Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gamli Bellman og svo Selma Lager- löf eru allt skáld sem ég hef lesið hvað eftir annað. Af íslenzkum skáldum dáðist ég í æsku minni mest að Bjarna Thorarensen og Grími Thomsen — honum á ég mikið að þakka, því hann glæddi í mér ástina til Grikklands, þó ég síðar sæi að þýðingar hans úr grísku væru yfirleitt ekki góðar. Af nú- lifandi íslenzkum ljóðaskáldum finnst mér mest varið í Davíð Stef- ánsson. Og ég gæti haldið áfram að tala um uppáhaldsbækur á ýmsum mál- um, lifandi og dauðum, — ýmsar útópíur, t.d. Macmillan Brown’s, Wells o. fl., H. C. Andersen, Ibsen, Holberg, Moliére o. fl. o. fl., — Hóraz, sem ég oft hef í vasanum á ferðalögum o. s. frv. . . . Annars á ég til þrjú óprentuð leikrit. Eitt af þeim, um grísk efni úr Pelopseyj- arstríðinu, sendi ég í danskri þýð- ingu Konunglega leikhúsinu hér (í fyrra heimsstríðinu), en fékk það endursent — en með góðum ummæl- um censors í rauninni, — honum fannst það iþó ekki nógu dramatiskt; má vel vera að iþað sé rétt. Ég veit ekki nema ég reyni til að laga það eitthvað. Annað leikrit er gaman- leikur um íslenzkt efni, þriðja (ný- lega samið) enskt. Nú fer maður að sjá hvað úr þessu verður; nonum premiiur in annum réði Hóraz sál- ugi manni til að gera, og það er víst heillaráð. Og þó ég færi nú að deyja, býst ég við að einhverjir sjái til um að þau verði útgefin eftir minn dag, og eins Endurminningar mínar, en þær vil ég ekki gefa út sjálfur, enda ekki fullgerðar nema æskuárin til þess ég varð stúdent. 24. júl'í 1948 Mér þykir vænt um að sjá að þér hefur líkað vel greinin með upp- lýsingunum um skáldskap minn; auðvitað gæti ég skrifað miklu ítar- legar um það, en býst varla við að þér né öðrum sé það nauðsynlegt. Samt, úr því nú ég skrifa þér, vildi ég nefna dálítið, sem ég mun ekki hafa minnzt á í fyrra bréfinu. Ég er, eins og þú veizt, mjög hneigður fyrir söng, og hef sérstak- lega haft eyra fyrir margbreyttum bragarháttum. Mér hefur fundizt að íslenzkum skáldum yfirleitt hafi ver- ið of hætt til að hjakka í sama farið og fyrirrennarar þeirra. Og af því sönglistin öldum saman náði ekki tökum á alþýðunni okkar eins og í mörgum öðrum löndum, voru kvæði skáldanna oft undir lögum sem alls ekki áttu við. Því sér maður lög eins og „Auf ihr Bruder lass uns wallen“ við „Fanna skautar faldi háum“ Jónasar Hallgrímssonar o. s. frv. — Ég vísa þér annars um það mál í greinarstúf, „Hvítasunnuhug- vekju um söng og gítarspil", sem ég skrifaði í Ársrit Fræðafélagsins IX, ár, 1927—28. — Ég hef sumstaðar reynt að innleiða útlenda bragar- hætti, sem mér þótti mikið varið í, og sjálfur hef ég búið ekki svo fáa til, einkum í þýðingum mínum á grískum kveðskap, t.d. á kór- söngunum í Bakkynjum Euripidesar og víðar. Stundum hef ég sjálfur búið til lög við mín eigin kvæði, stundum lög við kvæði annarra, ef mér fannst ekki nógu gott lag til. En ekki hef ég látið neitt af þeim lögum koma fyrir almennings sjón- ir, og hafa þó ýmsir kunningjar mín- ir hér eggjað mig á það. Jón Blön-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.