Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 105
þingtíðindi
87
Dr. Beck skýrði frá því, að hann hefði
fengið til láns íslenzka kvikmynd frá
S.Í.B.S. á íslandi. Ólafur Hallson tók til
máls og lét í ljós þakkir til S.í.B.S.
Guðmann Levy flutti skýrslu þingnefnd-
ar í útgáfumálum.
Nefndarálit útgáfumálanefndar
1. Þingið þakkar ritstjóra Tímaritsins,
Gísla Jónssyni, ágætt starf í 20 ár.
2. Þingið þakkar þeim, sem safnað
hafa auglýsingum í ritið, en það eru þeir
Olgeir Gunnlaugsson, Ólafur Hallson og
Páll S. Pálsson.
3. Þingið felur væntanlegri stjórnar-
nefnd að gefa út Tímaritið næsta ár og
ráða ritstjóra og auglýsingastjóra.
4. Þingið felur væntanlegri stjórnar-
nefnd að athuga, á hvern hátt sé hægt
að minnka það tap, sem nú er orðið ár-
lega á útgáfu ritsins.
24. febrúar 1959,
Guðmann Levy
Páll Guðmundsson
G. L. Johannson.
Eftir allsnarpar umræður hlaut nefnd-
arálitið samþykki lið fyrir lið.
Guðmann Levy las að þessu búnu
beiðni frá lestrarfélaginu „Vestri“ í Se-
attle þess efnis, að lestrarfélaginu yrði
veitt innganga í Þjóðræknisfélagið. Fer
beiðnin hér á eftir.
Dr. Richard Beck, forseti
Þjóðræknisfélags íslendinga í
vesturheimi,
801 Lincoln Drive, Grand Forks, N.D.
Háttvirti herra:
Hér með tilkynnist yður, að á fundi,
sem Lsetrarfélagið „Vestri“ hélt mið-
vikudaginn 4. febrúar 1959, var sam-
þykkt í einu hljóði eftir ýtarlegar um-
meður, að „Vestri" biðji um inngöngu
sem sambandsdeild Þjóðræknisfélags fs-
lendinga í Vesturheimi, með þeim skil-
yrðum, að „Vestri“ greiði árlega $14.00
til aðalfélagsins, en fái 7 eintök af Tíma-
riti Þjóðræknisfélagsins ókeypis.
Þetta staðfestist hér með samkvæmt
fundarsamþykkt Vestra á ofangreindum
fundi.
Seattle, Wash., 9. febrúar 1959,
Guðmundur P. Johnson, forseti
Jón Magnússon, ritari.
Forseti skipaði þessu næst í milli-
Pinganefnd, er skyldi sjá svo til, að kom-
10 yrði fyrir legsteini á leiði Gests Páls-
sonar, og voru eftirtaldir skipaðir í
uefndina:
Haraldur Bessason,
Philip M. Pétursson,
Grettir L. Johannson.
Þá töluðu þeir Stefán Eymundsson og
séra Jón Bjarman.
Frú Hólmfríður Daníelsson flutti álit
þingnefndar í fræðslumálum.
Nefndarálii þingnefndar
í fræðslumálum
Nefndin lætur í ljós ánægju sína yfir
því, að þeir barnasöngflokkar, sem stofn-
aðir hafa verið, virðast vera í góðum
blóma, og útlit er fyrir, að slíkt starf
færist í aukana. Einnig gefur það góðar
vonir um framtíðina, að aðsókn að ís-
lenzkukennslu hjá próf. H. B. hefir auk-
izt allmikið í ár; og á ýmsum stöðum
er gefin uppfræðsla í íslenzku á heim-
ilunum. Nefndin leggur til:
1. Að deildirnar, hver í sinni byggð,
geri enn á ný gangskör að því að stofna
barna- og unglingasöngflokka og efla
uppfræðslu í íslenzku á heimilunum.
2. Að foreldrar og aðrir, sem kenna
börnum íslenzku á heimili sínu, reyni að
ná til barna í nágrenninu og lofa þeim
að vera með í þessum kennslustundum.
3. Að reynt verði sem fyrst að semja
kennslukver, sem innifelur mjög einfalt
lesmál sem byrjendur geta skilið. Kostn-
aður þessu samfara ætti ekki að verða
mikill, ef t. d. slíkt kver væri fjölritað.
Hólmfríður Daníelsson
Herdís Eiríksson
Ingunn Thomasson
Guðrún Árnason
Sigrún Nordal.
Allmiklar umræður urðu um skýrsl-
una. í sambandi við 3. lið var forseta
falið að skipa milliþinganefnd, er skyldi
athuga nánar kennslubókamálið. Skipaði
forseti þegar í þá nefnd þau frú Hólm-
fríði Daníelsson og Harald Bessason.
Nefndarálitið var borið upp undir sam-
þykki lið fyrir lið. Allir liðir voru sam-
þykktir svo og nefndarálitið í heild.
Þá var samþykkt, að þingið skyldi
senda Ragnari Stefánssyni skjalaverði
Þjóðræknisfélagsins blóm, en Ragnar lá
þá á sjúkrahúsi. Einnig var samþykkt
að senda þeim Einari Páli Jónssyni og
Hannesi Péturssyni kveðjur, en báðir
þessir menn gátu ekki sótt þing sakir
heilsubrests. Ólafur Hallson flutti munn-
lega skýrslu frá þjóðræknisdeildinni
Lundar. Hlaut skýrslan þegar samþykki.
Frú Marja Björnsson las upp skýrslu
milliþinganefndar í skógræktarmálinu.
Skýrsla milliþinganefndar
í skógræktarmálinu
Á árinu 1958 var enginn fundur hald-
inn, en ég hef haft viðtöl og bréfasam-
band við nefndarmenn og sömuleiðis við