Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 66
Iðgjöld og lífeyrir
Iðgöld til samtryggingardeildar hafa aukist stöðugt undanfarin
ár. A árinu 2007 námu heildariðgjöld til samtryggingardeildar
1.769 mkr. sem var 7,2% aukning frá fyrra ári. Aukning iðgjalda
var heldur minni en undanfarin ár þar sem ekki er lengur áætlað
fyrir óinnheimtum iðgjöldum í árslok eins og áður var gert.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga hefur einnig vaxið stöðugt síðustu
ár. Alls fjölgaði virkum sjóðfélögum um 137 á síðasta ári og voru
þeir 2.406 í árslok.
Lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega samtryggingardeildar námu 266
mkr. á síðasta ári og jukust um 20,6% frá fyrra ári. Greiðslubyrði
sjóðsins er enn nokkuð lág miðað við aðra sjóði eða tæp 15% af
iðgjöldum. Það stafar einkum af tvennu, annars vegar helst
meðalaldur sjóðfélaga nokkuð lágur vegna nýliðunar og hins
vegar er örorkubyrði sjóðsins verulega minni en almennt gerist.
Meðalfjöldi lífeyrisþega var 194 á árinu og fjölgaði þeim um 13 frá
fyrra ári.
Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig að greiðslur til ellilífeyrisþega
voru 78,1% af heildar lífeyrisgreiðslum, örorkulífeyrir var 7,3%,
makalífeyrir 12,5% og bamalífeyrir var 2%.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga er sá fjöldi sem greiðir iðgjöld að
jafnaði allt árið. A árinu 2007 var meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
2.406, þar af 1.984 karlar og 422 konur. Hlutfall kvenna í sjóðnum
fer vaxandi. Árið 2001 var hlutfall kvenna 13,3% af meðalfjölda
sjóðfélaga en var komið upp í 17,5% árið 2007. Alls greiddu 2.752
sjóðfélagar iðgjöld á árinu og 3.276 áttu réttindi í sjóðnum í árslok.
Fjárfestingar ársins
Fjárfestingarþörf sjóðsins var um 4.000 mkr. á síðasta ári. Þá eru
ekki talin með kaup og sala eignastýringaraðila heldur aðeins nýir
fjármunir í formi iðgjalda, afborgana og vaxta af skuldabréfum
sem ekki voru í stýringu, að frádregnum lífeyrisgreiðslum og
rekstrarkostnaði.
Af nýjum fjármunum var fjárfest mest í innlendum skuldabréfum
eða fyrir 1.880 mkr. eða um 53% af heildar fjárfestingum sjóðsins.
Þá fóru 975 mkr. í sjóðfélagalán, 324 mkr. í innlend hlutabréf, 298
í erlend hlutabréf, 304 mkr. í sérsniðnar fjárfestingar, 104 mkr. í
hlutabréfatengd skuldabréf og bankareikningar hækkuðu um
44 mkr.
Seld voru innlend skuldabréf og andvirðið notað til að kaupa innlend hlutabréf og
einnig var gerð upp neikvæð staða á gjaldmiðlavörnum fyrir 355 mkr. sem flokkuð er
með erlendum hlutabréfum. Neikvæð staða á gjaldmiðlavörnum var frá árinu 2006 en
það ár hagnaðist sjóðurinn verulega á erlendum eignum m.a. vegna lækkunar á gengi
krónunnar. Á árinu 2007 styrktist krónan hins vegar um 7,3% og dró niður ávöxtun
erlendra eigna, en afkoma af gjaldmiðlasamningum var hins vegar jákvæð um 135 mkr.
2003 2004 2005 2006 2007
■H IðöjökJ ----------Fjöldl, hægri ás
Iðgjöld.
I milljónum króna.
250-1------------------------------------------- 250
2003 2004 2005 2006 2007
i-----1 Iðgjöld ----------Fjöldi, hægri ás
Lífeyrisgreiðslur.
(milljónum króna.
6 4
Arbók VFÍ/TFl 2008