Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 58
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mannahöfn, en Iþar gegndi hann mjög erilsömu starfi um fjóra ára- tugi. Þrátt fyrir miklar embættisannir, munu aukastörf Blöndals duga hon- um til ævarandi frægðar. Hann var lektor í íslenzku við Hafnarháskóla 1931—46. Af útgáfum hans má nefna: Æfisögu Jóns Indíafara 1908—09 (það verk hafði hann áður þýtt og gefið út á dönsku), Píslar- sögu Jóns Magnússonar 1914, Odys- seifskviðu Sveinbjarnar Egilssonar (í annað sinn) 1912, Kvæði Jóns Thoroddsens (önnur útgáfa) 1919, Pilt og Stúlku Jóns Thoroddsens (fjórða útg.) 1923. Þá skrifaði Blön- dal fjölda ritgerða um íslenzk efni í skandinavisk blöð og tímarit. Hann annaðist ritstjórn við Safn til sögu íslands VI, 1937—39 ásamt Einari Ólafi Sveinssyni. Fjórum árum eft- ir lát Blöndals, 1954, kom út geysi- mikið verk eftir hann um væringja (Væringja saga), sem hann hafði safnað til á efri árum síninn. Út- gáfu þess annaðist dr. Jakob Bene- diktsson. Árið 1943 kom út kennslu- bók í nútíma íslenzku eftir Ingeborg Stemann og Sigfús Blöndal. Bókin var á dönsku og sú fyrsta sinnar tegundar á nokkru Norðurlandamáli utan íslands. Eftir Blöndal liggja allmargar ljóðaþýðingar, og tvær ljóðabækur voru gefnar út eftir hann, Drottn- ingin í Algeirsborg og önnur kvæði 1917 og Sunnan yfir sæ 1949. Vísa sú, sem Blöndal getur um í öðru bréfanna í sambandi við á- skorun Heuslers er svo: Mun-at óðs vant á íslandi meðan leikr hyrr of hjarni, mær ann manni, en of mar blika himins heiðar stjörnur. Höfuðafrek Blöndals er enn ó- talið, en það er íslenzk-danska orða- bókin hans, langstærsta orðabók og vandaðasta, sem til er um nútíðar íslenzku og eitt af stórafrekum ís- lenzkra fræða fyrr og síðar. Orða- bókarstarf sitt hóf Blöndal á sum- ardaginn fyrsta 1903, og ætlaði hann sér í fyrstu að semja handhæga orða- bók og ljúka því starfi á fimm ár- um. Verkinu lauk hann fimmtugur árið 1924. Ekki má gleyma því, að fjölmargir unnu að orðabókinni með Sigfúsi, en slíkt rýrir í engu afrek hans. Sigfús Blöndal var slíkur tungu- málagarpur, að orð fór af. Hann var af hinum gamla klassiska skóla og daglegt líferni hans og framkoma öll minntu á klassiska heiðríkju. í afmælishófi, sem íslenzkir Hafnar- stúdentar héldu Blöndal sjötugum, fórust próf. Jóni Helgasyni svo orð: „Brynjólfur biskup og Sigfús Blöndal eru einu menn af íslend- ingum, sem sagnir eru um að hafi mælt á gríska tungu, en sá er mun- urinn að á söguna um Brynjólf legg ég lítinn trúnað, en hitt veit ég eru óyggjandi sannindi að Blöndal hef- ur talað grísku bæði í Aþenu og Delfí og öðrum fornfrægum stöðum. Og ekki er ég handviss um að hon- um yrði öldungis orðfall þó að hann hefði Tsjung Hsi Tai á aðra hönd og Ling Fu Lei á hina.“ Náinn vinur Blöndals, dr. Jakob Benediktsson, mælti svo um hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.