Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 9
formálar
ÁVARP FORMANNS VFÍ
A þeim tíma sem liðinn eru frá því aðalfundur VFÍ árið 2008 var
haldinn, í marsmánuði síðastliðnum, og fram til þess að árbókin
kemur út nú í desember hefur íslenskt þjóðfélag sannarlega orðið
fyrir röð áfalla. Þetta eru áföll sem sum hver hafa nú birst okkur
í formi tapaðs sparifjár, stigvaxandi verðbólgu, minnkandi kaup-
máttar og fjöldauppsagna. Það er við því að búast að birtingar-
myndirnar verði enn fleiri, þótt ég láti vera að spá fyrir um þær
hér, og að leiðin út úr efnahagskreppunni muni liggja um grýttan veg.
íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir þungu höggi. Risin er alda uppsagna og hún skellur
á verkfræðingum, sem öðrum. 1 aðstæðum sem þessum eru verkefni félagsins því af
öðrum toga en í venjulegu árferði. Forysta þess hefur átt fundi með ráðamönnum og
hagsmunaaðilum, s.s. iðnaðarnefnd Alþingis, formanni fjárlaganefndar Alþingis,
Nýsköpunarmiðstöð, Samtökum sprotafyrirtækja og fleiri, vegna alvöru málsins en
verkefnaskortur blasir við á verkfræðistofum landsins. Ríkisfyrirtæki og sveitarfélög
virðast ætla að stöðva framkvæmdir og undirbúning þeirra að miklu leyti og áhrifanna
er þegar farið að gæta. Tæknimermtað fólk á yfirleitt auðvelt með að fá störf við hæfi
erlendis. Það er því hætta á að á næstu mánuðum hverfi þeir einstaklingar úr landi sem
nú horfa fram á atvinnumissi. Brýn þörf er á að opinberir aðilar grípi til tafarlausra
aðgerða og komi í veg fyrir þekkingarflótta. Með því móti yrði hægt að brúa bilið og
skapa forsendur þess að uppbygging geti hafist fyrr en ella. Með því móti yrði hægt að
brúa bilið og skapa forsendur þess að uppbygging geti hafist fyrr en ella.
A undanförnum vikum hefur því megináhersla í starfsemi félagsins kristallast enn frekar
- að vera vettvangur umræðu og upplýsingamiðlunar fyrir verkfræðinga, af öllum þeim
sviðum þar sem þeir hafa haslað sér völl. í samstarfi við SV og TFÍ hafa fundir verið
haldnir til kynningar fyrir þá einstaklinga sem nú horfa fram á breyttar aðstæður. Innan
stjórnar VFI er leitast við að finna farsælar leiðir að því hvernig félagið geti stutt sem best
við félagsmenn sína. Ég er þess fullviss að fólk með verkfræðimenntun stendur vel að
vígi að skapa sér sín eigin tækifæri. Sú auðlind sem felst í menntun, þekkingu og hugviti
verður aldrei frá mönnum tekin. Á stundum sem þessum er nauðsynlegt að virkja þá
auðlind, virkja möguleika lífsins og ekki síst að leita nýrra leiða. Margir hafa á ein-
hverjum tímapunkti unnið verkefni eða rannsóknir sem ekki varð framhald á. Eða fengið
hugmynd sem ekki hefur gefist tækifæri til að útfæra, fyrr en hugsanlega nú. Það er
mikilvægt að tryggja að þeir sem nú hverfa frá störfum, hver svo sem þau eru, hafi ein-
hver úrræði til atvinnusköpunar. Öll þekkjum við einhver fyrirtæki sem hafa stigið sín
fyrstu skref sem afmarkað verkefni fárra verkfræðinga, eða verkfræðinema, og starfa í
dag á alþjóðlegum mörkuðum með mörg hundruð manns í vinnu. Það þarf að veita
hugmyndum nýsköpunar og frumkvöðlavinnu brautargengi, og beina í farsælan farveg,
en jafnframt að styðja við þá starfsemi sem þegar er komin á legg. Hvort heldur það eru
fyrirtæki, skilgreind sem sprotafyrirtæki, sem þegar hafa slitið barnsskónum, og/eða
önnur fyrirtæki sem nýta þann mannauð sem í verkfræðingum býr. Verkfræðifyrirtæki
eru í eðli sínu þekkingarfyrirtæki og verðmætasköpun slíkra fyrirtækja er sá grundvöllur
hagvaxtar sem horfa þarf til. Verkfræðingar eru vel í stakk búnir að taka þátt í nýjum
verkefnum á komandi árum.
í upphafi árs tók gildi nýtt skipulag á rekstri skrifstofu VFI. 1 dag standa því eftirtalin
félög að rekstri skrifstofunnar en það eru Verkfræðingafélag íslands (VFI), Stéttarfélag
Félagsmál Vfí/TFÍ
7