Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 20
Meistaranám tæknifræðinga við Háskólann i Reykjavík
A starfsárinu barst umsókn frá fyrsta tæknifræðingnum sem lokið hefur meistaranámi í
verkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann sótti um starfsheitið verkfræðingur og um
inngöngu í VFÍ, sem hvort tveggja var samþykkt.
A starfsárinu bárust VFI einnig fyrstu umsóknirnar urn ungfélagaaðild frá BS-nemum í
verkfræði við HR og voru þær samþykktar.
Steindór Guðmundsson formaður
Gerðardómur VFÍ
Stjórn VFÍ skipaði fyrir rúmum þremur árum nefnd til að yfirfara reglur gerðardóms VFÍ
og gera tillögur um á hvern hátt megi kynna hann betur. I nefndina voru skipuð:
Kolbeinn Kolbeinsson formaður, Viðar Olafsson, Óskar Valdimarsson, Hjörtur Torfason
hrl. og Kristrún Heimisdóttir frá SI. Nefndin hefur haldið fjölmarga fundi og hélt
ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Gerðardómar í mannvirkjagerð - danska leiðin".
Ráðstefnan var vel sótt af þeim aðilum sem koma að mannvirkjagerð hér á landi en
nokkuð skiptar skoðanir voru meðal fundarmanna um dönsku leiðina.
Löggildingarnefnd VFÍ
Nefndina skipuðu starfsárið 2007-2008: Hallgrímur Sigurðsson, Rúnar G. Sigmarsson og
Tómas R. Hansson. Nefndin hélt tvo fundi á starfsárinu og voru teknar fyrir þrjár
umsóknir um löggildingu. Tvær umsóknir lutu að löggildingu á sviðum verkfræði og
fengu þær jákvæða afgreiðslu þótt ekki væri mælt með löggildingu á öllum þeim sviðum
sem umsókn náði til þar sem ekki var sýnt fram á næga starfsreynslu. Einn umsækjandi
sótti um löggildingu fyrir aðaluppdrætti á grundvelli 48. gr. byggingar- og skipulagslaga
(nr. 73/1997): Byggingarverkfræðingar og byggingartæknifræðingar geta hlotið lög-
gildingu ráðherra til að gera aðal- og byggingaruppdrætti og tilheyrandi deiliuppdrætti,
enda hafi þeir öðlast a.m.k. fimm ára starfsreynslu hjá löggiltum aðila á því sviði.
Löggildingarnefnd afgreiddi þessa umsókn þannig að hafi umsækjandi tilskilda fimm
ára reynslu og sé miðað við túlkun umhverfisráðuneytisins á ofanritaðri efnisgrein
verður ekki annað séð en að umsækjandi uppfylli lagaskilyrði til að öðlast löggildingu
fyrir aðaluppdrætti.
Rúnar G. Sigmarsson formaður
Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd hélt einn fund á starfsárinu. Engin mál lágu fyrir til úrskurðar. Siðanefnd er
skipuð fimm fyrrverandi formönnum VFÍ. Siðanefnd starfsársins var skipuð eftirtöldum
mönnum: Guðmundur G. Þórarinsson formaður, Vífill Oddsson, Karl Ómar Jónsson,
Pétur Stefánsson og Hákon Ólafsson.
Guðmundur G. Þórarinsson formaður
Kvennanefnd VFÍ
Starfsárið 2007-2008 var Kvennanefnd VFÍ (KVFÍ) skipuð Guðrúnu Hallgrímsdóttur,
Jóhönnu Hörpu Ámadóttur, Kolbrúnu Reinholdsdóttur, Sveinbjörgu Sveinsdóttur og
Ömu S. Guðmundsdóttur. Nefndin var á sínum tíma stofnuð til að hvetja konur til þátt-
töku í félagsstarfi VFI og til að mynda tengslanet kvenna í stétt verkfræðinga. Á starfs-
árinu sátu sjö konur í stjórnum VFÍ, auk Kvennanefndar. í stjórn Stéttarfélagsins sátu
fjórar konur, í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga ein kona og ein kona sat í stjórn NVFÍ.
Síðast en ekki síst sat ein kona í stjórn VFI, nefnilega formaður félagsins, og er Jóhanna
1 81 Arbók VFl/TFl 2008