Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 36
1.3.2 Skýrslur sameiginlegra nefnda VFÍ/TFÍ
starfsárið 2007-2008
Útgáfunefnd VFÍ og TFÍ
Starfsemi Útgáfunefndar var með venjubundnum hætti á sl. starfsári, ekki hafa verið
breytingar í nefndum eða ritstjórastörfum. Fulltrúar í nefndinni voru Ólafur Pétur
Pálsson formaður, Kristinn Andersen og Ragnar Ragnarsson, ritstjóri Árbókarinnar, frá
VFI og Árni Þór Árnason og Óli Jón Hertervig frá TFI.
Árbók VFÍ/TFI 2007 kom út í lok nóvember 2007 og var að þessu sinni ögn stærri en árið
áður eða 372 síður. Eftir ávörp formanna TFI og VFI og ritstjóra er kafli sem fjallar um
félagsmál félaganna tveggja. Þar á eftir er tækniannáll, en nú er fjallað m.a. um þróun
efnahagsmála, frumorku, raforku, hitaveitur, orkuveitur (framkvæmdir), vegamál,
Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og hafnarframkvæmdir. Því næst eru kynn-
ingar og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana, í allt tuttugu og þrjár, þar af níu frá
fyrirtækjum/stofnunum sem ekki voru með grein fyrir ári. Þá eru fimm ritrýndar
vísindagreinar birtar að þessu sinni. í flestum tilfellum kynntu framhaldsnemar í verk-
fræði og leiðbeinendur þeirra niðurstöður rannsókna sinna. Loks voru í árbókinni að
þessu sinni fjórtán tækni- og vísindagreinar um mjög áhugaverð efni. Ragnari Ragnars-
syni er þakkað gott samstarf og fumlaus ritstjórn. Fjöldi útgefinna eintaka var 2350.
Verktækni kom út mánaðarlega nema yfir hásumarið, alls 10 tölublöð í um 3000 ein-
tökum. Verktækni hefur verið vettvangur fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga til
þess að koma sínum sjónarmiðum og hugarefnum á framfæri. Eins eru í Verktækni birt-
ar fróðlegar greinar um ráðstefnur og skoðunarferðir félaganna, auk viðtala um áhuga-
verð efni. Verktækni er einnig vettvangur stjórna félaganna þriggja, VFÍ, TFÍ og SV, til
þess að koma nauðsynlegum upplýsingum til félagsmanna. Á liðnu ári var fjallað um
margvísleg efni, svo sem menntamál og orkumál, en einnig voru kvenverkfræðingar
áberandi. Sigrún S. Hafstein var ritstjóri Verktækni, eins og undanfarin ár, og er henni
þakkað ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári. I blaðnefnd Verktækni voru þau Sveinbjörg
Sveinsdóttir formaður, frá SV, Ólafur Pétur Pálsson frá VFÍ og Árni Þór Árnason frá TFL
Útgáfunefnd þakkar öllum hlutaðeigandi samstarfið og biður félaga og aðra að koma til
hennar ábendingum og tillögum að því sem ef til vill mætti betur fara.
Ólafur Pétur Pálsson formaður
Norðurlandsdeildir VFÍ (NVF) og TFÍ (NVFÍ)
Aðalfundur NVFI var haldinn 28. febrúar 2007. Stjórn var endurkjörin en hana skipa
Kristinn Magnússon formaður, Pétur Bjarnason ritari, Bjarni P. Hjarðar gjaldkeri, Jón
Magnússon og Oddný Snorradóttir. Varamenn eru Bergur Steingrímsson og Sigurjón
Jóhannesson. Endurskoðendur voru endurkjörnir, þeir Eiríkur Jónsson og Pétur
Torfason.
Aðalfundur NTFÍ var haldinn 28. febrúar 2007. Stefán Steindórsson var kjörinn formaður
en Ólafur Baldvinsson gjaldkeri og Tómas Björn Hauksson ritari voru endurkjörnir.
3 41 Arbók VFl/TFl 2008