Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 87

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 87
ÞINGTIÐINDI 69 lagið á stofnfundi þess, og gerðust með þeim hætti stofnendur félagsins; bæði yrði það harla langt mál, og svo er hitt, að mér er ekki kunnugt um, að til sé skrá yfir stofnendur þess í heild sinni. Þar sem málið er þannig vaxið, hef ég valið þá leiðina að votta, í félagsins nafni, sameiginlega öllum þeim, sem hlut áttu að stofnun þess, hjartanlegar þakkir vorar, og þakka þeim jafnframt annan stuðning við félagið og málefni þess, hvar sem þeir kunna að hafa verið eða eru í sveit settir. „Þakklátsemin er minning hjartans,“ hefir vitur maður sagt. í þeim huga er þökkin til þeirra, sem lögðu grundvöllinn að félagi voru, borin fram á þessu fertugasta afmæli þess. En þó að fyrrgreindar ástæður geri mér eigi fært að telja upp stofnendur fé- lags vors, þykir mér eigi annað sæma á þessum tímamótum en geta sérstak- lega fyrstu embættismanna þess, en þeir voru sem hér segir: Forseti: Sr. Rögnvaldur Pétursson Varaforseti: Jón J. Bíldfell Ritari: Dr. Sigurður Júl. Jóhannesson Vararitari: Ásgeir I. Blöndahl Gjaldkeri: Ásmundur P. Jóhannsson Varagjaldkeri: Séra Albert E. Krist- jánsson Fjármálaritari: S. D. B. Stephansson Varafjármálaritari: Stefán Einarsson Skjalavörður: Sigurbjörn Sigurjónsson Yfirskoðunarmenn reikninga: Einar P. Jónsson og Hannes Pétursson. Eins og alkunnugt er, komu nær allir þeir félagsbræður vorir, sem að ofan hafa verið nefndir, síðar við sögu félags- ins með mörgum hætti, beint og óbeint, °g skipuðu þar, sumir hverjir mikinn forystusess um langt skeið. Úr hópi fyrstu embættismanna félags vors eru eftirfarandi enn vor á meðal, taldir í embættismannaröð: Sr. Albert E. Krist- jánsson, fyrrv. forseti félagsins, Blaine, Wash., S. D. B. Stephansson, White Rock, B.C., Stefán Einarsson ritstjóri, Einar P. Jónsson, ritstjóri og skáld, og Hannes Pétursson fjársýslumaður, allir hér í Winnipeg. Þessum frumherjum fé- mgsins viljum vér votta sérstaka þökk vora á þessu afmælisþingi og sendum Peim hugheilar kveðjur vorar og bless- unaróskir. Og engum ónefndum er áreið- anlega gerður óréttur, þó að vér nefnum ?ueð nafni og í sama þakkarhuga og alla hma framantöldu, fyrrv. forseta félags vprs þá séra Jónas A. Sigurðsson og aera Ragnar E. Kvaran og þá um leið fyrrv. féhirði vorn, Árna Eggertsson, sem í nærri 20 ár átti sæti í stjórnar- uefnd félags vors. Hverfum svo aftur stundarkorn að sögu félagsins, en starf þess liðin 40 ár hefir verið í anda hinnar þríþættu stefnuskrár þess, sem ykkur er öllum kunnug, en markmið hennar er fyrst og fremst það, „að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi,“ en það geta þeir vitanlega aðeins orðið, í fyllsta skilningi orðsins, að þeir leggi sem ríkastan menningarlegan skerf til hérlends þjóðlífs, hvort heldur er í Kan- ada eða Bandaríkjunum. Þess vegna er einnig í öðrum málsgreinum stefnuskrár félags vors réttilega lögð áherzla á varð- veizlu íslenzkrar tungu og bókmennta hérlendis, og á nauðsyn framhaldandi og öflugrar samvinnu milli íslendinga yfir hafið, sem fjölþættust menningartengsl við ættlandið, þar sem vér eigum vorar ætternislegu og andlegu rætur. Stefnuskrá félags vors er framúrskar- andi vel og skynsamlega túlkuð í snjallri ritgerð séra Guttorms Guttormssonar, „Þjóðararfur og þjóðrækni“ í fyrsta ár- gangi Tímariis vors, er lýkur með þess- um eftirtektarverðu orðum: „Skyldur vorar í þjóðræknismálinu horfa þá svona við, að því er mér virð- ist. Fyrst er skuldin við þetta land; hún verður ætíð að skipa öndvegi. En mikil- vægur hluti þessarar skuldar er í því fólginn, að vér eigum að gjöra niðja vora svo vel úr garði, sem unnt er, og stelum þar engu undan, sem eflt getur manndóm þeirra, jafnvel þótt það sé komið heiman frá íslandi. Svo ber hins að gæta, að ættlandsskuldin er ekki úr sögunni, þótt vér hugsum fyrst um skyldur vorar hér. Ekki er því að leyna, að ef haldið er í þetta horfið, þá verðum vér enn um nokkra hríð sérkennilegur hópur eða ættflokkur í þessu þjóðfélagi, og það eins fyrir því, þótt vér forðumst allar öfgar og einræningsskap. Þetta telja sumir hættulegt. Þeir vilja bræða öll þjóðarbrotin saman, svo að niðjarnir verði allir með sömu þjóðareinkennum og þeim alenskum. Ég held, að þjóð þessi verði ekkert betur komin, þótt hraðað sé þeirri sambræðslu. Allir þurfum vér auðvitað að dragast saman, eiga í sam- lögum tungumál landsins og allt hér- lent ágæti. En að vér þurfum um leið að losast við sérkennin öll, sem segja til uppruna vors, og renna saman í eina tilbreytingarlausa þjóðernisflatneskju — það er annað mál. Ég held einmitt, að fjölbreytt þjóðlíf verði miklu nýtara. Kínverjar eru sagðir svo nauðalíkir allir, að hvítir menn geti varla greint þá í sundur. Það yrði, held ég, ekkert heilla- verk, þótt þetta land væri gjört að and- legu Kínaveldi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.