Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 31
rekstur skrifstofu og starfsmanns sem myndi vera í fararbroddi kjaramálavinnu félagsins.
Þessu fylgir aukinn kostnaður við rekstur KTFÍ þar sem stærstur hluti starfsins fram að
þessu hefur verið unninn í sjálfboðavinnu. A móti kemur að félagsmenn munu njóta
stóraukinnar þjónustu. Er það von formanns að félagsmenn séu sáttir við þessa stefnu-
breytingu í rekstri félagsins og nýti sér aukið þjónustustig sér til framdráttar í kjara-
málum.
Unnið var að rekstraráætlun næsta starfsárs, farið yfir reikninga og skýrslur undirbúnar.
Bjarni Bentsson formaður KTFI
Skýrsla Sjúkrasjóðs KTFÍ 2007
Stjórn Sjúkrasjóðs KTFÍ fyrir starfsárið 2007 til 2008 skipuðu Jóhannes Benediktsson for-
maður, Arni Þór Arnason og Helgi Baldvinsson. Stjórnin hélt sex fundi á starfsárinu og
tók fyrir 24 mál, þar af erindi frá 18 félagsmönnum. Veittir voru 18 styrkir en einni
umsókn var hafnað. Þetta er svipaður fjöldi og á sl. ári. Síðasti fundur ársins var haldinn
í nóv-ember. Því lágu nokkrar umsókir fyrir um áramótin sem ekki voru afgreiddar fyrr
en í janúar 2008. Fjöldi styrkja og fjárhæðir ársins 2007 endurspegla því ekki þróun mála.
Sjóðfélagar voru 247 í árslok 2007, þ.e.a.s. þeir sem greidd voru iðgjöld fyrir á árinu.
Greiðslur bárust frá 68 launagreiðendum..
Iðgjöld ársins námu 15,5 mkr. og höfðu aukist um tæp 30%. Styrkir námu tæplega 1,9
mkr. og höfðu þá aukist um 9,7% en rekstrargjöld alls um 27%. Fjármagnstekjur jukust
um 143% og námu 3,6 mkr. Tekjur umfram gjöld námu 15,9 mkr. og var óráðstafað eigið
fé í árslok 2007 rúmlega 41,7 mkr. og hafði vaxið um 61,4% á milli ára. Endurskoðandi
KTFÍ og sjóða KTFÍ er Kristinn Gestsson, löggiltur endurskoðandi.
Skýrsla Fjölskyldu- og styrktarsjóðs KTFÍ 2007
Stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs KTFÍ fyrir starfsárið 2007 til 2008 skipuðu Samúel
Smári Hreggviðsson formaður, Óli Jón Hertervig og Þór Sigurþórsson. Stjórnin hélt sex
fundi á starfsárinu og tók fyrir 23 mál, þar af erindi frá 19 félagsmönnum. Veittir voru 17
styrkir, einni umsókn var hafnað og einni frestað fram yfir áramót. Þetta er svipaður fjöldi
og 2005 en mun færri en á árinu 2006. Sjóðfélagar voru 221 í árslok 2007, þ.e.a.s. þeir sem
greidd voru iðgjöld fyrir á árinu. Þeim fækkaði um 28 á árinu. Greiðslur bárust frá 28
launagreiðendum.
Iðgjöld ársins námu 7,4 mkr. og höfðu aukist um 9,5%. Styrkir námu tæplega 0,6 mkr. og
drógust saman um 26,3%. Fjármagnstekjur jukust um 91,1% og námu 3,5 mkr. Tekjur
umfram gjöld námu 9,4 mkr. og var óráðstafað eigið fé í árslok 2007 rúmlega 36,3 mkr. og
hafði vaxið um 35% á milli ára.
Skýrsla Vísinda- og starfsmennt-unarsjóðs KTFÍ2007
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður KTFÍ byggir á samkomulagi Kjarafélagsins við fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg. Það eru starfsmenn ríkisins, Reykja-
víkurborgar og þeirra sveitarfélaga sem gert hafa samning við KTFI, auk starfsmanna
annarra vinnuveitenda sem hafa gerst aðilar að sjóðnum, sem rétt eiga á styrkjum úr
sjóðnum.
Samþykktar umsóknir á síðasta ári voru samtals 80. Heildarupphæð styrkja á síðasta ári
var um 10,3 milljónir króna til félagsmanna, að meðaltali um kr. 129.000,- hver umsókn.
Skipting umsókna var nokkuð jöfn milli efnisflokka. Tuttugu og níu umsóknir voru til
kaupa á tölvubúnaði, 25 til náms, námskeiða og náms- eða ráðstefnuferða og 26
umsóknir vegna Rýnisferðar. Styrkir hafa að jafnaði verið í nokkru jafnvægi við tekjurnar
en undanfarin þrjú ár hafa komið út með töluverðum hagnaði og er eign sjóðsins nú um
2 9
Félagsmál Vfl/TFl