Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 102
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Framþróun eða breyling, sem ekkeri sienzt móii 1. Þegar maður hugsar um fjárhags- legan styrk og athugar hvar hann muni finnast, þá er eitt, sem maður verður að viðurkenna. Framþróunin hér vestra hef- ir valdið því, að mikil breyting er komin hvað Vestur-íslendinga snertir frá land- námstíð, breyting, sem heldur stöðugt áfram, auðsæ jafnan á hverjum tug ára. 2. Má skipta Vestur-íslendingum í tvo flokka. 3. íslenzkir Vestur-fslendingar, menn, sem taka virkan þátt í okkar íslenzku fyrirtækjum og félögum. Tungan, sem töluð er, er stundum íslenzka, stundum enska. Andinn í því öllu er háíslenzkur. a) En þess ber að gæta, að þessum part Vestur-íslendinga er óðum að fækka. b) Við urðum vör við þetta í haust, þegar Guðrún Símonar var hér og söng í Playhouse. Erfiðara að safna 600—800 íslendingum nú á svoleiðis samkomu heldur en fyrir 20 árum síðan eða jafn- vel 40 árum síðan. 4. Hérlendir Vestur-íslendingar. Hér er átt við fólk af íslenzku bergi brotið, sem tekur engan þátt í okkar vestur- íslenzka félagsskap, meir og minna horf- ið inn í þjóðstrauminn hér vestra.Sumir eru íslenzkir aðeins í aðra ætt eða minna. Aðrir skyldir fslendingum, eða farnir að skilja það og meta, sem íslend- ingar eiga. Þessu fólki þykir vænt um það að vera af íslenzkum stofni eða skylt fslendingum. 5. Hér er þrennt, sem maður verður að athuga. 1) Þessum hérlenda flokki Vest- ur-fslendinga er að fjölga; 2) hann er óðum að tvístrast í allar áttir frá hafi til hafs; 3) fleiri og fleiri af þeim, sem hafa peningaráð, eru í þessum hérlenda flokki, en í hinum flokkinum fækka þeir. Fáir Ásmundar Johannssynir að finna nú. Canada-Iceland Foundation 1. Aðalhugmyndin er sú að reyna að stofna félagsskap, sem gæti lagt fram peninga til þess að styrkja okkar ís- lenzku velferðarmál, ekki til þess að vinna móti, heldur vinna með þeim fé- lögum og stofnunum, sem nú eru starf- andi í okkar vestur-íslenzka heimi. 2. Hugmyndin hefir verið að fá 50 menn og konur til að leggja fram $50.00 á ári hver. 3. Við byrjuðum á okkur sjálfum. 4. Til þess að ná til þeirra, sem hafa að mestu leyti gengið inn í þjóðastraum- inn hér vestra, fannst okkur, að nauð- synlegt væri að sýna, að menn, sem skipa öndvegi í stjórnar- og menningarlífi Kanada þjóðarinnar, væru hlynntir hug- myndinni og til með að styðja hana. Einnig til þess að halda sambandinu við fsland var jafn nauðsynlegt að ná til leiðandi manna á íslandi í samsvarandi stöðum. HeiðursmeSlimir Canada-Iceland Foundation 1. Heiðursverndarar: His Excellency, Rt. Hon. Vincent Massey, C.H., landstjóri Kanada; herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands. 2. Heiðursráðgefendur: Hon. Sidney E. Smith, utanríkisráðherra Kanada; herra Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkis- ráðherra íslands; Dr. Andrew Stewart, forseti háskólasamtakanna í Kanada og nú formaður Board of Broadcast Gover- nors; dr. phil. Þorkell Jóhannesson, pro- fessor, rektor Háskóla íslands; Dr. C. J- Mackenzie, forseti sambands allra Can- adian Clubs; hr. Ásmundur Guðmunds- son, biskup yfir íslandi. 3. Svo eru sjö heiðursfulltrúar, og vil ég nefna aðeins tvo: Thor Thors og Msgr. Parent, rektor Laval háskólans í Quebec. Ísland-Kanada ráð 1. Það var álitið nauðsynlegt að koma á stað félagsstofnun á íslandi, sem myndi starfa á svipuðum grundvelli og Canada-Iceland Foundation. Ellefu eiga þar sæti, og þrír í stjórnarnefndinni, en þeir eru: Hallgrímur F. Hallgrímsson, ræðismaður Kanada á fslandi, formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Þór banka- stjóri, próf. Þorkell Jóhannesson. The Canada Council 1. Eins og flestum mun kunnugt, þa lagði Kanada stjórnin til hliðar 50 milji og lét stofnsetja The Canada Councu- Ávexti af þessum höfuðstól á að nota til þess að styrkja kanadísk menningar- mál. Ensku orðin í lagafrumvarpinu eru „Arts, Humanities, and Social Sciences • 2. öll okkar íslenzka þjóðræknisvið- leitni er innan vébanda þessara orða og þess vegna mun Canada-Iceland Founda- tion leitast við að vinna í sem nánust sambandi við The Canada Council. Pa° starf hefir nú þegar heppnazt betur en maður gat búizt við. 3. f 8. grein grundvallarlaga Cananda Council er tekið fram, að stofnunm g veitt fjárstyrki til útlendra studen > bæði útskrifaðra og annarra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.