Vísir - 24.12.1938, Page 18

Vísir - 24.12.1938, Page 18
16 VlSIR borðið, hann og kona hans, söknuðu þau meira en nokkuru sinni návistar þessa góða vinar sins, og þau húgsuðu um hvern- ig hann liafði litið til þeirra á vixl, látið í ljós, að hann vildi meira, og þau mintust þakk- lætisins í augum hans. VI. Dag nokkurn fór Eimerd til þorpsins og fann gamlan múr- ara, Luther að nafni, að máli. Hann samdi við hann um að koma í vinnu til sín i bili. Og daginn eftir kom Luther gamli. Hann fór út í hestliús og liorfði í kringum sig og kom svo inn í stofuna. Og svo tók hann upp tréblýantinn sinn og teilcnihom og fór að draga línur á vegginn. Og svo byrjaði hann að höggva gat á vegginn, og notaði meitil, liamar og járnkarl, svo undir tók í öllu húsinu og hesthús- inu. Hann bjó til op sem var þrjú fet á hvern veg og gekk svo vandlega frá öllu með se- ment-skeiðinni sinni. Eftir nokkurar ldukkustundir var verkinu lokið. Og hann hafði fest króka i vegginn, undir op- inu, og Eimerd smíðaði jötu, sem hann hengdi á krókana. Og Eimerd hló og Hanna tók undir og hló með hqnum. Og svo, þegar þau settust að matborði næst, var sem það gerðist af sjálfu sér, að Stjarni kom að opinu og stakk höfð- inu inn um opið og beygði sig niður í jötuna, eftir sinni vana- legu gjöf, eins og hann hefði vitað það fyrir fram, að alt væri eins og nú var búið að ganga frá því. Upp frá þessu var hann hjá þeim. Hann hneggjaði lágt og glaðlega og heilsaði þeim eins og þeir, sem fagna vinum, er þeir töldu sig liafa mist. Dag hvern var hann hjá þeim, hann var með þeim á stundum dæg- urstrits og hvíldar. Þeirra líf var hans lif og hans lif þeirra. Stjarni gat séð borðið og stól- ana við vegginn og undir glugg- anum, og hann sá hið breiða rúm þeirra hjónanna, í fjarlæg- ari enda lierbergisins. Hann sá Hönnu á sýsli i herberginu og í hvert skifti, sem þau ræddu saman, Hanna og Eimerd, sperti Stjarni upp eyrun. Alllöngu eftir að búið var að sá vetrarrúginum fór að kólna í veðri. Og jörðin var hrimguð á hverjum morgni. Stirðnaðir akramir, aldnir og gráir, skört uðu hrimkápu sinni. pmur af klukknahringingu i þorpinu barst yfir akrana. Það hafði farið að dimma snemma eg svq fór snjómun að Waða niður. En þegar nóttin var liðin og hin rauða morgunsól kom upp, skein liún á alhvíta jörð og varpaði á hana rauðgullnum bjarma. Sjónarliringur var eng- inn og jörðin vaggaðist hvít og rauð og gullin, en húsin voru eins og svartir smáblettir í hvítri breiðunni, og á stöku slað leið reykur í loft upp. Á slíkum stundum, þegar hin fagra vetrarnótt með blikandi stjörnum sínum, býst til að kveðja og hinn nýi dagur rís i sínum fegursta skrúða, verð- ur nótt og dagur eitt, þau fall- ast í faðma, við hjartaslög hins eilifa lífs. Eimerd hafði kynt vel í stof- unni, farið margar ferðir til þess að sækja mó til þess að halda við hlýjunni. Kona lians lá í rúminu og við ldið hennar, i vöggu, fléttaðri úr brúnum tágum, litla barnið hennar. Hún hafði sótt það að dyrum guðsríkis og farið þang- að vegu bænarinnar. Það hafði verið sent lienni eins og döggin jörðunni. Yfir þeim, yfir kofa þeirra, hvelfdist háhiminn heilagrar,, kveðjandi nætur. Og óumræði- leg kyrð rikti í húsi þeirra hjónanna, Eimerds og Hönnu og barnsins — og hestsins, góð- vinar þeirra. Hann teygði liáls og liöfuð inn i stofuna, utan úr dimmunni, og það var undruii i augunum hans dökku. Hann sperrir eyrun, þvi að hann lieyr- ir hljóð, sem hann kannast ekki við. Glampinn af arineldinum speglast í augum lians. Hann lítur á hina miklu auðlegð, sem þeim lijónunum hefir hlotnast og varðveitast á innan þessara veggja. Hann fylgir Eimerd eftir með augunum, er hann lyftir barninu varlega úr vögg- unni, og leggur sem snöggvast að þreknum barmi sinum, og svo að brjóstum Hönnu. Hún gefur því brjóstið, gefur ])vi alla hlýju sína og ást. Hún sér ekkert nema þyrstan barn- ungann við brjóst sitt. Og birt- an, sem Ijómar í svip hennar, er birta hreinleikans og ástarinn- ar, scm skín ofar öllu dauðlegu. Hið fegursta, sem hlotnast gel- ur hér á jörðu .... A. Th. þýddi. ■* 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.