Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 21
Harpa Árnadóttir fyrsta konan til að gegna því embætti. Var kosning hennar eðlilega
sérstakt gleðiefni kvenna í VFÍ, að sjá enn eitt virkið falla.
Að venju var farin ein fyrirtækjaheimsókn á haustönn, að þessu sinni til Kögunar sem
sinnir ráðgjöf og hugbúnaðargerð í upplýsingatækni. Þar tók Guðlaug Sigurðardóttir raf-
magnsverkfræðingur á móti okkur ásamt nokkrum kvenkollegum sínum. Þær sögðu frá
störfum sínum hjá Kögun og starfsemi félagsins.
Á fundum Kvennanefndar var hafist handa við undirbúning vegna hugmyndar sem
hafði fæðst nokkru fyrr; að koma sögu kvenverkfræðinga á blað. Er stefnt að útgáfu árið
2009. Fékk nefndin það verkefni að leggja grunn að efnistökum og finna höfund til
verksins.
Samstarfsvettvangi Félaga kvenna í lögmennsku, læknastétt, verkfræðistétt og
endurskoðun var viðhaldið á árinu með sameiginlegum fundi þann 29. nóvember 2007 í
boði Nýherja. Aðalfyrirlesarar voru Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur
og stjórnendur AUÐAR CAPITAL, fjármálafyrirtækis sem setur konur í forgrunn. Var
þetta afar vel sótt og skemmtileg samkoma.
Á fyrstu dögum ársins 2008 sendi KVFÍ opið bréf til iðnaðarráðherra, þar sem harmað var
að gengið hefði verið framhjá kvenverkfræðingi í stöðu orkumálastjóra, enda ekki annað
séð af gögnum en að hún væri a.m.k. jafnhæf þeim sem valinn var til embættisins.
Sköpuðust af þessu nokkrar umræður í fjölmiðlum og annars staðar og fagnar KVFÍ
þeirri athygli sem þetta jafnréttismál hlaut.
Starf KVFI er opið öllum verkfræðingum og tæknifræðingum, óháð félagsaðild. Með
þeim hætti er stefnt að því að ná til sem flestra tæknimenntaðra kvenna í landinu.
Arna S. Guðmundsdóttir, formaður KVFÍ.
Byggingarverkfræðingadeild
í stjórn BVFÍ starfsárið 2007-2008 áttu sæti Haukur Einarsson hjá VGK-Hönnun, Kristján
Vilhelm Rúriksson hjá Brunamálastofnun, Sveinn Óli Pálmarsson hjá Vatnaskilum og
Ægir Jóhannsson hjá VST. Ur stjórn gengu Guðmundur Jónsson hjá VST og Valtýr
Þórisson hjá Vegagerðinni. Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum og er
Kristján Vilhelm Rúriksson formaður, Haukur Einarsson varaformaður, Sveinn Óli
Pálmarsson gjaldkeri og Ægir Jóhannsson ritari.
Farið var í tvær skoðunarferðir á árinu. Þann 27. febrúar 2007 var farið í heimsókn á
Grand Hótel í boði IAV og mættu um tíu manns. Þetta var áhugaverð skoðunarferð þar
sem um er að ræða háhýsi en þeim hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Eitt af því
sem gerði þessa heimsókn áhugaverða var lýsing á því hvernig húsið var hannað með
tilliti til dreifingar rafsegulsviða innan þess.
Þann 9. október 2007 var farið á Smáratorg í boði Jáverks og annað háhýsi skoðað sem er
22 hæða bygging. Mættu um 20 manns. Þetta hús er sérstakt, m.a. fyrir það að þarna er
eingöngu notuð náttúruleg loftræsing. Afar fróðlegt var að heyra um uppsetningu og
fyrirkomulag kerfisins og tölur um rými sem kerfið sparar. Utsýnið var stórkostlegt enda
hefur þetta hús tekið við því hlutverki að vera hæsta hús landsins.
Einnig vann stjórnin að undirbúningi fyrir útgáfu og dreifingu íðorðabókarinnar sem
gefin var út á vordögum ársins 2007.
Orðanefnd BVFÍ
Innan BVFI hefur verið starfrækt orðanefnd sem unnið hefur mikið starf undanfarin rúm-
lega 20 ár við gerð íðorðabókar um umliverfistækni þar sem skýrð eru hugtök sem tengj-
1 9
Félagsmál Vfl/TFl