Vísir


Vísir - 24.12.1938, Qupperneq 5

Vísir - 24.12.1938, Qupperneq 5
VlSIR 3 JÓL í FLÓRENS Mynd þessi er tekin al' Ríkarði Jóns- syni í Ítalíuför hans. Er hann með lítinn hatt, sem hann notaði á ffrímu- dansleiknum, sem getið er um í greininni, og í færeyskri peysu, sem kom honum að góðu haldi, með því að upphitun er sama og engin þar syðra, þótt að vetrarlagi sé, en kuldi getur verið mikill. E EFTIR RIKARÐ JONSSON FTIR allsögulegt ferðalag frá Munchen, náðum við ferða- félagarnir, Ingólíur Gislason, læknir í Borgarnesi, Da- \ið Stefánsson skáld og ég', lil Florens á Ítalíu, laust fyrir jólin 1920. Slajjp ég nieð leynd inn í Iiina merkilegu Florensborg, því að passa mínum og nokkrum peningum var stoli'ð af mér soíandi í járnbrautarvagni milli Boulogna og Florens. Á þeirri leið har það meðal annars lil tiðinda, að við félag- arnir tókum að okkur að passa harn fyrir veika slúlku, sem við kölluðum „Alparósina“, sem var á leið til Florens, eins og við, en á járnbrautarstöðinni í Boulogna, sem er ógurlega vandrötuð teinaflækja, hvarf stúlkan með öllu, þegar skift var um lest. Sátum við nú uppi með barnið svangt, veikt og hágrátandi, marga klukkutíma, unz liin unga móðir þess hraust, af sér gengin af harmi, fram úr hinni þéttu mannþyrpingu jólalestarinnar, og urðu allir aðilar alls hugar fegnir. — Ann- ars er sagan af þessu barnfóslri okkar miklu lengri. En þessi pistill átti að vera um jól í Flórens, og verð eg því að sleppa sögunni um Alparósina og barnið hennar, i þetta sinn. I þann tið var ferðabréfaskoðun mikil og nálcvæm, livar sem við komum. Nú var ég passalaus, svo sem áður er sagt, og slapp eg inn í Florensborg með þeim hætti, að eg fór inn um það lilið, sem þeir gengu um, er úr borginni fóru. Lél eg mig hverfa þar i mannfjöldanum, þó vitanlega beint á móti straumi, og mjakaðist þannig hálföfugur út af járnbrautar- stöðinni og inn í horgina. Mátti þar um segja, eins og skáldið kvað: „Sit ég nú með séra-brand og' sig'li móti vindi“. Félagar mínir fóru vitanlega um hið rétta hlið og sýndu passa sína af mikilli lcurteisi. Við tókum okkur dvalarstað hjá dönskum systrum, Jörgen- sen að nafni, og höfðu þær matsölu og gistihús í Florens, aðal- lega fyrir n'orðurlanda ferðamenn. Þær voru báðar ógiftar og virðulegar mevjar, og' komnar á þann aldur, að ungfrúar- titillinn myndi hafa verið nokkuð lijáleitur. Gislihúsið virt- ust þær reka með dugnaði og myndarskap; höfðu þær stórt lms á leigu á fögrum stað við Arnofljótið. Dvöldum við þar um mánaðartíma. Heimilislifið á „Pencione Scandinave“, — svo hét gististað- urinn, — var lii'ð skemtilegasta, enda nýir og nýir farfugl- ar, sem staðnæmdust þar lengri eða skemri tima, á leið til borgarinnar eilífu, Róm. Mest voru það myndlistamenn, skáld, söngmenn og aðrar fróðleiksfúsar og feguirðarþyrstar sálir, er staðnæmdust á þessu farfuglaheimkynni. Florens reyndist mér að vera mest a'ðlaðandi og yndisleg- ust allra þeirra hoi-ga, er ég sá á Ítalíu. Ber ýmislcgt lil þess; fagurt borgarstæði, fagrar, eldgamlar byggingar, og listigarð- ar, og söfnin, sem eru hreinasti „draumur“ og fegurðar- opinberun. Nú er frá þvi að segja, að þær Jörgensens-systur voru í kunningsskap við aðalsfrú eina þar i borginni, og haf'öi hún þá venju, að gera þeim systrum heimhoð mikið um jólaleyt- ið, með tilheyrandi grímudansi og annari skemtun og rausn. Vi'ð vorum svo heppnir, að vera í Florens eimitt uin það levti sem jólafagnaður þessi skyldi standa, og lilökkuðu allir til að koma á há-ítalska jólaskemtun. Eklci man ég hversu margir fóru úr „Pencione Scandinave“, líklega um það bil 3 tugir Rúðhúsið og ráðhústorgið i Flórens. manna, og' álíka margt var fyrir af ítölsku kunningjafólki frúarinnar, — þess verður að geta, að maður hennar var á ferðalagi. Skemtunin fór fram eftir föstum reglum ár frá ári. Sér- staklega voru fyrstu liðirnir fast skorðaðir. Ekki var þar kaffi- borð né kökur, heldur var byrjað með því að hressa sál gest- anna i þar til gerðum heimilisbar, — það er að segja veit- ingastofu, sem hver gat gengið inn i og beðið um hvaða vín sem hann vildi. Þó var sú öryggisráðstöfun viðliöfð, að karl- maður fékk ekki afgreiðslu við vínborðið, nema hann hefði dömu með sér. Grímudansinn hófst mjög skjótt, og voruiri við Norðurlandabúarnir allspentir, að sjá hinar itölsku meyjar kasta grímunni, og álika liefir skandinaviskn stúlkunni sjálf- sagt verið innanbrjósts gagnvart ítölsku piltunum. Því flest er það fólk fegurra ásýndum en við liér norðan Alpafjalla, jafnleitt, sléttleitt og skiflir fagurlega litum. En aðsópsmeiri og hreimþyngri fanst mér Norðurlandabúarnir, þó ófríðari séu. Eftir að grímu var kastað, var enn dansað lítið eitt. Þá var tjaldi svift lrá stóru jólatré í öðrum enda salsins. Þar draup smjör af hverri grein. Á hinu fagurskreytta jólatré, svign- uðu greinarnar undan ávöxtum, smáum vinflöskum og jóla- pokum með smurðu brauði, einnig sátu gervifuglar á grein- um þess, hér og þar, item snædrif og skrautkúlur. Sameigin- legt borðhald var þar ekkert, öðruvísi en það, að hver sat eða stóð, eftir vild, og stifði brauðið og ávektina úr hnefa, og dreypti á sig af litlum flöskum, sem fylgdu með hverjum brauð- poka. Þær voru á stærð við ljósperu, og líkar að lögun, fullar af ágætu konjaki, og var fléttað eða riðið fínum bastmöskv- um utan um þær upp til miðs. Þar i var hankinn festur. Slik- ar flösku, stærri og smærri, kalla ítalir „Bottilia“, sbr. bottla, — eins og sagt er hér. Á undan eða eftir borðuninni var sá liður á dagskránni, að veislugestirnir áttu að syngja þjóð- söngva sina. og þar að auki minst tvo aðra söngva, hver fyr- ir sitt land. Við íslendingarnir vorum fáliðaðastir, aðeins tveir, þvi að skáldið var ekki i veizlunni. Við skiluðum samt okkar þjóð- söngvum með tiltölulegum lieiðri. Dansleikurinn gekk nú sinn gang. Hið eldþrungna augna- ráð ítölsku meyjanna kom okkur skandinövum ekki neitt illa og þvi siður hlóðheit armlög þeirra í dansinum. Við og við bauð maður þeirri, er maður dansaði við í það og það sinn, með sér fram i veitingalierbergið, til að hressa sálina. Mig

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.