Vísir - 24.12.1938, Side 14

Vísir - 24.12.1938, Side 14
12 VlSIR varð enn dýpri, hugsanirnar þungfleygari. Þama sáiu þau hjónin i skini steinolíulampans á hvilskúraða horðinu, og átu brauð sitt þög- ul, og drukku kaffið úr rósóttu hollunum sínum. Það fór að liða á kvöldið. Eimerd tróð í pípuna sína og kveikti i. Hann hlés frá sér grá- bláum reyknum og hann bylgj- aðist um herbergið, kringum hið gulleita ljós lampans. Kann- ske liafði þetta róandi áhrif í huga bóndans, því að hann yrti á konu sína. En liún svaraði engu. Þá reiddist liann á ný. En hún sat þarna í hnipri og strauk hár frá enni. En það kom ekki orð yfir varir hennar, þótt hann héldi áfram nöldri sínu. „Fari í logandi —- hefirðu mist málið?“ Hún horfði á hann — svaraði engu. Hún lyfti brúnum, en var- ir hennar bærðust ekki. Það var augljóst, að hún kaus að þegja. Það var sem tunga hennar hefði lamast. Vegna þess, að liið illa hafði náð valdi á liuga manns hennar í svip. Þögul gengu þau til rekkju. Eimerd varð andvaka, en hann mæti ekki orð af vörum. Iíonan hafði snúið sér frá honum, þeg- ar, er hún lagðist fyrir. Máninn kom í ljós — hátt á himni, bjartur, svalur, dásam- legur og furðulegur. Hanna hafði áhyggjur þungar og stórar. Hún hafði bergt á bik- ar sem í var beiskur drykkur. Henni var liarmur í liug. Ein- livers staðar inst inni — i innstu fylgsnum hugans liafði sú Iiugs- un skotið rót, að hún mundi aldrei framar geta knúið sig til að yrða á mann sinn. Hún kvaldist af þessu — en það hafði líka sín góðu áhrif. Hún hafði verið sárt leikin — nú hefndi hún sín — nú varði hún sig — hvað gat hún annað gert? Og hcnni var nokkur fróun í því að hugleiða hvemig líðan manns hennar væri og hversu hann mundi iðra takmarkalauss hrottaskapar síns. Þögnin ríkti áfram. Ef til vill fann Hanna til löngunar — morguninn eftir og fram eftir degi — að sættast við mann sinn með því að mæla til lians, en það var sem barki hennar liefði lierpst samn og tunga hennar lægi máttlaus, lömuð, í munni hennar. Hún fékk eigi mælt. Aldrei mundi hún gela jrrt á hannáný,aldrei mundi hún geta látið undan. Drættirnir i munn- vikunum fóru að bera beiskju og liarðlyndi vitni. Hún varð þannig á svipinn, sem hún ætti ISLENSKIR HESTAR í ERLENDUM SKEMTIGARÐI. Þessi mynd, af íslenskum hestum, tekin í skemtigarði erlendis, mætli vel minna okkur á tvent — ferfættu útlagana sem fráleitt hafa gleymt shium gömlu átthögum í úllegðinni — og það, að fara ávalt vel með skepnurnar. Þær þurfa alt af nærgætni og góðrar umönnunar — en aldrei er þessa meiri þörf en á veturna. við likamlegar kvalir að búa og sálarangist. Allan daginn ríkti þögnin og þeim leið báðum illa. Ef orð féllu af vörum — var það Eim- erd, er mælt hafði, og það voru reiðorð, gagnslaus reiðiorð, og hann var sjálfum sér gramur, yfir að vera ekki eins þol- inn í þögninni og kona lians. Heimilislífið á býlinu þeirra var gerbreytt. Það var eins og annar himinn hvelfdist nú yfir bænum þeirra og útihúsunum og ökrun- um. Þungbúinn himinn. Og and- rúmsloftið var þungt inni í hús- inu — þar voru illar hugsanir á sveimi. En hesturinn, góðvin- ur þeirra beggja, slajipaði hóf- unum í leirgólfið I kofanum sín- um við hliðina á húsinu, svo að þau heyrðu það greinilega, þar sem þau sátu í kyrð sinni og einmanaleik í stofunni sinni. Þannig leið annar dagurinn, sá þriðji, og vikan öll. III. Sunnudag nokkurn, þegar ár- degismessan var úti, fór Eim- erd inn í veilingahúsið lians Mieke, „Ljónið“, og gaf sig á tal við Tijmen Goossens, toll- heimtumann þorpsins, mann um sexlugt. Hann sagði honum frá því, sem gerst hafði. Hann dró liann dálítið til hliðar, út úr þrönginni í veitingaherberginu, bar sem bændur höfðu safnast saman, drukku öl og reyktu úr pípum sínum, og ræddu almenn tíðindi. „Tijmen,“ sagði Eimerd, „mér og konunni hefir ekki samið í seinni tíð. Og eg fæ ekki orð upp úr henni. Hvað held- urðu, að gangi að henni? Það kemur ekki orð yfir hennar var- ir.“ Tijman Goossens klóraði snepilinn á öðru rauðbláa, stóra eyranu sinu með munnstykkis- endanum á löngu kritarpípunni sinni, hristi höfuðið, en svar- aði engu. „Tijmen,“ hélt Eimerd áfram, „þetla er alvörumál. Eg segi þér í trúnaði, að eg fæ ekki orð upp úr henni. Hún mælir ekki orð af vörum.“ Tijmen stakk munnstykkinu aftur milli fölleitra, þunnra varanna og blés frá sér reykn- um. „Kona, sem kann að þegja, Eimerd,“ sagði liann, „er mikils virði. Reyndu að koma því svo l'yrir, að framhald verði á. Eg vildi, að eg gæti liaft lík áhrif á konuna mina.“ Þessi var skoðun Tijmen Goossens. En Eimerd fór heim og var jafn einmana og fyrr i þögninni sem rikti í kringum hann og konu hans. Þau álu máltíð sína án þess að mæla orð af munni og Eimerd liafði varla kihgl seinasta bitanum, er hann stóð upp og gekk út á akur. Og þennan sunnudag vökn- uðu margar og einkennilcgar hugsanir í huga hans. Það var orðið allseint er hann kom heim. Birta vorkvöldsins var að smádofna, en kona lians sat inni og liafði ekki kveikt, þótt farið væri að liúma. Eimerd íor út í fjós, kveikti á Ijóskeiinu og settist á mjalta- stólinn. Þegar liann hafði mjólkað kýrnar fór liann inn í hesthúsið við hliðina á bænum, til þess að gefa hestinum þeirra, brúna, svartfexta, góða hestin- um þeirra. Hesturinn slóð kyrr, eins og ávalt, er dimma tólc. Þegar liann heyrði til Eimerds reisti liann höfuðið og sveigði makkann í áttina lil hans. Ei- merd gekk til hans og strauk makka hans lengi, lengi, og klóraði honuin um eyrun, og hestinum, góðvini hans og Hönnu, hkaði það vel. Svo hengdi Eimerd ljóskerið á krókinn og fylti jötuna höfrum og braut svartabrauð í mola og blandaði saman við hafrana. Hann lalaði í Iiálfum hljóðum við hestinn, sem horfði á liann stórum, dökkum augum, sem geymdu skin og skugga. Hest- urinn néri mjúkri snoppunni við ermina á vinnuskyrtu Eim- erds og liann fann eins og hlýj- an straum leggja að sér, er liest- urinn andaði frá sér gegnum útþandar nasaholurnar. Svo lyfti sá brúni höfðinu og stakk snoppunni i jötuna og hneggjaði af ánægju, liátt og kröftuglega, nokkurum sinn- um, því að hafrarnir voru lysti- legir og góðir átu. Og alt í einu hlakkaði í hug Eimerds. Eimerd hafði dottið náð í hug. Hann lá andvaka, þögull, við hlið konu sinnar alla nótt-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.