Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 92
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA varaféhirði, Mrs. Hólmfríði Daníelsson, og varafjármálaritara, Ólaf Hallsson, til þess að athuga hinar ofannefndu og fjöl- þættu tillögur Árna og leggja álit sitt á þeim fyrir þingið til frekari ályktana. Tillögur þessar birti Árni fyrst í sérstök- um bæklingi, en síðan í ritinu Eddu, ásamt með ritgerðum um samstarfið við oss Vestur-íslendinga og kveðjuávörp- um til vor frá fjölmörgum forystumönn- um heima á ættjörðinni, með forseta ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, í broddi fylkingar. Hefi ég áður í blaðagrein vak- ið athygli á riti þessu og hinum mikla góðhug í garð vor fslendinga vestan hafs, sem þar kemur fram, en nú vil ég á þessum vettvangi þakka öllum, sem þar eiga hlut að máli, hjartanlega í nafni félags vors. Eins og kunnugt er, komu þrír af fyrr- nefndum nefndarmönnum, þeir Árni Bjarnarson, Steindór Steindórsson og séra Benjamín Kristjánsson, ásamt með frú Gerði Bjarnarson og Gísla Ólafs- syni, lögregluvarðstjóra á Akureyri, hingað vestur um haf í sumar, með það markmið sérstaklega fyrir augum að safna efni í vestur-íslenzkar æviskrár, og unnu þau að því verki fram í sept. Varð þeim allvel ágengt, þegar á allt er litið, en um það vísa ég að öðru leyti til kveðju þeirra og greinargerðar í hinum íslenzku blöðum vorum. En betur má, ef duga skal, svo að þetta verk nái fullum tilgangi sínum. Vil ég ein- dregið hvetja fslendinga í landi hér til þess að sinna sem greiðlegast beiðnum þeirra félaga um æviskrár, og stuðla með þeim hætti að útgáfu þessa merka rits, sem hér er stofnað til, og getur haft víð- tæka þýðingu, ekki sízt fyrir framtíðina. Stjórnarnefnd félags vors átti fund með þessum heimsækjendum, bæði er þeir komu og eins áður en þeir hurfu heim um haf, og greiddi götu þeirra eftir mætti; hið sama gildir um fjöldamörg önnur félagssystkini vor og aðra fslend- inga víðs vegar um álfuna. Sem starfs- mann við skráningu ævisagnanna réði nefndin að heiman félagsbróður vorn, Davíð Björnsson bóksala hér í borg, og er hann framvegis umboðsmaður nefnd- arinnar, ásamt með mörgum öðrum fs- lendingum hér vestan hafs, sem taldir eru upp í fyrrnefndri greinargerð nefnd- arinnar í blöðum vorum. Aðalritstjóri verksins á íslandi er séra Benjamín Kristjánsson, og má einnig senda út- fylltar æviskrár beint til hans. f sam- bandi við komu Steindórs Steindórssonar yfirkennara má geta þess, að hann var ræðumaður á íslendingadeginum á Gimli og flutti erindi á samkomum deilda fé- lags vors bæði þar og í Árborg og Winni- peg. Þökkum vér honum það þjóðrækn- isstarf og þeim öllum, sem að heiman komu í fyrrgreindum erindum, kærlega heimsóknina, áhugann á samskiptunum við oss og það nytjaverk, sem þeir hafa með höndum með söfnun og samningu æviskránna. Kem ég þá að þeirri heimsókninni heiman um haf á liðnu ári, sem víðtæk- asta athygli vakti meðal íslendinga hér í álfu, en það er koma og söngför hinn- ar víðkunnu íslenzku söngkonu, ungfrú Guðrúnar Á. Símonar, á vorar slóðir. Þjóðræknisfélagið og Canada - Iceland Foundation stóðu í sameiningu að heim- sókn söngkonunnar og ferðum hennar. Aðalsöngsamkomu sína hélt söngkonan í Playhouse leikhúsinu hér í borg hinn 5. nóvember undir umsjón Celebrity Concerts (Canada) Ltd. í samvinnu_ við fyrrnefnd félög. Var samkoman prýðis- vel sótt, um 800 manns, og vakti söng- urinn mikla hrifningu áheyrenda, enda hlaut söngkonan að verðugu ágæta dóma hljómlistargagnrýnenda stórblað- anna hér í borg. Söngkonan hélt einnig samkomur á vegum þjóðræknisdeildanna í Árborg, á Gimli og í Vancouver, og undir umsjón Kvenfélagsins „Freyju“ i Bellingham og Lestrarfélagsins „Vestra í Seattle, nær alls staðar við mikla að- sókn og hvarvetna við frábærar undir; tektir áheyrenda. Hún söng einnig i kanadíska útvarpið og sjónvarpið. For- seti hafði, í samvinnu við séra Ólaf Skúlason á Montain, gert ráðstafanir tu þess, að ungfrú Símonar héldi söngsam- komu þar, en það fórst fyrir vegna ih' viðra og ófærra vega um þær mundir, öllum suður þar til hinna mestu von- brigða. Nefndina, sem undirbjó samkomur og ferðir söngkonunnar, skipuðu þau Walter J. Lindal dómari, formaður, Mrs. Hólm- fríður Daníelsson og Grettir L. Jóhanns-; son ræðismaður. Forseti átti einnig saeti í nefndinni í embættisnafni, en af ýmS' um ástæðum féll nefndarstarfið aðalleg" á herðar hinna í nefndinni. Þakka eg þeim mikið og ágætt starf, og Tne Canada-Iceland Foundation ánægjuleg“ samvinnu að þessu máli. Hér í Þ°r| dvaldi söngkonan í gistivináttu Þ®irr_ dr. Kristjáns J. Backman og frúar hani> og vil ég í félagsins nafni þakka þein hjónum þann höfðingskap þeirra. En ungfrú Guðrúnu Á. Símonar um vér innilega komuna, góð kynm,, ° fagran söng, sem lengi mun lifa í ÞýKna látum hugum allra þeirra, sem a ua hlýddu. Vér óskum henni blessunar & nýrra sigra á söngbrautinni í framti inni. Með komu sinni jók hún á hr°o _ íslands og íslendinga, og með hei sókn hennar er ofinn nýr þáttur minnisstæður í menningarlegum sa skiptum íslendinga yfir hafið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.