Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 24
í ljós hefur komið að íðorð úr síðustu útgáfubók orðanefndarinnar hafa ekki verið sett inn
í Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, (áður
Islenskrar málstöðvar), þrátt fyrir ítrekaðar áminningar um að svo yrði gert.
Rædd var nauðsyn þess að gefa út nýtt og endurbætt Íslenskt-enskt/enskt-íslenskt
raftækniorðasafn með íðorðum, sem bæst hafa í sarpinn frá því að bók með þessu heiti
var gefin út 1997. Sú bók seldist mjög vel og full þörf er á að gefa hana út endurbætta, því
að ótölulegur fjöldi íðorða hefur komið fram eftir að bókin var gefin út.
Ásmundur Jakobsson færði nefndinni gögn varðandi reikningshald nefndarinnar, sem
hann hafði fundið eftir föður sinn, Jakob Gíslason orkumálastjóra, frá því að Jakob var
formaður Orðanefndarinnar í fjölmörg ár. Mikill fengur er að þessum gömlu gögnum því
að sárafá gögn eru til um nefndina fyrstu 27 starfsár hennar og engin samfelld.
Orðanefndin var stofnuð á stofnfundi RVFÍ1941. Orðanefndin hefur starfað óslitið síðan
og haldið vikulega fundi frá 1968 og sennilega öll árin þar á undan.
Iðorðabók um umhverfistækni var afhent nefndinni og nefndarmönnum að gjöf frá VFÍ.
Félaginu er hér með þökkuð gjöfin.
Fundir ORVFI á árinu 2007 urðu 26. Meðalfundarsókn var nærri átta menn á fundi, nánar
tiltekið 7,88. Nefndarmenn voru 10 allt árið að íslenskufræðingi meðtöldum. Fundarsókn
nefndarmanna var því afar góð. Um áramótin 2007/2008 hafði ORVFÍ þar með komið
saman á 1144 fundum frá árinu 1971, en þá var fyrst farið að færa fundargerðir reglulega.
Að meðaltali hefur 31 fundur verið haldinn hvert ár í 37 ár.
Á árinu 2007 skipuðu eftirtaldir rafmagnsverkfræðingar Orðanefnd RVFÍ: Bergur Jónsson
formaður, Gunnar Ámundason, Gústav Arnar, ívar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson,
Sigurður Briem, Sæmundur Óskarsson, Þorvarður Jónsson og Hreinn Jónasson
rafmagnstæknifræðingur. Haraldur Bernharðsson Ph.D., íslenskufræðingur við Stofnun
Áma Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur starfað með nefndinni sem sérfræðingur
og ráðgjafi um íslenskt mál frá hausti 2005.
Bergur Jónsson formaður
2 2
Arbók VFl/TFf 2008