Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Framþróun eða breyling, sem ekkeri
sienzt móii
1. Þegar maður hugsar um fjárhags-
legan styrk og athugar hvar hann muni
finnast, þá er eitt, sem maður verður að
viðurkenna. Framþróunin hér vestra hef-
ir valdið því, að mikil breyting er komin
hvað Vestur-íslendinga snertir frá land-
námstíð, breyting, sem heldur stöðugt
áfram, auðsæ jafnan á hverjum tug ára.
2. Má skipta Vestur-íslendingum í tvo
flokka.
3. íslenzkir Vestur-fslendingar, menn,
sem taka virkan þátt í okkar íslenzku
fyrirtækjum og félögum. Tungan, sem
töluð er, er stundum íslenzka, stundum
enska. Andinn í því öllu er háíslenzkur.
a) En þess ber að gæta, að þessum
part Vestur-íslendinga er óðum að
fækka.
b) Við urðum vör við þetta í haust,
þegar Guðrún Símonar var hér og söng
í Playhouse. Erfiðara að safna 600—800
íslendingum nú á svoleiðis samkomu
heldur en fyrir 20 árum síðan eða jafn-
vel 40 árum síðan.
4. Hérlendir Vestur-íslendingar. Hér
er átt við fólk af íslenzku bergi brotið,
sem tekur engan þátt í okkar vestur-
íslenzka félagsskap, meir og minna horf-
ið inn í þjóðstrauminn hér vestra.Sumir
eru íslenzkir aðeins í aðra ætt eða
minna. Aðrir skyldir fslendingum, eða
farnir að skilja það og meta, sem íslend-
ingar eiga. Þessu fólki þykir vænt um
það að vera af íslenzkum stofni eða
skylt fslendingum.
5. Hér er þrennt, sem maður verður að
athuga. 1) Þessum hérlenda flokki Vest-
ur-fslendinga er að fjölga; 2) hann er
óðum að tvístrast í allar áttir frá hafi
til hafs; 3) fleiri og fleiri af þeim, sem
hafa peningaráð, eru í þessum hérlenda
flokki, en í hinum flokkinum fækka
þeir. Fáir Ásmundar Johannssynir að
finna nú.
Canada-Iceland Foundation
1. Aðalhugmyndin er sú að reyna að
stofna félagsskap, sem gæti lagt fram
peninga til þess að styrkja okkar ís-
lenzku velferðarmál, ekki til þess að
vinna móti, heldur vinna með þeim fé-
lögum og stofnunum, sem nú eru starf-
andi í okkar vestur-íslenzka heimi.
2. Hugmyndin hefir verið að fá 50
menn og konur til að leggja fram $50.00
á ári hver.
3. Við byrjuðum á okkur sjálfum.
4. Til þess að ná til þeirra, sem hafa
að mestu leyti gengið inn í þjóðastraum-
inn hér vestra, fannst okkur, að nauð-
synlegt væri að sýna, að menn, sem skipa
öndvegi í stjórnar- og menningarlífi
Kanada þjóðarinnar, væru hlynntir hug-
myndinni og til með að styðja hana.
Einnig til þess að halda sambandinu
við fsland var jafn nauðsynlegt að ná til
leiðandi manna á íslandi í samsvarandi
stöðum.
HeiðursmeSlimir Canada-Iceland
Foundation
1. Heiðursverndarar: His Excellency,
Rt. Hon. Vincent Massey, C.H., landstjóri
Kanada; herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti
íslands.
2. Heiðursráðgefendur: Hon. Sidney E.
Smith, utanríkisráðherra Kanada; herra
Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkis-
ráðherra íslands; Dr. Andrew Stewart,
forseti háskólasamtakanna í Kanada og
nú formaður Board of Broadcast Gover-
nors; dr. phil. Þorkell Jóhannesson, pro-
fessor, rektor Háskóla íslands; Dr. C. J-
Mackenzie, forseti sambands allra Can-
adian Clubs; hr. Ásmundur Guðmunds-
son, biskup yfir íslandi.
3. Svo eru sjö heiðursfulltrúar, og vil
ég nefna aðeins tvo: Thor Thors og Msgr.
Parent, rektor Laval háskólans í Quebec.
Ísland-Kanada ráð
1. Það var álitið nauðsynlegt að koma
á stað félagsstofnun á íslandi, sem
myndi starfa á svipuðum grundvelli og
Canada-Iceland Foundation. Ellefu eiga
þar sæti, og þrír í stjórnarnefndinni, en
þeir eru: Hallgrímur F. Hallgrímsson,
ræðismaður Kanada á fslandi, formaður
nefndarinnar, Vilhjálmur Þór banka-
stjóri, próf. Þorkell Jóhannesson.
The Canada Council
1. Eins og flestum mun kunnugt, þa
lagði Kanada stjórnin til hliðar 50 milji
og lét stofnsetja The Canada Councu-
Ávexti af þessum höfuðstól á að nota
til þess að styrkja kanadísk menningar-
mál. Ensku orðin í lagafrumvarpinu eru
„Arts, Humanities, and Social Sciences •
2. öll okkar íslenzka þjóðræknisvið-
leitni er innan vébanda þessara orða og
þess vegna mun Canada-Iceland Founda-
tion leitast við að vinna í sem nánust
sambandi við The Canada Council. Pa°
starf hefir nú þegar heppnazt betur en
maður gat búizt við.
3. f 8. grein grundvallarlaga Cananda
Council er tekið fram, að stofnunm g
veitt fjárstyrki til útlendra studen >
bæði útskrifaðra og annarra.