Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 23
Arnaldur Axfjörð, einn eiganda fyrirtækisins Admon ráðgjöf, hélt fyrirlestur um
netþjónabú, gagnamiðstöðvar og fleiri hugtök sem hann útskýrði. I framhaldinu fjallaði
Arnaldur um af hverju ísland væri eftirsóknarvert fyrir slíka starfsemi og tækifæri
Islendinga á þessu sviði. Að loknum áhugaverðum fyrirlestri svaraði hann spurningum
fundarmanna sem voru mjög áhugasamir.
Þann 11. apríl 2007 var farið í heimsókn til Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orku-
veitu Reykjavíkur. Birgir Rafn Þráinsson og félagar hans frá Gagnaveitunni tóku á móti
okkur og kynntu starfsemi og uppbyggingu félagsins. Gagnaveita Reykjavíkur vinnur að
því að byggja upp opið ljósleiðaranet í Reykjavík og nágrannabyggðum þannig að Gagna-
veitan rekur ljósleiðarakerfi en lætur öðrum eftir að bjóða þjónustu og er ekki í sam-
keppni við þá. Að lokinni kynningu var kerfið skoðað í virkni í sýningaruppsetningu.
Þann 16. maí 2007 var farið í heimsókn í gagnamiðstöð Nova, sem er farsímafélag í eigu
Novators. Nova hefur á síðustu árum sett upp þriðjukynslóðar símkerfi til prufu, en
fyrirtækið átti nú nýlega hagstæðasta boð í rekstur þriðju kynslóðar símkerfis. Jóakim
Reynisson fræddi okkur um ailt sem sneri að kerfinu og sýndi búnað, síma og tölvur með
mun meiri gagnahraða en við eigum að venjast í dag. Við fengum einnig að skoða gagna-
þjóna fyrirtækisins sem er mjög skemmtilega komið fyrir í gömlu vatnstönkunum á móti
Stýrimannaskólanum við Háteigsveg.
Þann 29. nóvember 2007 var farið í heimsókn til Norðuráls á Grundartanga. Á móti okkur
tók Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs. Eftir stutta kynningu á starfsemi
álversins var haldið í skoðunarferð um álverið. Fyrir okkur rafmagnsfólkið var mikið að
sjá. Fyrst bar fyrir augu spennuvirki og afriðlastöð, þaðan var haldið í kerskála þar sem
við fræddumst nánar um rafgreiningu og sáum ker í rekstri. Að lokum skoðuðum við
steypuskálann þar sem álhleifar runnu af færiböndum og var raðað fumlaust af þjörkum.
Þann 27. febrúar 2008 fengum við orku- og útrásarfyrirækin Enex, Geysir Green Energy
og REI til að halda kynningu á starfsemi sinni og helstu verkefnum. Þetta var mjög fjöl-
mennur fundur enda um áhugavert mál að ræða. Þar mættu Þorleifur Finnsson fyrir
hönd REI, Auður Nanna Baldvinsdóttir fyrir hönd GGE og Lilja Tryggvadóttir fyrir hönd
Enex og voru kynningar þeirra mjög áhugaverðar. Að loknum kynningunum svöruðu
þau spurningum úr sal.
Kolbrún Reinholdsdóttir, formaður RVFI
Störf Orðanefndar RVFÍ árið 2007
Starfsár Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga (ORVFÍ) hófst með því að rædd var beiðni
frá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins um að yfirfara grein um rafstrengi og teng-
ingar. ORVFÍ hefur átt gott samstarf við þýðingarmiðstöðina á undanförnum árum, en
stöðin leitar iðulega til orðanefndarinnar, ef hana vantar íðorð eða ef vafamál á sviði raf-
magnsmála koma upp. ORVFI fagnar þessu samstarfi, sem fleiri mættu taka sér til
fyrirmyndar.
I janúar og allt fram í maí var haldið áfram umræðum frá því árið áður um drög að starfs-
reglum orðanefndarinnar, afgreiddar fleiri fyrirspurnir Þýðingarmiðstöðvar, rætt um
styrkveitingar Menntamálaráðs til útgáfu Raftækniorðasafns, verðlagningu eldri bóka í
ritröðinni, auk þess sem rædd voru önnur þau málefni sem ORVFI varðar. Lokið var
þriðju yfirferð á kafla 705 í alþjóðlega raftækniorðasafninu (Radio Wave Propagation) og
jafnvel farið í fjórða sinn, nú hraðferð, yfir kaflana báða, 705 og 712 (Antennas), sem verða
í nýju Raftækniorðasafni, RTO 13 (Loftnet og bylgjuútbreiðsla). Einnig var hafist handa
við að ræða íslenska frumþýðingu Sigurðar Briem á nýjum kafla alþjóðasafnsins, kafla
191 (Dependability and Quality of Service).
2 1
Félagsmál Vfí/TFÍ