Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 16
Ritröð VFÍ
I ritröð VFI eru nú komnar út fjórar bækur og unnið er að útgáfu fimmtu bókarinnar sem
fjallar um verktakastarfsemi á Islandi. Höfundur þeirrar bókar er Sveinn Þórðarson sagn-
fræðingur sem er lesendum fyrri bóka í ritröðinni að góðu kunnur fyrir vandaðan, lipran
og skemmtilegan stíl. I ritnefnd bókarinnar um verktakastarfsemi eru Páll Sigurjónsson
formaður, Haukur Frímannsson, Haraldur Sumarliðason og Hákon Ólafsson.
Utkomnar bækur í ritröð VFÍ eru Frumherjar í verkfræði á íslandi (2002), Afl í segulæðum
- Saga rafmagns á íslandi í 100 ár (2004), I ljósi vísindanna - Saga hagnýtra rannsókna á
íslandi (2005) og Brýr að baki - Brýr á íslandi í 1100 ár (2007).
Frú Vigdís Finnbogadóttir, Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra og Einar B. Pálsson, ritstjóri
íðorðabókar um umhverfistækni.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
Afhending heiðursmerkja VF(. Frá vinstri: Logi
Kristjánsson.framkvæmdastjóri VF(, Pétur
Stefánsson, Alda Möller, Pálmi R. Pálmason og
Jóhanna Flarpa Árnadóttir.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
íðorðasafn um umhverfistækni
Á síðasta ári kom út íðorðabók um umhverfistækni
á vegum Orðanefndar byggingarverkfræðinga
(OBVFI). Bókin var tuttugu ár í smíðum og að baki
er mikil vinna. Ritstjóri bókarinnar er Einar B.
Pálsson, sem verið hefur formaður orðanefndar-
innar frá upphafi. Frú Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti, fylgir bókinni úr hlaði og ritar
formála hennar. Allir byggingarverkfræðingar sem
eru félagar í VFÍ fengu sent eintak af bókinni.
Á bókarkápu kemur fram að í bókinni sé að finna
rúmlega 1200 hugtök sem lúta að umhverfismálum
frá sjónarhóli verkfræðinga og annars tækni-
menntaðs fólks. I orðasafninu eru fjölmörg nýyrði,
samin af kostgæfni, ásamt hnitmiðuðum skil-
greiningum hugtaka. Auk íslensku eru hugtökin á
dönsku, ensku, sænsku og þýsku. Orðasafnið er
unnið samkvæmt alþjóðlegum staðli um íðorða-
fræði og er sérstakur kafli í bókinni helgaður þeirri
fræðigrein.
Skemmtileg árshátíð
Árshátíð VFI var að venju haldin fyrsta laugar-
daginn í febrúar 2008 og tókst hún í alla staði vel.
Ólafur Teitur Guðnason var heiðursgestur og flutti
hátíðarræðu. Fjóla Sigtryggsdóttir verkfræðingur
var veislustjóri. Hundur í óskilum skemmti og
Milljónamæringarnir, Bogomil Font og Raggi
Bjarna léku fyrir dansi. Á árshátíðinni voru fjórir
einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins en
þeir eru Alda Möller lífefnafræðingur og bygg-
ingarverkfræðingarnir Pálmi Jóhannesson, Pálmi
Ragnar Pálmason og Pétur Stefánsson.
Samstarf við verkfræðideildir
VFÍ hefur lagt mikla áherslu á gott samstarf við verkfræðideild HÍ, enda eru slík tengsl
báðum aðilum nauðsynleg. Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri hafa átt fundi
með forseta deildarinnar og skorarformönnum um málefni verkfræðideildar og
félagsins. Verkfræðingafélagið hefur nú þegar tekið upp samstarf við forystumenn
1 4
Arbók VFl/TFl 2008