Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 68
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lá ég í lungnabólgu, og einu sinni
um vorið, þegar ég var orðinn
hress, var ég á gangi ásamt vini
priínum, Árna Þorvaldssyni, síðar
yfirkennara við Akureyrarskólann,
,úti á Öster Fælled í Khöfn, sem þá
var fallegur völlur, en nú er að
mestu leyti í Fælledparken. Það
var sólskin og hvasst og hressandi
hafgolan kom utan af Eyrarsundi.
Og ég mundi þá eftir spítalavist-
jnni, og datt í hug, að gott hefði
pú verið að fá inn til sín svona golu,
meðan maður lá þar fárveikur með
mikinn líkamshita. Bragarháttur-
inn í „Rizpa“ Tennyson’s var að
söngla í hausnum á mér, og allt í
einu datt mér í hug lína:
„líður saltþrungin, hress og hlý
hafgolan inn til mín“. Og svo leiddi
þvað af öðru — hver gat nú sagt
jþetta eftirminnilega — veikur mað-
ur, veik kona? Og hvernig stóð þá
á fyrir þeim sem þetta sagði? Og
jþar sem ég einmitt var nýbúinn að
lesa Tyrkjaránssögu Björns á
Skarðsá datt mér í hug að leggja
þetta í munn íslenzkri konu, sem
hefði verið flutt hertekin til Al-
geirsborgar og lægi þar banaleguna,
svo öll hennar æfi rifjaðist upp
fyrir henni. Ég bjó mig vel undir
kvæðið, las allt sem ég komst yfir
um Tyrkjaránið prentuð og óprent-
uð skjöl í Ríkisskjalasafninu danska
.og í Árnasafni, og samdi svo rit-
gerð á dönsku um Tyrkjaránið, sem
kom út 1899. Kvæðið sýndi ég nokkr-
um kunningjum mínum, og Ágúst
Bjarnason vildi fá það í Árný, sem
jfélag ísl. stúdenta í Höfn gaf út
1901, en ég vildi láta það koma í
sérstakri ljóðabók, en af ýmsum
ástæðum kom sú bók ekki út fyrr
en 1917.
Þá sný ég mér að einstökum
kvæðum í bókinni, en um þau er
lítið að segja. „Atli Húnakonungur,"
„Seiðkonan“, Guðrún ósvífrsdótt-
ir“, „Vofur“ og „Draumur Hanni-
bals“ komu út í Sunnanfara á árun-
um 1897—1898. Nokkur forngrísk
kvæði, sem ég þýddi á stúdentsár-
unum komu í Árný 1901, kórsöngur
í Bakkynjum Euripidesar í Lög-
bergi 1. jan. 1903; mestallt það leik-
rit þýddi ég á stúdentsárunum, lauk
þýðingunni í Lögstör 1899, en það
kom fyrst út 1923. „Hólmskorun“
þýddi ég úr spænsku; það kvæði
var prentað í Þjóðólfi 27. jan. 1910
(ég var þá mikið að hjálpa Fiske
við taflrit hans). Um kvæðin í Eim-
reiðinni er hér ekki þörf að skrifa,
ég vísa þér í þína ágætu efnisskrá.
„Síðasta sigling Jóns Indíafara“ er
frá því um 1908. „Bæn í útlegð“
1911 og prentað það ár í Lögbergi
(21. des. 1911); „Ný von“, „Kveðið í
andvöku“ og „Frelsarinn“ eru frá
árunum 1915—1917; „Við lát systur
minnar“ er ort í september 1917 og
var sungið við jarðarför hennar;
„Blindsker“ er ort nótt sem ég gisti
1917 eða 1918 hjá frú Þórunni Sí-
vertsen í Höfn, hún vildi fá kvæðið
í gestabók sína. Inngangskvæðið
„Ég barði að óðsins björtu hliðum“
er ort 1917. Hitt mun allt vera frá
stúdentsárunum 1897—1898.
Er ég byrjaði á orðabókinni, sum-
ardaginn fyrsta 1903, varð ég að
leggja kveðskapinn á hilluna, mest-
megnis. Ég man eftir að Andreas
Heusler, einu sinni er hann var á
ferð hér, spurði mig, hví ég væri
hættur að yrkja, og ég svaraði að
það væru svo mörg skáld á íslandi,
en hinsvegar fáir, sem vildu leggja
sig í orðabókarstarf, og svo kom