúkrahúsi í Wadena, Sask.
fædd á íslandi, en kom ung vestur um
haf.
JÚLf 1959
,3. Frederick Christian Barry Júlíus
simritari, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg, 27 ára að aldri.
.4. Sigurjóna Johnson Ferguson, á
sjukrahúsi í Eriksdale, Man. Fædd 15.
tebr. 1900 á Siglunesi, Man. Foreldrar:
Landnámshjónin Sigurður Jónsson og
Guðrún Vigfúsdóttir, lengstum búsett í
Minnewakin í Álftavatnsbyggð í Mani-
toba.
Guðbjörg Freeman, ekkja Guð-
mundar_ (George) Freeman landnáms-
Manns í Upham (Mouse River) byggð í
N. Dakota, á heimlii sínu í Bottineau,
N. Dak. Fædd 17. maí 1872. Foreldrar:
Helgi Guðmundsson (Goodman) frá
ölvaldsstöðum í Mýrasýslu og Helga
Eyvindardóttir. Kom vestur um haf
1882.
7. Clifford Olson frá Piney, Man., í
bílslysi í grennd við Darlingford, Man.,
26 ára gamall.
12. Anna Margrjet Jónsdóttir Ling-
holt, ekkja Bjarna Lingholts skálds, á
elliheimilinu „Stafholti“ í Blaine, Wash.
Fædd 2. sept. 1869 á Bóndastöðum í
Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu.
Foreldrar: Jón Björnsson og Þuríður
Andrésdóttir. Fluttist vestur um haf til
Kanada 1903, en þau hjón höfðu lengst-
um verið búsett á Kyrrahafsströndinni.
18. Marvis Johnson, að Langruth, Man.,
áttræður að aldri. Fluttist til Kanada
1887 og hafði stundað búskap bæði í
Saskatchewan og Manitoba.
20. Guðbjörg Brandson, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg, 78 ára gömul.
Kom til Winnipeg fyrir 42 árum.
22. Sveinn Magnús (Magnússon), á
heimili sínu í Minneapolis. Fæddur 23.
des. á Áslaugarstöðum í Vopnafirði.
Fluttist þaðan í Minneota-byggðina 1
Minnesota sumarið 1879. Hafði átt heima
í Minneapolis síðan 1906.
28. Einar Einarsson, lengi að Clark-
leigh, Man„ á sjúkrahúsi í Winnipeg.
Fæddur 1. júlí 1889 í Cavalier, N. Dakota,
en fluttist með foreldrum sínum til
Manitoba 1892.
ÁGÚST 1959
10. Einar Hallgrímsson, fyrrum bæj-
arstjóri í Minneota, Minn., á sjúkrahúsi
í Marshall, Minn. Fæddur á Vakursstöð-
um í Vopnafirði 24. ágúst 1891. For-
eldrar: Jón Hallgrímsson og Sigríður
Guðvaldadóttir. Kom með þeim vestur
um haf til Minneota 1903.
11. Thórdís Sigmundson, kona Jóhanns
Sigmundson, á heimili sínu í Vancouver,
B.C., 82 ára að aldri. Lengi búsett í
Winnipeg.
11. Pétur Gísli Magnús (Torfason), á
sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur í Reykja-
vík 20. sept. 1877. Foreldrar: Torfi
Magnússon og Jóhanna Jóhannsdóttir.
Hafði búið í Manitoba í 45 ár. Kunnur
söngmaður.
13. Guðmundur Stefánsson Oliver
trésmiður, lengi í Selkirk, Man., á
sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur 1. marz
1880. Foreldrar: Stefán Stefánsson og
Hallfríður Gunnarsdóttir frá Mýrarnesi
í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Kom
með þeim vestur um haf 1884.