Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 30
Ársskýrsla KTFÍ
Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags Islands var haldinn 15. mars 2007 að
Engjateigi 9. Gengið var til dagskrár samkvæmt lögum, flutt var skýrsla stjórnar og
nefnda. Ekki bárust tillögur um lagabreytingar. Stjórnarkjör fór fram og voru eftirtaldir
kosnir í stjóm til tveggja ára: Jón Isaksson Guðmann, Arni Þór Arnason og Þór
Sigurþórsson. Varamenn til eins árs voru kosnir Óli Jón Hertervig og Karl Jensson.
Félagslegir endurskoðendur voru kjörnir Sigurþór Guðmundsson og Guðjón H. Arna-
son, til vara Brandur B. Hermannsson.
Fyrsti fundur stjórnar var haldinn mánudaginn 3. apríl og skipti stjómin þannig með sér
verkum: Bjami Bentsson formaður, Jón Isaksson Guðmann varaformaður, Haraldur
Sigursteinsson gjaldkeri, Kristjón Jónsson ritari og Ámi Þór Árnason, Þór Sigurþórsson
og Samúel Smári Hreggviðsson meðstjórnendur. Þeir Árni og Þór voru skipaðir fulltrúar
KTFÍ í stjórn TFÍ.
Haraldur Sigursteinsson og Óli Jón Hertervig voru skipaðir fulltrúar KTFÍ í Vísinda- og
starfsmenntunarsjóði. í stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs KTFÍ voru skipaðir Samúel
Smári Hreggviðsson, formaður og meðstjórnendur Óli Jón Hertervig og Þór
Sigurþórsson. I stjórn Sjúkrasjóðs KTFI voru skipaðir Jóhannes Benediktsson formaður,
Helgi Baldvinsson og Ámi Þór Ámason meðstjórnendur.
Ákveðið var að halda stjórnarfundi KTFI á mánudagskvöldum, hálfsmánaðarlega. Alls
voru tuttugu fundir haldnir á árinu en stjórnin tók sér frí frá fundum um sumarið. Helstu
verkefni stjórnar voru hefðbundin og verða þau helstu tíunduð hér:
Kjarakönnun var gefin út á árinu og var um að ræða könnun á launum árið 2005 og sept-
emberlaunum 2006. Önnur kjarakönnun var einnig gerð á árinu og var viðfangsefnið árið
2006 og septemberlaun 2007. Hún var gerð á netinu og tókst nokkuð vel, svarhlutfall var
um 48% og var könnunin birt í ársbyrjun árið 2008. Kjarakönnun KTFÍ er ekki gefin út á
bókarformi heldur birt á heimasíðu KTFI og mun framvegis eingöngu verða aðgengileg
félagsmönnum KTFÍ.
Vinna við útgáfu nýrrar Kjarabókar, sem hófst á árinu áður, var að stærstum hluta frestað
þar sem flest allir kjarasamningar félagsins runnu út í lok árs 2007 eða munu renna út á
yfirstandandi ári, 2008. Stefnt er að því að gefa Kjarabókina út þegar nýir samningar eru
í höfn.
Allmörg mál félagsmanna komu til kasta stjórnar
og voru nokkur þeirra send lögfræðingi félagsins til
skoðunar og ályktunar.
Formaður sótti norrænan launafund sem haldinn
var í Osló í október 2007. Mörg málefni voru þar á
dagskrá og má sem dæmi nefna umfjöllun um mis-
munandi form lífeyrissparnaðar eftir löndum, upp-
söfnun yfirvinnu og reynslu af yfirvinnutímabanka,
svo eitthvað sé nefnt.
Samninganefnd KTFÍ við FRV-stofurnar skrifaði
undir framlengingu á gildandi kjarasamningi þann
7. desember 2007 með virkni á breytingum frá 1. jan-
úar. Reiknað er með að samningurinn verði
endurskoðaður á vormánuðum 2008. Samning-
urinn liggur frammi á heimasíðu félagsins.
Mikil vinna var lögð í að auka samstarfið við félög
verkfræðinga á árinu og var á endanum samþykkt
af stjórn KTFI að ganga til samstarfs með SV um
2 8| Arbók V F I /T F f 2008