Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 65
1-8.2 Lífeyrissjóður verkfræðinga
Avöxtun og tryggingafræðiieg staða
Arið 2007 var slakt í ávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins. Fjárfestingartekjur voru
jákvæðar um 1.501 milljón króna (mkr.) en voru 3.815 mkr. á árinu 2006. Það skiptust á
skin og skúrir á fjármálamörkuðum á árinu. Framan af ári hækkuðu innlend hlutabréf
verulega í verði og náðu hámarki í júlí, en á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa inn-
lendra skuldabréfa sem olli slakri ávöxtun á markaðsskuldabréfum. Á miðju ári tóku
hlutabréf að lækka vegna fjármálakreppu sem átti upptök sín í húsnæðislánum í Banda-
ríkjunum. Krafa innlendra skuldabréfa lækkaði svo verulega undir lok ársins sem skilaði
þokkalegri ávöxtun á skuldabréfum.
Innlend og erlend skuldabréf skiluðu 12,5% ávöxtun á árinu en
sjóðfélagalán skiluðu 10,1% eða 3,8% raunávöxtun. Sérsniðnar
fjárfestingar, sem eru vogunarsjóðir, framtakssjóðir og milli-
lagslán, skiluðu 7,8% ávöxtun þrátt fyrir að krónan hafi styrkst
um 7,3%. Hlutabréfatengd skuldabréf skiluðu 5,4% ávöxtun.
Avöxtun innlendra hlutabréfa var neikvæð um 1,8% og erlendra
hlutabréfa og verðbréfasjóða um 3,7%. Styrking krónunnar dró
ávöxtun erlendra eigna niður, að undanskildum erlendum skulda-
bréfum, en greiðslum af þeim er að jafnaði skipt yfir í íslenskar
krónur með skiptasamningi sem færir sjóðnum einnig vaxtamun.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 5,1% á árinu 2007 og
hrein raunávöxtun því neikvæð um 0,7%. Meðaltal hreiimar raun-
ávöxtunar síðustu 5 ár er 7,0%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var
28.634 mkr. í árslok.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok var neikvæð um 0,9% en
var jákvæð í árslok 2006 um 3,7%. Breytingin á milli ára skýrist
aðallega af tvennu. Annars vegar var öllum sjóðfélögum úthlutað
hagnaði sem nam 5,31% og að auki var eldri sjóðfélögum úthlutað
auknum réttindum fyrir um 300 mkr. Hins vegar var raunávöxtun
sjóðsins neikvæð um 0,7% en réttindakerfi sjóðsins gerir ráð fyrir
3,5% raunávöxtun.
Staða áfalliima skuldbindinga var neikvæð um 1.094 mkr. eða
-3,7% af áföllnum skuldbindingum. Tryggingafræðileg staða
vegna væntra framtíðariðgjalda var hins vegar jákvæð um 561
mkr. eða 1,9% af framtíðarskuldbindingum. Samanlagt er trygg-
ingafræðileg staða sjóðsins neikvæð um 533 mkr. eða sem nemur
-0,9% af heildarskuldbindingum.
Hrein raunávöxtun.
Hrein raunávöxtun.
6 3
L
Félagsmál Vfl/TFÍ