Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 33
SAMEIGINLEGUR REKSTUR VFÍ/TFÍ
1.3.1 Uppbygging og starfsemi VFÍ/TFl’
starfsárið 2007-2008
Skrifstofa
Skrifstofan er rekin sameiginlega af Stéttarfélagi verkfræðinga, VFÍ og TFÍ. Hún veitir
félagsmönnum alla nauðsynlega þjónustu og er bakhjarl fyrir innra starf félaganna.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9-12 og 13-17, nema föstudaga en þá er lokað kl. 16.
Lokað er í júlímánuði vegna sumarleyfa. Starfsfólk er Logi Kristjánsson framkvæmda-
stjóri, Sigrún S. Hafstein, sviðsstjóri útgáfu- og markaðsmála, Þrúður G. Haraldsdóttir,
sviðsstjóri kjaramála, Guðríður Ó. Magnúsdóttir fjármálastjóri og Gunnhildur
Hrólfsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir og Þórunn Árnadóttir ritarar.
Samstarf VFI,TFÍ og Stéttarfélag verkfræðinga
Á árinu 2007 unnu stjórnir VFÍ, SV, TFÍ og KTFÍ að
því að koma á nánara samstarfi félaganna. Mai'k-
miðið var að bæta þjónustu við félagsmenn og efla
starfsemina. Nýr samstarfssamningur var undir-
ritaður 6. desember 2007 og samrekstur félaganna
og skipulagsbreytingar tóku gildi um áramótin
2007-2008. Samningurinn felur í sér að félögin
standa sameiginlega að rekstri skrifstofu. Starf-
semin skiptist nú í þrjú svið: Kjarasvið, útgáfu- og
kynningarsvið og fag- og fjármálasvið. Ráðnir voru
þrír sviðsstjórar. Þrúður G. Haraldsdóttir er
sviðsstjóri kjaramála, Sigrún S. Hafstein er sviðs-
stjóri útgáfu- og kynningarsviðs og Logi
Kristjánsson er yfir fag- og fjármálasviði og er hann
jafnframt framkvæmdastjóri félaganna. Reynsla af
hinu nýja rekstrarfyrirkomulagi lofar góðu. Ljóst er
að markmiðin sem lagt var af stað með í upphafi
voru raunhæf og stjórnir félaganna hafa verið sam-
stíga í því að koma breytingunum á. Verður ekki
annað séð en að þær hafi fallið í góðan jarðveg hjá
félagsmönnum.
Frá undirritun samnings um samrekstur skrif-
stofu VFl.TFl, KTFl og SV. Bjarni Bentsson, for-
maður KTFl, Bergþór Þormóðsson, formaður
TFl, Jóhanna Harpa Árnadóttir.formaður VFl
og Sveinn Víkingur Árnason.formaður SV.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
3 1
Félagsmál VFl/TF(