Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 35

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 35
VÍSIR 33 I Verndarmerki og siðir. (Kaþólskir og lúterskir helgisiðir.) (Úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar, þjóðsagnasafnara. Tekið úr óprentuðu handriti.) Kom, Andagiftar Andi. jól 1938 Ó, hjörtu, brennið, heimtið nýjan sið, —- því heimurinn á alt of marga trúða, ;og alt of fjölment, latt en sjálfglatt lið af leikurum — í alskgns helgiskrúða. En þeir eru fáir, — alt of fáir enn, sem ekki hirða neitt um stimpla og merki, en geta talist góðir, vitrir menn, sem guði þjóna — svikalaust — í verki. Oss vantar menn, sem vígir lífið sjálft, og vormenn þess með réttu kallast mega, — já, guðsmenn þá. sem gefa ei líf sitt hálft, en guðaveigar andans sífelt teiga. Kom, Andagiftar Andi, með þinn blæ, sem opnar þrönga hugi vanans barna, svo nái að sldna um náttmgrk lönd og sæ með ngjum Ijóma — hin gamla jólastjarna. Lát hjörtun brenna og hrópa á ngjan sið, svo heimurinn fái í mgrkri Ijós að eggja, og fái loks vor jörð sinn jólafrið og — Jesús þurfi e k k i á krossi að degja ... . G r é tar F e 11 s. Eins og signingar og krossan- ir þóltu hafa þýðingu til góðs með þvi, að verja menn fyrir ýmsu illu, var eðilegt að hin sýnilegu merki og áþreifanlegu þættu ei gera það síður, enda var mikil trú og tilheiðsla, og enda áheit liöfð á krossmerkj- unum. Má og minna á krossa þá, sem kaþólskir hafa á skip- um sínum. Víða hér á landi hafa og verið reistir krossar á þeim stöðum, þar sem menn liafa far- ist eða látist voveiflega, einkum ef menn héldu það af völdum ó- vætta og illra anda; auðvitað til að fæla brott liinar illu verur og óvætli. Verður liér að nægja að benda á fáein dæmi, t. d. kross- inn í Kaldaðarnesi, er menn hétu lengst og mest á, krossinn, sem stendur enn í Njarðvíluir- skriðum og nafnið Róðukot í Hörgárdalnum. Njarðvíkur- krossinn var settur til að varna Nadda eða öðrum óvættum að setjast þar að, en róðan í Róðu- koti til að eyða og hamla draugagangi. Einn þesskyns kross stóð lengi í öxlum, nærri Sleðbrjót í Jökulsárhlið, þar sem drengur liafði farist af völdum álfa, að menn héldu. Stundum létu menn nægja að leggja þar eftir steina í lcross, er menn fundust dauðir. Því hafa krosssteinar legið allt til þessa á leirunni við Skorvadals- á í Hrafnlcelsdal, þar sem Gunn- laugur Árnason fanst dauður. Við þessa krossa höfðu menn löngum bænahald og áheit mik- il, því líkt sem Strandarkirkja nú. Fram á tíð núlifandi manna var siður að biðjast framfall- andi fyrir hjá krossinum í Njarðvíkurskriðum. Nú er þetta að liverfa. Allmargir hugðu, að ])að hefði riðið Gissuri biskupi Einarssyni að fullu, að hann reif niður Kaldaðarneskrossinn. — Njarðvikurkrossinn er líkl. sá eini þessháttar kross, sem enn er uppistandandi, því hann er jafn- ótt nýjaður upp og hann bilar. Stundum rak trélcrossa og líkn- eskjur af sjó og voru þau þá hirt og geymd sem verndar- gripir á heimilum. Þannig er það með Fannardalskrossinn á Norðfirði, er rak fyrir löngu síð- an, og þar sem síðan er kend við hann Krossfjara. Var hann álitinn sendur af forsjóninni, fyrir bænarstað séra Jóns prests í Vallarnesi, í þeim til- gangi að varna því, að tröll spyrntu saman Fannardalnum, og að flæma þau brott, sem og varð. Þessi kross var þá geymd- ur til skamms tíma í Fanuardal, lieitið á liann og gefnar til hans gjafir. Nú er hann í Forngripa- safninu i Reykjavík. Bænahöld voru liöfð við liann framan af. Líklega hefir þessi lcross upp- haflega verið dýrlingslíkneskja og verndarmerki á kaþólsku skipi. — Enn í dag sælast marg- ir eftir því, að hengja Krists- mvnd, Maríumynd, myndir dýr- linga og góðra manna á þiljur yfir rúmum sínum. Þessu skylt var það, hvílíka trú menn höfðu á fyrirbænum klerka, vfirlestr- um og söngvnm, lielguðu víni og messuldæðum og lifir tals- vert cftir enn af þessari trú. Þar með má nefna vigt vatn og vígða mold til lækninga. Nú mun vera að mestu hætt, að breiða messuföt yfir sjúka, að liella vígðu messuvíni eða vatni í auga þeirra barna, er þykja sjá margt. Að lækna reform o. fl. með greftri úr kirkjugarði hef- ir verið venja til skamms. Þá voru og venjurnar, sem ekkert áttu skylt við helgi: Sperrureis- ingar, pottlivolfingar og fleira. Að góð hegðun sé lánsmerki, en ill liegðun ólánsmerki trúa sumir enn, en einatt virðist þeim fækka, sem því þykja trúa, efltir því sem mentunin vex. Víða eldir eftir af merki- dagatrú. Trúin á ýmsa staði, fyrirbænir og þjónustu fer ein- att minkandi. Til skamms þótti þó víst, að sjúkling mundi batna til annars hvors, er trúaður klerkur bað fyrir honum. Ýms- ir báru fyr meir á sér helgar þulur, bænir og vers til vernd- ar. Og þar með svonefnd himnabréf. Nú er ]>etta nær al- veg horfið. Um trú á drauma, fyrirbrigði og dularverur er mönnum kunnugt. Það breytist eins og tíðarandinn. Á næstliðnum mannsöldrum var það siður karla, ]>egar þeir fóru að heiman til sjós eða lands, að laka þegar ofan er þeir gengu úr hlaði og lesa upp- hátt Faðirvorið eða Ferðabæn- ina, eða hvorttveggja, ganga síð- an til hvers manns á heimilinu og bjóða lionum góðar stundir með kossi. Ei veit eg hvort þetta liefir verið svo um alt land. Til skamms liafa og sumir haldið þann sið, að taka ofan og lesa sjóferðamannsbænina, áður en þeir réru út. Einn formaður, er eg hefi verið með um 1900, gerði þetta er við komum á flot. Hann var vestfirskur. Til þessa liefir það verið al- venja, að drepa þrjú högg í þrenningarnafni að dyrum eftir dagssetur og kalla inn og segja. „Guð gefi ykkur gott kvöld“ eða „góða nótt“, eftir því livort stóð þá yfir. Var þetta kallað að guða. Var þá tekið undir inni: „Gúð blessi þig“ og spurt að heiti. Að morgni var kallað inn um gluggann: „Guð gefi ykkur góðan daginn“. Á sama tíma fóru og þessi ávörp fram þegar menn mættust í fyrsty sinni, ef eigi var heilsað alveg og kvst og sagt: „Ivomdu sæll“, éða „komdu sæl“ o. s. frv. Nú er þetta alt öðruvísi, því ]>etta þykir ófínt. Kalla menn nú á gluggann: „Góðan daginn“, „gotl kvöld“, eða ganga að dyr- um og dangla þar ótt og títt, ó- reglulega eins og kaupstaðar- jómfrúr, þar til einhver kemur út, eða ]>eir hlaupa inn og má þá þykja gott ef þeir kasta kveðju á fleiri en einn. Þetta þykir fínast. Áður var það siður, að fylgja gestum í baðstofu, er voru einu húsin hjá almenningi, nema þá frammidyraloft. Þegar inn kom, sagði gesturinn og tók ofan. „Hér sé guð“. Heilsaði svo hjónunum fyrst með kossi og siðan hverjum af öðrum. Óæðri gestum var réttur matur í kjöltu, en liöfðingjum á borð. Bændu þá gestir sig, lásu borð- bæn i lágum liljóðum, signdu sig og sögðu: „Gefið mér í guðs- friði“. Og að lokinni máltíð: ,,Guð launi matinn.“ Allar þess- ar venjur munu nú vera horfn- ar, nema þá í fáferðugustu sveitum. GLEÐILEG JÓL! Ásgeir Ásgeirsson Versl. Þingholtsstr. 21. :•: [BflllBininnill ■ ■ B ■ GLEÐILEG JÓL! Litla bílstöðin. ■HBIIIBBIIIBIHIII 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.