Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 40
íslandsnefnd FEANI
TFÍ og VFÍ eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum félaga verkfræðinga og tæknifræð-
inga. Óll fagfélög verkfræðinga og tæknifræðinga í Evrópu eru aðilar að FEANI og eru
félagsmenn þeirra samtals um 3,8 milljónir. Meginhlutverk samtakanna er að standa vörð
um gæði menntunar verkfræðinga og tæknifræðinga. Þá skipar endurmenntun einnig
stóran sess í starfi samtakanna. I því felst meðal annars að halda skrá um þá skóla sem
bjóða viðurkennt nám í verkfræði og tæknifræði. Áður voru þessar upplýsingar birtar í
bók, s.k. „FEANI Register" en nú eru þær á vef samtakanna www.feani.org. FEANI hefur
aðsetur í Brussel og þar eru þrír starfmenn. Veffang FEANI er www.feani.org.
TFÍ og VFÍ skipa sameiginlega sex manna nefnd, íslandsnefnd FEANI, sem hefur það
hlutverk að fjalla um málefni FEANI á Islandi. Félögin skiptast jafnframt á formennsku í
nefndinni til tveggja ára í senn. Nefndin hélt einn fund á árinu 2007 þar sem formaður
nefndarinnar gerði grein fyrir ársfundi FEANI2007. Formaður nefndarinnar sækir venju-
lega ársfund FEANI sem síðast var haldinn dagana 3.-5. október 2007 í Valencia á Spáni.
Fundinn sóttu 90 fulltrúar frá öllum 34 aðildarþjóðum FEANI.
ENGCARD
Helsta viðfangsefni ársfundarins 2007 var ENGCARD. Evrópusambandið hefur gefið út
tilskipun um að árið 2012 eigi að vera búið að gefa út starfsréttindaskírteini (profession-
al cards) fyrir allar starfsstéttir, sem ætlað er að auðvelda skráningu og allt utanumhald
vegna fólksflutninga innan Evrópusambandsins. Skírteinið mun innihalda ítarlegar
grunnupplýsingar um til dæmis menntun, starfsferil og endurmenntun viðkomandi.
Evrópusambandið fór þess á leit að FEANI ryddi brautina gegn fjárframlagi frá sam-
bandinu til undirbúnings og þróunar á skírteinunum. Á ársfundinum var málið rætt frá
ýmsum hliðum og að lokum samþykkt að halda fund á vormánuðum þar sem endanlega
verður gengið frá þátttöku FEANI í verkefninu.
Menntunarmál
Á ársfundinum var einnig rætt um atvinnumál. Allar þjóðir Evrópu, að Finnlandi undan-
skildu, telja nauðsynlegt að fjölga tæknimenntuðu fólki. Tekin voru dæmi frá löndum í
Mið- og Suður-Evrópu þar sem mörg fyrirtæki fara þá leið að láta indverska verkfræð-
inga og tæknifræðinga vinna verkefni í fjarvinnu. Þess má geta að á hverju ári útskrifast
um 300 þúsund verkfræðingar og tæknifræðingar á Indlandi og bjóða fram krafta sína á
mun lægri launum en tíðkast í Evrópu. Kom fram sú skoðun að þetta væri ein helsta
ógnin við nám og starfsöryggi verkfræðinga og tæknifræðinga í Evrópu.
Jóhannes Benediktsson, formaður íslandsnefndar FEANl
Störf eftirlitsnefndar FEANI
Evrópusamtök tæknifræðinga og verkfræðinga, FEANI, hafa skipað eftirlitsnefndir
(National Monitoring Committee) í hverju aðildarlandi samtakanna. Hlutverk þessara
nefnda er að fylgjast með háskólanámi og hvort skólarnir uppfylli kröfur þær sem
samtökin gera til tækniskóla sem þau viðurkenna. Einnig að fara yfir umsóknir um
skráningu manna hjá FEANI á grundvelli menntunar og um EUR ING titilinn. í nefnd-
irtni eiga sæti tveir fulltrúar frá TFÍ og tveir frá VFÍ.
Eftirtaldir eiga nú sæti í nefndinni, frá VFÍ: Jón Vilhjálmsson formaður og Ríkharður
Kristjánsson; frá TFÍ: Daði Ágústsson og Gunnar Sæmundsson. Engin umsókn barst á
árinu um EUR ING-titilinn og var því ekki haldinn fundur á árinu.
3 8 I A r b ó k VFl/TFl 2008