Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 10
verkfræðinga (SV), Tæknifræðingafélag íslands (TFÍ) ásamt Kjarafélagi þess (KTFÍ).
Ánægjulegt var að sjá samninginn ganga eftir og hvernig hægt er að sameinast um nýt-
ingu á starfskröftum. Samstarfið hefur gengið vel og fyrir vikið er það öflugari eining
sem heldur utan um öll félagsmál verkfræðinga.
Skýrslutæknifélag íslands og Verkefnastjómunarfélagið höfðu leitað eftir því síðastliðinn
vetur að leigja skrifstofur í Verkfræðingahúsinu. í félögunum eru margir verkfræðingar
virkir og vel fer á því að hýsa þessi félög með þeirri starfsemi sem fyrir er í húsinu. Þegar
fyrirspurnin kom var ekkert rými laust til útleigu. Stjórn VFI afréð því að segja upp
leigjendunum á jarðhæðinni og flytja skrifstofuna í það pláss. Á upphaflegum teikn-
ingum hússins hafði verið gert ráð fyrir þeirri tilhögun, enda ákjósanlegt að sú starfsemi
sem þjónustar félagsmenn sé beint af augum þegar komið er inn í húsið. í sumar var því
ráðist í nauðsynlegt viðhald og endurbætur og einnig var gluggi í stigahúsi endur-
nýjaður. Skrifstofan var svo flutt í lok sumars og er hin nýja aðstaða eins og best verður
á kosið. Um svipað leyti tók til starfa nýr framkvæmdastjóri, Árni Björn Björnsson. Árni
býr yfir dýrmætri reynslu af félagsmálum verkfræðinga og er flestum hnútum kunnugur
í starfi félagsins.
I haust kom út fimmta bókin í ritröð félagsins en hún ber heitið Sementsiðnaður á Islandi
í 50 ár. Á ári komandi kemur svo út bók um Verktaka á íslandi. Upphaflega voru
fyrirhugaðir tíu bókatitlar í ritröðinni þótt enn sé ekki frágengið hver efnistökin verða í
þeim sem á eftir koma.
Það er ánægjulegt að sjá hve góð þátttaka er í viðburðum á vegum félagsins. Árshátíðin
í byrjun febrúar og hið árlega síðsumarsgolfmót skipa fastan sess í starfi félagsins. Þetta
eru ákaflega vel sótt mannamót, sem og aðrir fundir á vegum nefnda og deilda. Samstarf
innan stjórnar, við deildir og nefndir, hefur verið með ágætum. Þessum aðilum þakka ég
öllum fyrir samstarfið, sem og starfsfólki félagsins. Sérstaklega vil ég þakka Loga
Kristjánssyni, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins hinn 20. september
síðastliðinn, fyrir óeigingjarnt og farsælt starf í þágu þess.
ÁVARP FORMANNS TFÍ
Bergþór Þormóðsson Enn á ný standa félögin að útgáfu árbókar. Vandaðs rits með rit-
formaðurTFl rýndum greinum, vísindagreinum og ritgerðum um hin marg-
___________víslegu efni tækni og vísinda.
Allt starf félagsins hefur undanfarna daga snúist um þau málefni
sem steðja að landi og þjóð. Um fátt er annað rætt manna í milli en
þá stöðu sem þjóðfélagið er komið í. Vísindi og tækniþekking er eitt
af því sem ráðamönnum verður tíðrætt um sem bjargræði. Aðstæður þær sem eru að
vinda upp á sig valda því að fyrirtæki sjá sig knúin til að segja starfsmönnum upp laun-
aðri vinnu. Við vitum að dregið hefur úr vinnumagni á verkfræðistofum og önnur fyrir-
tæki fylgja fast á eftir, bæði í byggingariðnaði og framleiðslu. Þegar þetta er skrifað eru
ekki komnar fram neinar lausnir sem hægt er að benda á. Ráðamenn þjóðarinnar hafa
ekki tekið ákvörðun um aðgerðir eða framkvæmdir sem sporna myndu við atvinnuleysi.
Það er ljóst að tæknifræðingar og aðrir tæknimenn verða að snúa bökum saman og koma
fram í umræðunni með hugmyndir og tillögur að úrræðum. Horfa verður til aðgerða sem
hægt verður að grípa til strax og eins til hugmynda og nýsköpunar til lengri tíma.
Háskólarnir hafa boðað að þeir muni opna fyrir umsóknir nemenda nú um áramótin. Það
er alveg ljóst að fjölmargir einstaklingar munu grípa þá leið og bæta við þekkingu sína
og þannig auka möguleikana þegar þeir koma aftur út á vinnumarkaðinn. Eins og áður
sýna greinarnar í Arbók VFÍ/TFÍ hversu auðugt og fjölbreytt viðfangsefnin eru sem
tæknimenn og vísindamenn á íslandi eru að fást við. I þessum hugmyndum og fjölda
81 Arbók VFl/TFl 2008