Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Síða 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
En þá er eins og einhver rödd og
mund
hann endurveki: Tak þú sæng og
gakk,
þú lifir enn, — þú aðeins féllst
í blund —
og ávaxta og margfalda þitt
pund.“
Hann stendur upp. Mót austri er
ganga hafin,
mót austri og sól — en skip-brots
sagan grafin.
Páll lætur getið, að kvæði sitt sé
ort „með hliðsjón af kvæði eftir
Þorvald Pétursson“, son dr. Rögn-
valds Péturssonar. Þorvaldur orti á
ensku fleiri góðkvæði, svo sem „Við
Öxará“, er dr. Sigurður J. Jóhannes-
son sneri á íslenzku, og tekið er upp
í ritgerð hans „Framtíðarbókmennt-
ir íslendinga í Vesturheimi“ (Tíma-
rii Þjóðræknisfélagsins 1951).
Prýðilegt er einnig kvæði Páls
S. Pálssonar „Holskeflan“ (Norður-
Reykir), sem er allt í senn: tákn-
rænt, hugsun hlaðið og meitlað um
ljóðform. Skyldi það því lesið í heild
sinni.
Páll Bjarnason yrkir langt kvæði
„Hafið“ (Fleygar), sem vafalaust er
ort eftir að hann flutti til Vestur-
strandarinnar, en hann var árum
saman búsettur í Vanvouver, B. C.
Af síðasta erindinu fá lesendur
nokkra hugmynd um það, hverjum
tökum skáldið tekur viðfangsefni
sitt, en bein lýsing og íhugun hald-
ast þar í hendur:
Við fótastól þinn stend ég, haf,
og stama lofgjörð mína;
og öll mín hugsun heillast af
að horfa á kvikmynd þína.
Þig aðeins hæðir mannlegt mál;
þar mætast afl og gifta.
En við það stækkar sérhver sál
að sjá þig hami skifta.
Frú Jakobína Johnson hefir, eins
og kunnugt er, lengstum ævinnar
verið búsett vestur á Kyrrahafs-
strönd (í Seattle, Washington). Fer
þá að vonum, að þess gæti að nokk-
uru í kvæðum hennar, og verður
það sérstaklega sagt um hjartnæm
og móðurleg ljóð hennar til Step-
háns sonar hennar „Blíði, bjarti
morgunn“ og „Þegar vindurinn
blæs“, sem bæði eru í bók hennar
Kerfaljósum; sverja þau kvæði sig,
um ljóðræna fegurð, í ætt til ann-
arra kvæða skáldkonunnar. Step-
hán, sem var háskólanemi, fórst á
20. aldursári með kafbát í Kyrra-
hafi 1945 (Smbr. inngangsritgerð
séra Friðriks A. Friðrikssonar að
Kertaljósum). Ekki er því að undra,
þó að Ijóð móður hans um hann séu
djúpum söknuði þrungin, en minn-
ingin og friðarástin falla þar einnig
í sama farveg.
Sami ljóðræni blærinn og næm-
leiki tilfinninganna einkennir kvæði
Jakobínu „Jöklarnir horfnir“
(Kertaljós), sem ort er á skipsfjöl
á leið frá ættjarðarströndum eftir
heimferð hennar þangað, og er þess
vegna beinni sjávarlýsing heldur en
ofannefnd kvæði hennar, sérstak-
lega fyrsta erindið:
Jöklarnir horfnir, — hafið eitt til
sagna.
Hægt skríður „Gullfoss“, lágar
öldur rísa.