Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 105

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 105
þingtíðindi 87 Dr. Beck skýrði frá því, að hann hefði fengið til láns íslenzka kvikmynd frá S.Í.B.S. á íslandi. Ólafur Hallson tók til máls og lét í ljós þakkir til S.í.B.S. Guðmann Levy flutti skýrslu þingnefnd- ar í útgáfumálum. Nefndarálit útgáfumálanefndar 1. Þingið þakkar ritstjóra Tímaritsins, Gísla Jónssyni, ágætt starf í 20 ár. 2. Þingið þakkar þeim, sem safnað hafa auglýsingum í ritið, en það eru þeir Olgeir Gunnlaugsson, Ólafur Hallson og Páll S. Pálsson. 3. Þingið felur væntanlegri stjórnar- nefnd að gefa út Tímaritið næsta ár og ráða ritstjóra og auglýsingastjóra. 4. Þingið felur væntanlegri stjórnar- nefnd að athuga, á hvern hátt sé hægt að minnka það tap, sem nú er orðið ár- lega á útgáfu ritsins. 24. febrúar 1959, Guðmann Levy Páll Guðmundsson G. L. Johannson. Eftir allsnarpar umræður hlaut nefnd- arálitið samþykki lið fyrir lið. Guðmann Levy las að þessu búnu beiðni frá lestrarfélaginu „Vestri“ í Se- attle þess efnis, að lestrarfélaginu yrði veitt innganga í Þjóðræknisfélagið. Fer beiðnin hér á eftir. Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í vesturheimi, 801 Lincoln Drive, Grand Forks, N.D. Háttvirti herra: Hér með tilkynnist yður, að á fundi, sem Lsetrarfélagið „Vestri“ hélt mið- vikudaginn 4. febrúar 1959, var sam- þykkt í einu hljóði eftir ýtarlegar um- meður, að „Vestri" biðji um inngöngu sem sambandsdeild Þjóðræknisfélags fs- lendinga í Vesturheimi, með þeim skil- yrðum, að „Vestri“ greiði árlega $14.00 til aðalfélagsins, en fái 7 eintök af Tíma- riti Þjóðræknisfélagsins ókeypis. Þetta staðfestist hér með samkvæmt fundarsamþykkt Vestra á ofangreindum fundi. Seattle, Wash., 9. febrúar 1959, Guðmundur P. Johnson, forseti Jón Magnússon, ritari. Forseti skipaði þessu næst í milli- Pinganefnd, er skyldi sjá svo til, að kom- 10 yrði fyrir legsteini á leiði Gests Páls- sonar, og voru eftirtaldir skipaðir í uefndina: Haraldur Bessason, Philip M. Pétursson, Grettir L. Johannson. Þá töluðu þeir Stefán Eymundsson og séra Jón Bjarman. Frú Hólmfríður Daníelsson flutti álit þingnefndar í fræðslumálum. Nefndarálii þingnefndar í fræðslumálum Nefndin lætur í ljós ánægju sína yfir því, að þeir barnasöngflokkar, sem stofn- aðir hafa verið, virðast vera í góðum blóma, og útlit er fyrir, að slíkt starf færist í aukana. Einnig gefur það góðar vonir um framtíðina, að aðsókn að ís- lenzkukennslu hjá próf. H. B. hefir auk- izt allmikið í ár; og á ýmsum stöðum er gefin uppfræðsla í íslenzku á heim- ilunum. Nefndin leggur til: 1. Að deildirnar, hver í sinni byggð, geri enn á ný gangskör að því að stofna barna- og unglingasöngflokka og efla uppfræðslu í íslenzku á heimilunum. 2. Að foreldrar og aðrir, sem kenna börnum íslenzku á heimili sínu, reyni að ná til barna í nágrenninu og lofa þeim að vera með í þessum kennslustundum. 3. Að reynt verði sem fyrst að semja kennslukver, sem innifelur mjög einfalt lesmál sem byrjendur geta skilið. Kostn- aður þessu samfara ætti ekki að verða mikill, ef t. d. slíkt kver væri fjölritað. Hólmfríður Daníelsson Herdís Eiríksson Ingunn Thomasson Guðrún Árnason Sigrún Nordal. Allmiklar umræður urðu um skýrsl- una. í sambandi við 3. lið var forseta falið að skipa milliþinganefnd, er skyldi athuga nánar kennslubókamálið. Skipaði forseti þegar í þá nefnd þau frú Hólm- fríði Daníelsson og Harald Bessason. Nefndarálitið var borið upp undir sam- þykki lið fyrir lið. Allir liðir voru sam- þykktir svo og nefndarálitið í heild. Þá var samþykkt, að þingið skyldi senda Ragnari Stefánssyni skjalaverði Þjóðræknisfélagsins blóm, en Ragnar lá þá á sjúkrahúsi. Einnig var samþykkt að senda þeim Einari Páli Jónssyni og Hannesi Péturssyni kveðjur, en báðir þessir menn gátu ekki sótt þing sakir heilsubrests. Ólafur Hallson flutti munn- lega skýrslu frá þjóðræknisdeildinni Lundar. Hlaut skýrslan þegar samþykki. Frú Marja Björnsson las upp skýrslu milliþinganefndar í skógræktarmálinu. Skýrsla milliþinganefndar í skógræktarmálinu Á árinu 1958 var enginn fundur hald- inn, en ég hef haft viðtöl og bréfasam- band við nefndarmenn og sömuleiðis við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.