Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 104
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Nú var nefndinni tjáð, að það stæði til, að Fyrsti lúterski söfnuður byggði samkomuhús á lóðinni fyrir sunnan kirkjuna. Nefndin leitaði sér upplýsinga um þetta, og komst að þeirri niðurstöðu, að ef til vill gæti komið til máls, að hægt væri að reisa hér hús, sem nægði ekki aðeins þörfum safnaðarins, heldur og þörfum íslendinga í heild. Nefndin leggur því til, að tilvonandi milliþinganefnd í byggingarmálum verði heimilað að leita sér upplýsinga frekar um möguleika á samvinnu milli kirkj- unnar og félagsins. Á þjóðræknisþingi í Winnipeg, 23. febr. 1959, Björg ísfeld Valdimar J. Eylands Guðmann Levy ólafur Hallson Tryggvi J. Oleson. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna, áður en hún hlaut samþykki óbreytt. Tóku til máls í því sambandi dr. V. J. Eylands, Ólafur Hallson og próf. T. J. Oleson. Guðbjörg Sigurðsson gerði að tillögu sinni, að milliþinganefnd í hús- byggingarmálinu yrði endurkosin, og var það samþykkt. Lesin var orðsending til þinggesta frá forseta Þjóðræknisfélagsins, dr. Richard Beck, og frá gjaldkera þess, Gretti L. Johannson, sem þeir nefndu „Eflum þjóðræknisfélagið". Eflum Þjóðræknisfélagið Þjóðræknisfélag fslendinga í Vestur- heimi á fertugsafmæli á þessu þingi. Með tilliti til þessara tímamóta í sögu félagsins, hóf núverandi forseti máls á því í skýrslu sinni á þjóðræknisþinginu í fyrra, að vel færi á því, að vinir og velunnarar félagsins minntust þessa merkisafmælis þess með fjárframlögum í sérstakan afmælisjóð félaginu til efl- ingar, en það hefir mjög takmarkaðar tekjur, aðallega þann hluta af félags- gjöldunum, sem gengur til þess, og þann arð, sem húseign þess á Home Street í Winnipeg gefur af sér árlega, að ó- gleymdum nokkrum og sérstaklega þakkarverðum fjárgjöfum ýmissa fé- lagsmanna og kvenna. Hins vegar hefir félagið allmargþætta starfsemi með höndum. f fyrsta lagi kemur þar til greina óhjákvæmilegur kostnaður við rekstur þess, skrifstofu- hald, bréfaskriftir og annað þess háttar, og ferðakostnaður í þágu þess, þó að vart þurfi að taka það fram, að embætt- ísmenn þess eru með öllu ólaunaðir, en vinna störf sín í hjáverkum frá skyldu- störfum, eins og embættismenn allra deilda þess. Viðamesta starf félagsins er þó útgáfa Tímarits þess, sem orðin er mjög kostn- aðarsöm, en þess er þá jafnframt að gæta, að þar er vafalaust um að ræða varanlegasta verk þess, án þess lítið sé gert úr öðrum merkum störfum þess. Tímaritið, sem komið hefir út samfleytt í 40 ár, er orðið mikið og merkilegt rit- safn, að áliti margra hinna dómbærustu manna á íslandi og víðar, eitthvert allra vandaðasta og merkasta tímarit, sem út hefir komið á íslenzku á síðari árum. Milli spjalda þess er eigi aðeins að finna sögu félagsins sjálfs, heldur einnig fé- lagsmálasögu íslendinga í Vesturheimi að eigi litlu leyti, og þar hefir verið birt margt af því ágætasta og athyglisverð- asta, sem ritað hefir verið á íslenzku vestan hafs. Þá stendur félagið að heimboðum og heimsóknum merkra íslenzkra gesta heiman um haf eða héðan úr álfu, fræði- manna og annarra andlegra leiðtoga og listafólks, sem vitanlega hefir kostnað í för með sér og útheimtir nokkra risnu af félagsins hálfu. Um hitt er óþarft að fjölyrða, hve mikil ánægja fólki voru er að slíkum heimsóknum og hve mikiU andlegur gróði þær eru félagslífi voru. Þá hefir félagið undanfarin ár veitt vestur-íslenzku vikublöðunum nokkurn árlegan fjárstyrk, en alkunnugt er, og réttilega margendurtekið í ræðu og riti, hver líftaug þau blöð eru allri félags- legri starfsemi vor fslendinga hér í álfu. Má enn fremur geta þess, að félagið hefir lagt fram fé úr sjóði sínum til styrktar skógræktinni á fslandi, jafnframt því að einstakir félagsmenn og konur hafa stutt það mál fjárhagslega. Enn fremur hefir félagið lagt fram fé til ýmissa annarra framkvæmda, þó að eigi verði það nánar rakið hér. En nóg hefir talið verið því til sönn- unar, að félagið hefir með höndujn harla víðtæka menningarstarfsemi í anda stefnuskrár sinnar; það hefir á hinn bog- inn, eins og þegar er gefið í skyn, úr tu- tölulega litlu að spila fjárhagslega, en með auknu fjármagni væri framtíð Þesí? betur tryggð og það stæði að sama skapi betur að vígi um félagslega og menn- ingarlega starfsemi. Viljum vér undirritaðir því hvetja fólk til þess að minnast 40 ára afmaelis félagsins með því að gerast styrktarie- lagar þess, og skoðast öll slík framlog sem tillag í afmælissjóð þess. Slíkar f]ar- gjafir má senda til féhirðis félagsins, m- Grettis L. Johannson, ræðismanns, < Middle Gate, Winnipeg 1, Manitoba. Með fyrirfram þökk og alúðarkveoju- Richard Beck, forseti, . _. Greliir L. Johannson, féhirðir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.