Vísir - 24.12.1938, Qupperneq 23
VÍSIR
21
lag, til þess að endurskipuleggja
þjóðfélagið.
Undrun liennar virtist aukast
enn meira. „Yður er það einnig
ljóst? En ef til vill eru þér ekki
eini maðurinn, sem er á þessari
skoðun. Vera má að þetta félag
eða bandalag sé þegar til“, bætti
hún við eins og í trúnaði.
„Er það satt?“ hrópaði hann,
eins og maðnr, sem skyndilega
• fær lieita ósk sína uppfylta.
Ilún spratt á fætnr, er hann
sagði þetta og lagði hönd sina á
handlegg lians. „Þei, þei -— ekki
meira um þelta núna. Þetta er
ekki rétta stundin til þess að
ræða það. Og maðurinn minn
er að horfa á okkur.“ Hún and-
' varpaði. „Afbrýðisemi er víst
eini mannlegi eiginleikinn, sem
liann hefir til að Ijera! Eg mun
ifara í útreiðartúr í fyrramálið,
fe’ins og venjulega. Ef við hitt-
Timst þá, getum við talað um
þetta nánara.“
Þegar Bazancourt fór frá Rue
St. Claude, var liann þess full-
viss, að nú yrði þess ekki langt
að bíða, að liann gæti flett of-
an af þeim. Hann gat sér þess
til, að greifafrúin myndi segja
manni sínum það, sem þeim
liefði farið á milli og að hún
teldi Bazancourt líklegan bjána,
sem gæti orðið ]>ægilegt verk-
færi í höndum þeirra. Aulc þess
myndi liann ræða um að láta
hann taka hin liærri stig frímúr-
arareglunnar .... Og til þess
að hætta ekki við hálfnað verk,
hrá hann sér á hestbak morgun-
inn eftir. Hann var klæddur
himinbláum frakka.
Hann var búinn að fara eftir
endilangri Cours de la Reine og
var að nálgast skóginn, er hann
« kom auga á greifafrúna. Eins
og venjulega reið hún gráum
arahiskum gæðingi, og i noklc-
urri fjarlægð fylgdi henni hinn
sikileyski þjónn liennar, Pas-
quale, en virðing hans fyrir
húsfreyjunni liafði verið styrkt
mjög upp á síðkastið með mútu-
gjöfum de Bazancourts. Það
hafði svo æsandi áhrif á hann,
hversu tígulega hún sat hestinn,
og hversu auðveldlega liún
hafði stjórn á honum, að þeg-
ar hann var húinn að ná henni
og reið við lilið hennar, þá snér-
ist samtal þeirra um alt annað
en mannréttindi. Hið raunveru-
lega takmark hans gleymdist,
vegna þess unaðar, er hann
kendi af návist hennar. Og hann
gekk svo langt i þessu, að hún
varð að lokum að gefa honum
áminningu.
„Var það vegna þcssa lic-
góma, að við hittuipst hér í
dag?M
GLEÐILEG JÓL!
Smjörhúsið Irma.
GLEÐILEG JÓL!
K. Einarsson & Björnsson.
GLEÐILEG JÓL!
BIFREIÐASTÖÐIN BIFRÖST,
Hverfisgötn 6. Sími 1508.
„Hégóma? Þér eruð grimm-
lyndar. Er ástin hégómi?“
„Þér megið ekki tala um ást
við mig, herra minn. Þér vitið
ekki um liætturnar, sem þér
stofnið mér í með sliku hjah.“
„Eg óttast þær ekki ....“
„En þér verðið að gefa gaum
að þeim. Þér verðið að hafa það
hugfast, að eg er eiginkona
Cagliostros. Þó að hann sé
bliður eins og lamb í öllu við-
móti, þá ræður hann yfir hin-
um ógurleguslu dularöflum,
sem væri óðs manns æði að
leysa úr læðingi.“
„Þótt hann væri herra yfir
eldingunum og gæti sprengt
mig í loft upp með þeim, þá
verð eg samt að láta yður vita
um tilfinningar minar. Sera-
fine! Heyrið rödd hjarta mins!
Þér hljótið að láta hrærast af
tilfinningum mínum.“
„Eg verð að gera það, vinur
minn! Eg verð að gera það.
Vegna okkar beggja.“
„En þetta er næstum þvi
játning.“
„Nei, svo er ekld“, maldaði
hún í móinn, en á þann hátt, að
það sannaði einmitt það gagn-
stæða. En svo náði hún skyndi-
lega aftur valdi á sér. „Svona,
vinur minn“, tók hún til máls.
„Þér verðið að veita mér styrk.
Við ætluðum að tala um alvar-
leg mál í dag. Við ætluðum ekki
að liugsa um sjálf okkur, held-
ur þær miljónir manna, sem
stynja undir oki harðstjór-
anna.“
„;Ó-já“, sagði hann og stundi
þungan. Hann undraðist hversu
honum var illa við að fylgja eft-
ir sigrinum frá kveldinu áður.
Það var ef til vill skapið, sem
hann var i — ástarbálið i brjósti
hans — sem varð þess valdandi,
að hann misti sjónar á hinu
raunverulega takmarki sinu —-
svo að ekkert varð á samtalinu
að græða. Þegar hann athugaði
það, hve mikið erfiði hann
hafði lagt í sölurnar, þá
langaði hann til þess að fá það
endurgreitt með ástarorðum —=
i stað þess að leggja á sig enn
meira erfiði! Hann liresti sig
upp og sagði all hranalega:
„Þér ætluðuð að segja mér
eitthvað um félagið, sem á að
lækna þessar veilur.“
Hún snéri sér að honum:
„Átti eg að segja yður frá þvi?“
Hún virtist mjög undrandi.. —
„Yður hefir dreymt, vinur
minn! Hvernig ætti eg að geta
sagt yður frá þvi, sem eg veit
ekkert um?“
„Sögðuð þér ekki, gð þetta fé-.
lag væri til?“
„Nei, nei. Eg iét að elns á méc
sHiiiá. áð Imð m\\ vmP, til, 0(jj
8