Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Page 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Page 28
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA En þá er eins og einhver rödd og mund hann endurveki: Tak þú sæng og gakk, þú lifir enn, — þú aðeins féllst í blund — og ávaxta og margfalda þitt pund.“ Hann stendur upp. Mót austri er ganga hafin, mót austri og sól — en skip-brots sagan grafin. Páll lætur getið, að kvæði sitt sé ort „með hliðsjón af kvæði eftir Þorvald Pétursson“, son dr. Rögn- valds Péturssonar. Þorvaldur orti á ensku fleiri góðkvæði, svo sem „Við Öxará“, er dr. Sigurður J. Jóhannes- son sneri á íslenzku, og tekið er upp í ritgerð hans „Framtíðarbókmennt- ir íslendinga í Vesturheimi“ (Tíma- rii Þjóðræknisfélagsins 1951). Prýðilegt er einnig kvæði Páls S. Pálssonar „Holskeflan“ (Norður- Reykir), sem er allt í senn: tákn- rænt, hugsun hlaðið og meitlað um ljóðform. Skyldi það því lesið í heild sinni. Páll Bjarnason yrkir langt kvæði „Hafið“ (Fleygar), sem vafalaust er ort eftir að hann flutti til Vestur- strandarinnar, en hann var árum saman búsettur í Vanvouver, B. C. Af síðasta erindinu fá lesendur nokkra hugmynd um það, hverjum tökum skáldið tekur viðfangsefni sitt, en bein lýsing og íhugun hald- ast þar í hendur: Við fótastól þinn stend ég, haf, og stama lofgjörð mína; og öll mín hugsun heillast af að horfa á kvikmynd þína. Þig aðeins hæðir mannlegt mál; þar mætast afl og gifta. En við það stækkar sérhver sál að sjá þig hami skifta. Frú Jakobína Johnson hefir, eins og kunnugt er, lengstum ævinnar verið búsett vestur á Kyrrahafs- strönd (í Seattle, Washington). Fer þá að vonum, að þess gæti að nokk- uru í kvæðum hennar, og verður það sérstaklega sagt um hjartnæm og móðurleg ljóð hennar til Step- háns sonar hennar „Blíði, bjarti morgunn“ og „Þegar vindurinn blæs“, sem bæði eru í bók hennar Kerfaljósum; sverja þau kvæði sig, um ljóðræna fegurð, í ætt til ann- arra kvæða skáldkonunnar. Step- hán, sem var háskólanemi, fórst á 20. aldursári með kafbát í Kyrra- hafi 1945 (Smbr. inngangsritgerð séra Friðriks A. Friðrikssonar að Kertaljósum). Ekki er því að undra, þó að Ijóð móður hans um hann séu djúpum söknuði þrungin, en minn- ingin og friðarástin falla þar einnig í sama farveg. Sami ljóðræni blærinn og næm- leiki tilfinninganna einkennir kvæði Jakobínu „Jöklarnir horfnir“ (Kertaljós), sem ort er á skipsfjöl á leið frá ættjarðarströndum eftir heimferð hennar þangað, og er þess vegna beinni sjávarlýsing heldur en ofannefnd kvæði hennar, sérstak- lega fyrsta erindið: Jöklarnir horfnir, — hafið eitt til sagna. Hægt skríður „Gullfoss“, lágar öldur rísa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.