Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 17
Tækni- og verkfræðideildar HR og lýst vilja til nánara samstarfs til að tryggja sem best
gæði verkfræðinámsins við HR.
Heimsóknir í skólana
A síðastliðnum vetri fóru forystumenn VFI og SV sameiginlega í heimsókn til fyrsta árs
nemenda í Verkfræðideild HI til að kynna þeim félögin. I febrúar 2008 fóru formenn SV,
TFI og VFÍ til fundar við nemendur í Alaborg og Kaupmannahöfn til að kynna þeim starf-
semi félaganna og ræða við þá um námið. Fundir þessir voru vel sóttir og spunnust líf-
legar umræður, sérstaklega um námið og kröfur vegna verkfræðings- og tæknifræðings-
titilsins. Á vormánuðum var farið í heimsókn til HR og þriðja árs nemendur fengnir í
heimsókn til félaganna.
Styrktarsjóður J.C. Möller
Reglur sjóðsins kveða á um að öllu jöfnu skulu rafmagnsverkfræðinemar í lokaáföngum
við DTU ganga fyrir varðandi styrkveitingu úr sjóðnum. I ár barst aðeins ein umsókn og
var Erni Ingólfssyni, nemanda við DTU, veittur styrkur úr sjóðnum að fjárhæð Dkr.
10.000. Frá stofnun sjóðsins árið 1938 hafa alls 57 verkfræðinemar hlotið styrk úr
sjóðnum. Á fundi stjórnar í desember 2007 var ákveðið að úthluta ekki styrk úr sjóðnum
á árinu 2008. Þetta var gert til að styrkja stöðu hans.
Vinna nemenda við félagakerfið
Verkfræðingafélagið hefur fengið nemendur á þriðja ári við verkfræðideild HI til að
vinna ýmis störf, m.a. við skráningu og leiðréttingar í félagakerfinu. Þessi vinna hefur
verið liður í fjáröflun vegna útskriftarferða verkfræðinema. Á þessu ári eins og undan-
farin ár bauðst nemendum við verkfræðideild HI og HR vinna við félagakerfið og fleira.
Raunlækkun félagsgjalda 2008?
Félagsgjöld hafa verið óbreytt á milli ára eða 21.000 kr. Miðað við launavísitölu í janúar
2008 er lækkun félagsgjalda um 1300 kr. á milli ára og lækkunin er yfir 50% frá árinu 1997.
Félagsgjöldin eru að krónutölu eins og 1994. Samrekstur SV, TFÍ og VFÍ á skrifstofu félag-
anna er forsenda þess að félagsgjöldin haldist óbreytt á milli ára. Á árinu 2007 greiddi
hússjóður um 4,9 millj.kr. til félagssjóðs. Framlagið nemur um 25% af tekjum félagssjóðs
VFI. Á síðustu árum hafa sjóðir KTFI verðið að eflast og umsvif þeirra aukist. Stjórnir
sjóðanna samþykktu því að taka aukinn þátt í samrekstri VFÍ/TFÍ. Samkvæmt ársreikn-
ingum VFÍ er þetta um 11,2% af rekstrargjöldum.
Tekjur félagssjóðs VFÍ af félagsgjöldum 1996 voru rúmar 15 millj.
kr. á verðlagi þess árs (1996) og nú, tíu árum seinna, eru tekjur af
félagsgjöldum um 15 millj. kr. á verðlagi ársins 2007. Skýringanna
er að leita í þeim afsláttum og breytingum sem orðið hafa á félags-
gjöldunum. Gjöld til deilda eru nú innifalin í félagsgjöldunum en
voru það ekki áður. Þá kemur einnig til 15% lækkun félagsgjalda
fyrir þá sem eru í SV svo og lækkun á gjöldum nemenda, BS verk-
fræðinga og síðast en ekki síst afsláttur til nýútskrifaðra sem fá
afslátt fyrstu fimm árin eftir að námi lýkur.
Af framansögðu hlýtur sú spurning að vera áleitin hversu langt er
hægt að ganga í hagræðingu og lækkun félagsgjalda án þess að
skerða þá þjónustu sem veitt hefur verið og sinna markmiðum
félagsins af krafti.
1 5
Félagsmál Vfl/TFl