Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mannahöfn, en Iþar gegndi hann
mjög erilsömu starfi um fjóra ára-
tugi.
Þrátt fyrir miklar embættisannir,
munu aukastörf Blöndals duga hon-
um til ævarandi frægðar. Hann var
lektor í íslenzku við Hafnarháskóla
1931—46. Af útgáfum hans má
nefna: Æfisögu Jóns Indíafara
1908—09 (það verk hafði hann áður
þýtt og gefið út á dönsku), Píslar-
sögu Jóns Magnússonar 1914, Odys-
seifskviðu Sveinbjarnar Egilssonar
(í annað sinn) 1912, Kvæði Jóns
Thoroddsens (önnur útgáfa) 1919,
Pilt og Stúlku Jóns Thoroddsens
(fjórða útg.) 1923. Þá skrifaði Blön-
dal fjölda ritgerða um íslenzk efni
í skandinavisk blöð og tímarit. Hann
annaðist ritstjórn við Safn til sögu
íslands VI, 1937—39 ásamt Einari
Ólafi Sveinssyni. Fjórum árum eft-
ir lát Blöndals, 1954, kom út geysi-
mikið verk eftir hann um væringja
(Væringja saga), sem hann hafði
safnað til á efri árum síninn. Út-
gáfu þess annaðist dr. Jakob Bene-
diktsson. Árið 1943 kom út kennslu-
bók í nútíma íslenzku eftir Ingeborg
Stemann og Sigfús Blöndal. Bókin
var á dönsku og sú fyrsta sinnar
tegundar á nokkru Norðurlandamáli
utan íslands.
Eftir Blöndal liggja allmargar
ljóðaþýðingar, og tvær ljóðabækur
voru gefnar út eftir hann, Drottn-
ingin í Algeirsborg og önnur kvæði
1917 og Sunnan yfir sæ 1949.
Vísa sú, sem Blöndal getur um í
öðru bréfanna í sambandi við á-
skorun Heuslers er svo:
Mun-at óðs vant á íslandi
meðan leikr hyrr of hjarni,
mær ann manni,
en of mar blika
himins heiðar stjörnur.
Höfuðafrek Blöndals er enn ó-
talið, en það er íslenzk-danska orða-
bókin hans, langstærsta orðabók og
vandaðasta, sem til er um nútíðar
íslenzku og eitt af stórafrekum ís-
lenzkra fræða fyrr og síðar. Orða-
bókarstarf sitt hóf Blöndal á sum-
ardaginn fyrsta 1903, og ætlaði hann
sér í fyrstu að semja handhæga orða-
bók og ljúka því starfi á fimm ár-
um. Verkinu lauk hann fimmtugur
árið 1924. Ekki má gleyma því, að
fjölmargir unnu að orðabókinni með
Sigfúsi, en slíkt rýrir í engu afrek
hans.
Sigfús Blöndal var slíkur tungu-
málagarpur, að orð fór af. Hann var
af hinum gamla klassiska skóla og
daglegt líferni hans og framkoma
öll minntu á klassiska heiðríkju. í
afmælishófi, sem íslenzkir Hafnar-
stúdentar héldu Blöndal sjötugum,
fórust próf. Jóni Helgasyni svo orð:
„Brynjólfur biskup og Sigfús
Blöndal eru einu menn af íslend-
ingum, sem sagnir eru um að hafi
mælt á gríska tungu, en sá er mun-
urinn að á söguna um Brynjólf legg
ég lítinn trúnað, en hitt veit ég eru
óyggjandi sannindi að Blöndal hef-
ur talað grísku bæði í Aþenu og
Delfí og öðrum fornfrægum stöðum.
Og ekki er ég handviss um að hon-
um yrði öldungis orðfall þó að hann
hefði Tsjung Hsi Tai á aðra hönd
og Ling Fu Lei á hina.“
Náinn vinur Blöndals, dr. Jakob
Benediktsson, mælti svo um hann