Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 28
1.2.2 Skýrslur deilda, faghópa og nefnda TFÍ
starfsárið 2007-2008
Menntunarnefnd TFÍ
Menntunarnefnd TFI var á starfsárinu skipuð sem hér segir: Jóhannes Benediktsson for-
maður, Bergþór Þormóðsson, Einar H. Jónsson, Freyr Jóhannesson, Magnús Matthíasson
og Nicolai Jónasson. A starfsárinu voru haldnir tíu fundir í Menntunarnefnd TFÍ. Á öllum
fundunum var fjallað um umsóknir um inngöngu í TFI, leyfi til að kalla sig tæknifræðing
eða ósk um endurinnkomu i félagið. Fjöldi umsókna var 66 sem er með því mesta sem
hefur verið á liðnum árum. Af þessum 68 umsóknum voru 53 tæknifræðingar sam-
þykktir sem fullgildir félagar i TFÍ.
r Fjöldi umsókna á starfsárum 2007-2008 2006-2007 2005-2006 \
Ósk um inngöngu og starfsheiti 49 42 62
Endurinnkoma 4 7 7
Innganga alls 53 49 69
Umsóknir um starfsheiti 7 5 5
Umsóknir um ungfélagsaaðild 1 6 4
Umsókn hafnað, ekki talin áður 5 8 6
Umsókn um gestaaðild 0 0 0
Heildarfjöldi umsókna v 66 68 84 /
Verkefni nefndarinnar
Auk afgreiðslu á umsóknum er ávallt fjallað um menntunarmál tæknifræðinga á hverjum
fundi nefndarinnar. Má þar nefna inntökuskilyrði, námslengd, samsetningu námsins og
atvinnuskilyrði tæknifræðinga að námi loknu. Aukin fjölbreytni í námi samhliða fjölgun
námsbrauta i THÍ, síðar HR, hefur leitt af sér aukinn fjölda nemenda í tæknifræðinámi.
Við slíka breytingu er þó mikilvægt að þess verði ávallt gætt að hyggja vel að undirstöðu-
greinum tæknifræðinnar þannig að ekki verði dregið úr námskröfum heldur gerðar meiri
kröfur i þessum greinum.
Samstarf HR og TFÍ
Fulltrúar Menntunarnefndar áttu þrjá fundi á tímabilinu með forsvarsmönnum Háskóla
Reykjavikur þar sem farið var yfir samsetningu námsins í skólanum. í október 2007
tilnefndi TFÍ eftirtalda þrjá fulltrúa í fagráð HR: Jóhannes Benediktsson, byggingar-
tæknifræði, Bergþór Þormóðsson, rafmagnstæknifræði og Nicolai Jónasson, véltækni-
fræði.
Skilgreining á tæknifræðinámi
Meirihluti þeirra sem sækja um leyfi til að kalla sig tæknifræðing fellur undir hefð-
bundnar skilgreiningar sem véla-, rafmagns- eða byggingartæknifræðingar. Hins vegar
er sífellt algengara að fólk sæki nám utan þessara greina. Eg tel að félagið eigi að huga að
2 6 |
Arbók VFl/TFl 2008
1