Vísir


Vísir - 24.12.1938, Qupperneq 3

Vísir - 24.12.1938, Qupperneq 3
47. blað. 28. ár. Reykjavík, laugardaginn 24. desember 1938. Bftir síra Bjarna Jónsson. Les jólaguðspjallid Lúk. 2. 1-H. fÉRHVER góð gjöf og fullkomin keniur ofan að og kemur niður iil vor frá föður Ijósanna. Þannig talar lieilög ritning. Það er á þessum dögum talað um g j a f i r. Menn eru spurðir, hvort þeir vilji gefa, hvort þeir vilji hjálpa. Þeir svara margir með játandi gleði. Hugsum um gjafmildi mann- anna og gleðjumst. En gleymum ekki gjöfunum fná föður ljós- anna. Eg hefi oft spurt börn og unglinga: Átt þú hundruð þúsund krónur? Eg fæ fljótt neitandi svar. Þá spyr eg: Hve mikið vilt þú fá fyrir bæði augun þín? Viltu selja þau á 25 þús. krónur? Hve mikið vill þú fá fyrir hvorn fót, bvora hönd? Niðurstaðan verður sú, að vér eigum ómetanlegar gjafir, og finnum Iivers virði þær eru, ef vér ættum að missa eina af þeim. Það er gjöf að geta gengið, að mega að kveldi leggjast í rúmið og njóta svefns og hvíldar. Það eru margir, sem eiga ekki lier- bergi eða rúm. Þeir eru á flótta, heimilislausir, og fara svo margs á mis. Hugsum um gjafirnar og þökkum fyrir þær. Margir leila að gjöfum handa vinum sínum um jólin. Þessa gjöf handa dóttur minni og þessa banda konunni minni, þessa banda vini mínum og þessa lumda litla drengnum. Það eru margar gjafir. En það er til ein gjöf, það er gjöf með ákveðnum greini, gjöfin, bin fullkomna gjöf. Guð liefir gef- ið oss gjöfina. Þess vegna liöldum-vér jól. Guð gaf gjöfina, af því að Iiann elskaði oss mannanna börn. ,,Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, lil j)ess að liver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur bafi eilift líf“. Það er eðli kærleikans að gefa. Guð er kærleikur. Þess vegna gaf hann. Hvað gaf hann? Hið besta, gj öfina, son sinn, er varð frelsari mannanna. Þetta er h i n f u 11 k o m n a g j ö f. Menn þakka á heilagri jólanótt vinum sínum góðar gjafir. Þökkum Guði gjöfina, sem er eins fullkomin nú í kvöld, eins og fyrir þúsund árum, altaf hin besta og fullkonmasta gjöf. Alt annað hverfur i samanburði við gjöfina. Guði séu þakkir fyrir sína óumræðilegu gjöf. Þessi gjöf var send, er Ágústus var keisari. Höll keisarans er í rústum. Þessar rústir sjást enn í dag á Palatinsku ræðinni i Rómaborg. En yfir fæðingarstað barnsins, er lagt var í jötu, er fögur kirkja, og miljónir manna hugsa þangað á þessari jólanótt. Þegar konungabörn fæðast er það tilkyiít með mikilli viðhöfn. Það fæddist kommgsbarn. Það var ekki rúm banda móður þess í gistihúsinu. Alt var svo fátæklegt. En himininn var opinn yfir hinu lága fjárhúsi. Þegar konungsbarn fæðist má líta marga í skartklæðum. En hér sjást þreyttir liirðar í snjáðum hversdags- klæðum. En í kringum þá ljómar dýrðarbirtan. Þeim er flutt fregnin um þá gjöf, sem þá var fullkomin, og er það enn. Þá var haldin b i n f v r s t a jólaguðsþjónusta, og þá var glaðst yfir gjöfinni. Miljónir manna hugsa í kvöld um þessa j ólaguðsþ j ón us t u. Þessi guðsþjónusta var lialdin í kirkju, þar sem liátt var undir loft. Það var bjart í þeirri kirkju. Ljósin voru ekki spöruð. Hvað fær jafnast á við þá birtu, er dýrð Drottins skín? Það var söfn- uður í kirlcjunni, og þar sem söfnuður er, þar eru vonir, þar eru spurningar, þar eru áhyggjur. pannig var þessi söfnuður, ungir hirðar með bjartar vonir í hjarta, æskudraumar áttu heima lijá þeim. Þar voru liirðar með áhyggjur á erfiðri næturstund. Kveikt var á ljósunum. Guðsþjónustan byrjaði. Presturinn kom i kirkjuna. Sá prestur var sjálfur heilagur og lýtalaus. Hann kom beint frá ljóssins beimkynnum. Ræða bans var stutt, en efnisrik. Þar má engu orði sleppa. Tilkynning er gefin út um bina fullkomnu gjöf. Það er skýrt frá fæðingu barnsins, sem er bæði frelsari og Drottinn. Þessi jólaprédikun er svo skýr, að vér kunnuin liana orði til orðs. Að prédikuninni lokinni er sunginn jólasálmurinn, og það voru góðar raddir í þeirri söngsveit, því að það voru hinar liimnesku hei’sveitir, sem sungu. Út frá þessari jólaræðu bafa verið lialdnar jólaprédikanir ár eftir ár á mörgum tungumálum, og binn fyrsti jólasálmur var byrjun lofsöngsins, er hljómað hefir um aldaraðir og einnig nú i kvöld. Það var talað og sungið um gjöfina. Það er í kvöld talað og sungið um bina sömu gjöf. Eg sé hina uppljómuðu kirkju, og sé menn ganga þangað með heilagri gleði og lotningu. Híbýli mannanna eru ljósum prýdd, Ijós jólatrjánna gleðja augu barnanna og varpa birtu á rúm sjúk- linganna. Eg bevri svo víða jólasálma, og heyri óminn af hinu eilífa jólalagi. Gleðjumst yfir liinni lieilögu sögu um bina fullkomnu gjöf. .Tá, hér er h e i 1 ö g s a g a. Sjáðu litlu lindina, litla lækinn, sem er orðinn að stóru fljóti. Sjáðu barnið í jötunni og bina fátæku móður. En sjáðu einnig sigur jólanna. Sjáum það fyrir oss, bvern- ig jólaboðskapurinn breiðist út um heiminn, frá austri til vesturs,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.