Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 91
þingtíðindi 73 þaS samkvæmt beiðni hlutaðeigenda. Kvöldskóla fyrir yngra fólk, sem hug hefir á að kynnast frumatriðum íslenzkr- ar tungu, hefi ég nú haft um skeið á heimili mínu. Sautján stúdentar innrit- uðust í þetta námskeið. Aðsókn því mjög góð. Miklu betri en ég hafði þorað að vona.“ Ég vil bæta því við, að kennsla þessi er algerlega ókeypis, og á Haraldur pró- fessor miklar þakkir skilið fyrir þessa ágætu kennslustarfsemi sína í íslenzku. Þá hefir varaféhirðir félagsins, Mrs. Hólmfríður Daníelsson, kennt nokkrum ungum stúlkum íslenzku í heimahúsum, og telur það hafa borið góðan árangur. Ber henni þökk fyrir þá viðleitni sína. Deildin „Esjan“ í Árborg hefir einnig í ár leitazt við að halda uppi æfingum í söng og upplestri fyrir börn og ungl- inga, þó að ýmsar ástæður hafi orðið þar nokkur þröskuldur í vegi; eigi að síður tóku nokkur börn og unglingar þátt í tveim samkomum í byggðinni með upp- lestri og söng á íslenzku. Mörgum mun okkur einnig í fersku minni hinn ágæti upplestur barna þeirra Gunnars Sæ- mundssonar hjónanna í Árborg á kvæð- um Guttorms skálds Guttormssonar á samkomunni hér í borg honum til heið- urs, er síðar mun getið. Af hálfu deildarinnar á Gimli hafa þær Mrs. Laurence Stevens og Mrs. Sylvia Kárdal haldið uppi kennslu íslenzkra söngva og lesturs, en undirleik fyrir ís- lenzka söngflokkinn annast ung stúlka, Carolyn Martin. „Hún talar vel íslenzku og er þó aðeins 14 eða 15 ára gömul,“ bætir Mrs. Kristín Thorsteinsson, for- seti deildarinnar á Gimli, við í bréfi til uun. Deildin hafði alíslenzka samkomu 22. ágúst í sumar, og þegar er ákveðið, ap unglingarnir taki þátt með íslenzkum song og upplestri í Sumarmálasamkomu 24. apríl næstkomandi. Vil ég í félagsins uafni þakka ofannefndum deildum ágæta ýiðleitni þeirra að íslenzkukennslu og songfræðslu, og þá um leið öðrum deild- um félagsins, sem ef til vill halda uppi slikri fræðslu, þó að mér hafi eigi borizt megnir um það, en augljóst mál er það, hv®rt grundvallaratriði er hér um að Ej*®a í þjóðræknisstarfi voru. f mjög mygljsverðu bréfi til mín víkur Mrs. bterdís Eiríksson í Árborg að þörfinni á hentugum kennslubókum, og ber oss að taka þá hlið málsins til alvarlegrar at- hugunar, þegar fræðslumálin koma til Umræðu hér á þinginu. Samvinnumál við ísland , Þau mál hafa aftur á liðnu ári verið vrA a marSþætt, og þarf ekki að fjöl- yröa um það, hver meginþáttur fram- haldandi ættar- og menningartengsla yfir hafið eru í starfsemi félags vors. Margir íslendingar héðan vestan um haf heimsóttu ættlandið á árinu, meðal þeirra hinn gamli og góði félagsbróðir vor og fyrrverandi forseti deildarinnar „Frón“, Soffonías Þorkelsson, og var frú hans einnig með í förunni. Ekki fór hann erindisleysu til ættjarðarinnar að þessu sinni fremur en áður. Eins og skýrt hefir verið frá í blaðafregnum, til- kynnti hann í heimferðinni, að hann hefði ákveðið að gefa 100 þúsund krónur til skógræktar í Dalvíkurhreppi, en áður hafði hann gefið ríflega fjárhæð til skóg- ræktar á fæðingarstað sínum, Hofsá. Þar sem Þjóðræknisfélagið hefir um mörg ár haft skógræktramálið á dagskrá sinni og stutt það eftir mætti, þykir mér vel sæma að geta hér sérstaklega stórgjafar hins mæta félagsbróður vors til eflingar því þjóðþrifamáli. Sé honum heiður og þökk fyrir höfðingskapinn og ræktar- semina til átthaganna! En brú heimsóknanna yfir hafið hefir á liðnu ári verið byggð frá báðum ströndum, eins og vera ber. Vér höfum átt að fagna mörgum ágætum gestum og kærkomnum heiman um haf. Hinn víð- kunni fræðimaður, dr. Einar ól. Sveins- son, prófessor í íslenzkum bókmenntum við Háskóla fslands, sem var í fyrirlestr- arferð um Bandaríkin í boði utanríkis- ráðuneytis þeirra, heimsótti oss einnig, ásamt frú sinni, og flutti hér í borg á vegum Þjóðræknisfélagsins fyrirlestur um „Gildi íslenzkra fornsagna", sem mikill rómur var gerður að. Hann flutti einnig við jafnágætar undirtektir fyrir- lestra um íslenzk efni bæði á Manitoba- háskóla og Ríkisháskólanum í Norður- Dakota. Mun komu þeirra hjóna á vorar slóðir lengi minnzt með þakklæti af hálfu fólks vors, en margir í þeirra hópi kunna enn vel að meta heimsóknir slíkra fræðimanna. Á liðnu ári gerðust einnig þau tíðindi í samvinnumálunum yfir hafið, að þá- verandi forsætisráðherra fslands, herra Hermann Jónasson, skipaði fimm manna nefnd til þess að vinna að auknu sam- starfi og kynningu milli íslendinga aust- an hafs og vestan, á grundvelli tillagna, sem Árni Bjarnarson, bókaútgefandi á Akureyri, hefir samið að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar. Nefndarmenn eru: Árni Bjarnarson, sem er formaður, Benjamín Kristjánsson, prestur að Laugalandi í Eyjafirði, Egill Bjarnason, auglýsinga- stjóri, Reykjavík, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, aðalræðismaður K a n a d a, Reykjavík, og Steindór Steindórsson yfirkennari, Akureyri. Af hálfu stjórnarnefndar vorrar hefi ég skipað ritara, próf. Harald Bessason,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.