Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 88
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ánægjulegt er að bæta því við, að sú skoðun, sem séra Guttormur flytur svo röggsamlega í ritgerð sinni, hefir áreið- anlega á síðari árum eignazt vaxandi fjölda formælenda. — Sambræðsluhug- myndin hefir lotið í lægra haldi fyrir þeirri skoðun, að það sé hinu nýja heima- landi stórum meiri fengur, ef innfluttir þegnar þess frá hinum ýmsu löndum heims leggi sem drýgstan skerf sinna sér- stæðu menningarerfða til sameiginlegr- ar menningar hins nýja lands, fremur en að þær erfðir fari forgörðum, því að það reynist báðum aðilum menningarlegt tap. Starfsemi félags vors hefir frá upp- hafi vega verið unnin í þeim anda, og er gott til þess að vita, að hún er í sam- ræmi við hinn nýrri og gleggri skilning í þeim menningarmálum, sem þar er um að ræða. Með 40 ára sögu Þjóðræknisfélagsins í baksýn, verður þá eðlilegt að spyrja í orðum þjóðskáldsins: „Hvað er þá orðið okkar starf? — Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Hver sá, sem hlutdrægnislaust og af sambærilegum skilningi les sögu félagsins, eins og hún er skráð í þingbókum þess og í hinum vestur-íslenzku blöðum vorum, hlýtur, að mínum dómi, að komast að þeirri niðurstöðu, að félagið eigi sér að baki harla fjölþætta og að sama skapi merki- lega menningarstarfsemi. Ásamt deildum sínum hefir það haldið uppi víðtækri útbreiðslu- og fræðslu- starfsemi vor á meðal í byggðum og borgum. Með sama hætti hefir það stutt að íslenzkukennslu og söngfræðslu barna og unglinga. Það hafði árum saman á dagskrá sinni og studdi fjárhagslega stofnun kennarastóls í íslenzku við Man- itobaháskóla. Það hefir komið upp hér í Winnipeg íslenzku bókasafni og styrkt það fjárhagslega, en safnið að öðru leyti starfrækt af deildinni „Frón“ fyrir hönd féjagsins. Það hefir stuðlað að því, að minningu íslenzkra landnema og ým- issa skálda vorra væri á lofti haldið með byggingu minnismerkja þeim til heiðurs. Jafnframt hefir félagið átt hlut að og tekið þátt í ýmsum meiriháttar þjóðhá- tíðum íslendinga hér í álfu. En jafn- framt því og félagið hefir haldið vak- andi minningu íslenzkra landnema og bókmenntafrömuða vorra, hefir það styrkt vestur-íslenzkt listafólk á náms- og framsóknarbraut þess, og sýnt með þeim hætti, að það lætur sig skipta sam- tíð og framtíð eigi síður en fortíðina. Þjóðræknisfélagið hefir brúað hafið með mörgum hætti. Það hefir staðið að heimferðum íslendinga austur yfir ál- ana og átt hlut að heimsóknum fjöl- margramerkismanna og kvenna, mennta- manna og listafólks, heiman af ættjörð- inni, sem hafa, eins og ég komst að orði í afmælisgrein minni um félagið: „stór- um styrkt oss í starfi, glætt oss áhuga- eld og aukið oss trú á lífrænt gildi vors íslenzka menningararfs.“ Sem dæmi nefni ég heimsóknir þeirra séra Kjartans Helgasonar, rétt eftir að félagið var stofnað, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups á 25 ára afmælisþing félags vors, og Jónasar Jónssonar fyrrv. ráðherra og alþingismanns sumarið og haustið 1938. Höfum vér í samstarfinu yfir hafið notið ríkulegs og margvíslegs stuðnings af hálfu ríkisstjórnar íslands og annarra aðila, svo sem þjóðræknisfélagsins á ís- landi, og skal það að verðugu hjartan- lega þakkað á þessum tímamótum. Þá mun mörgum í minni samstarf það, er stjórnarnefnd félags vors átti; að beiðni utanríkismálaráðuneytisins á ís- landi, við Sýningarráð íslands í sam- bandi við Heimssýninguna í New York 1939 sem einkum fólst í fjársöfnun til þess að láta gera afsteypu af líkneski þyi hinu stórbrotna, sem Bandaríkjaþjóðin sendi íslenzku þjóðinni hátíðarárið 1930. Stóð afsteypan fyrir framan íslenzka sýningarskálann, en er nú, eins og kunn- ugt er, á Sióminiasafni Bandaríkjanna í Newport Mews, Virginia, þar sem tug- þúsundir heimsækjenda skoða hana ár- lega. Félagið hefir einnig stutt með fjár- framlögum ýmsar stofnanir og menn- ingarmál heima á ættjörðinni, svo sem skógræktarmálið nú á síðari árum. En þó er enn ótalin ein allra merkasta hliðin á starfsemi félagsins, en það er ut- gáfustarfsemi þess. Um sex ára skeið gaf það út barnablaðið Baldursbrá undir prýðilegri ritstjórn dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar. E;nnig átti félagið hlut að þýðingu og útgáfu merkisritsins Þjoo' réttarstaða íslands eftir sænska þjóðrett- arfræðinginn dr. phil. Ragnar Lundborg- Enn fremur lagði félagið fram ríflegau fjárstyrk til útgáfu hinnar ensku fslands- sögu (History of Iceland) eftir dr Knut Gjerset. Samkvæmt áskorun, er fram kom á ársþingi þess, beitti félagið ser einnig fyrir því, að hafin var útgaia Sögu íslendinga í Vesturheimi, og studu. það mál fjárhagslega, þó að öðrum ber heiðurinn af því að hafa aðallega staoio straum af því verki og ráðið útgáfu Þes farsællega til lykta. Langmerkasta útgáfumál félagsins e samt útgáfa Tímarits þess í óslitin 40 a . fyrst undir ritstjórn dr. Rögnvaldar Re ' urssonar og síðan í tvo áratugi undu' ri " stjórn Gísla Jónssonar. Ég hefi undan- farið verið að endurlesa ritið frá byrjum og kennir þar vissulega margra gr^, og góðra, og fjölskrúðug er sú_ myn > sem þar er brugðið upp af vestur-íslenz um bókmenntum og menningarlífi i r'. gerðum, sögum og kvæðum. Ritið hei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.