Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
13. Magnús Einarsson, bóndi frá Ein-
arsstöðum í Árnesbyggð í Nýja íslandi,
á sjúkrahúsi að Gimli, Man. Fæddur 28.
marz 1895. Foreldrar: Einar Guðmunds-
son frá Rauðabergi í Mýrahreppi í
Austur-Skaftafellssýslu (kom til Nýja
íslands úr Vopnafirði 1887) og Margrét
Sigurðardóttir frá Strandhöfn í Vopna-
firði, seinni kona hans.
15. Guðmundur (Stefánsson) Peterson,
í Minneapolis, 77 ára gamall. Foreldrar:
Séra Stefán Pétursson á Desjamýri og
Ragnhildur Metúsalemsdóttir. Kom af
fslandi til Minneota, Minn. 14 ára að
aldri. Fyrrum kennari í Norður- og
Suður-Dakota ríkjum.
19. Thorkell Sigurjón Bergvinson, í
Burnaby, B.C., 68 ára gamall. Átti lengi
heima í Winnipeg.
21. Einar Júlíus Goodman, bóndi í
Austur-Selkirk, Man., 64 ára að aldri.
22. Stefán (Guðmundsson) Peterson,
bóndi í grennd við Minneota, á sjúkra-
húsi í Marshall, Minn., 82 ára að aldri.
Fæddur á íslandi. Foreldrar: Guðmund-
ur Pétursson frá Valþjófsstað og Sesselja
kona hans.
22. Guðni Thorleifsson, á sjúkrahúsi í
Gladstone, Man. Fæddur 21. sept. 1883.
Foreldrar: Landnámshjónin Ólafur Thor-
leifson, úr Þingvallasveit í Árnessýslu,
og Guðbjörg Guðnadóttir frá Bræðra-
tungu í Biskupstungum. Kom til Vestur-
heims með foreldrum sínum 1887. Tók
mikinn þátt í félagsmálum byggðar
sinnar.
26. Thormóður Halldorson smiður, á
elliheimilinu „Höfn“ í Vancouver, B.C.
Fæddur í Loðmundarfirði í Norður-
Múlasýslu 7. maí 1878. Foreldrar: Magn-
ús Halldórsson og ólöf ólafsdóttir, er
fluttust vestur um haf til Nýja íslands
1882, en fáum árum síðar í Hallson-
byggð í N. Dakota. Átti lengi heimili í
Wynyard, Sask.
27. Pétur Kristján Bjarnason, lengi bú-
settur í Árborg, Man., á heimili sínu í
Winnipeg. Fæddur í Mikley, Man. 9.
apríl 1884. Foreldrar: Pétur Bjamason
hómopati og Hólmfríður Jósepsdóttir.
28. Sigurður B. Erickson bankamaður,
í Jackson, Minn. Fæddur og uppalinn í
Minneota-byggðinni í Minnesota, sonur
Odds Eiríkssonar og Elínar Sigurðar-
dóttur, bæði austfirzk að ætt. Lengi
bankastjóri í Minneota.
31. Gunnar Júlíus Guðmundsson, í
Vancouver, B.C. Fæddur 3. júlí 1875 í
Eyrarkoti í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Foreldrar: Guðmundur Halldórsson og
Sigríður Gunnarsdóttir. Fluttist til Kan-
ada í ágúst aldamótaárið. Landnáms-
maður og lengi bóndi í Wynyard, Sask.
SEPTEMBER 1959
_ 4. Sigríður ólafson, ekkja Gunnlaugs
Ólafssonar, í Árborg, Man., 89 ára að
aldri.
7. Giles Vopni, af slysförum, 18 ára
gamall. Foreldrar: A. Vopni og kona
hans í Winnipeg.
12. Stefán Sigurgeirsson Skagfjörð, í
Blaine, Wash. Fæddur 27. júlí 1869 í
Skagafirði, líklega í Álftagerði, því að
þar bjuggu foreldrar hans, Sigurgeir
Stefánsson og Guðlaug Hiálmarsdóttir.
Kom vestur um haf til Winnipeg um
aldamótin, en hafði lengstum verið bóndi
í grennd við Blaine.
17. Jóhann Albert Johnson, sonur Ein-
ars B. Johnson, að Oak Point, Man., 39
ára gamall.
18. Guðmundur (Mundi) Johnson, fyrr-
um í Selkirk, Man., í New Westminster,
B.C.
19. Stefanía Sigurdson, ekkja séra Jón-
asar A. Sigurðssonar, á heimili sínu í
New York. Fædd 14. febr. 1877. For-
eldrar: ólafur smiður Þorsteinsson, frá
Tungu í Grafningi, og Elín Stefánsdótt-
ir, prests Stefánssonar, frá Heiði í Mýr-
dal. Kom vestur um haf með foreldrum
sínum til Nova Scotia um 1880, en þau
bjuggu síðan lengi í Pembina, N. Dak.
22. Sigríður M. Crawford, í Winnipeg,
71 árs gömuh Foreldrar: Jakob Hanson
landnámsmaður á Gimli og kona hans.
22. Guðmundur Thorleifson, frumherji
í Langruth, 75 ára að aldri.
24. Valgerður Þorláksdóttir Axfjörð,
ekkja Björns Jónssonar Axfjörð, land-
námsmanns í Hólabyggð í Saskatche-
wan, á sjúkrahúsi í Saskatoon, Sask-
Fædd 13. jan. 1873 að Garði í Þistilfirði-
Kom frá íslandi til Argyle, Man. 1903.
27. Kristrún Thorvaldson, ekkja Björns
Gottskálkssonar Thorvaldson, frum-
byggja í Pine Valley, Man., á elliheim-
inu „Betel“ að Gimli. Fædd 16. okt.
1862 á Auðnum á Vatnsleysuströnd i
Gullbringusýslu. Foreldrar: Jón Erlends-
son og Guðný ívarsdóttir. Kom til Vest-
urheims um aldamótin.
OKTÓBER 1959
1. Paul Goodman, bæjarráðsmaður i
Winnipeg, á ferðalagi í Seattle, Wash.
Fæddur í Selkirk, Man. 1905, en fluttisí
til Winnipeg 1924. Kunnur íþróttamaður
og hafði tekið mikinn þátt í felags-
málum.
5. Einar Johnson, áður bóndi og kaUP7
maður í Steep Rock, Man., á heimi
sínu í Old Kildonan, Man., 77 ara a
aldri. Forystumaður í héraði sínu.
7. Peter Sigurður Peterson, í
Man., 58 ára gamall. Foreldrar: Þorstein