Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 67
Alls nam verðbréfaeign samtryggingardeildar að viðbættum
bankainnstæðum 28,5 milljörðum króna í lok síðasta árs. Verð-
bréfasamsetning sjóðsins var í meginatriðum í takt við fjárfest-
ingarstefnu sjóðsins. Innlend skuldabréf voru heldur hærri en
stefna sagði til um þar sem áhersla var lögð á kaup á innlendum
skuldabréfum með hárri kröfu á síðasta ári. Erlend hlutabréf voru
lægri en stefnan sagði til um og hlutabréfatengd skuldabréf
einnig. Stafar það einkum af lækkunum á erlendum mörkuðum
og styrkingu á gengi krónunnar á árinu.
0 Innlend hlutabré(
18.2%
Hutatxéfalenod
akuUabréf
5.9%
Verðbréfaeign í árslok 2007.
0.7%
\
Sjéflfélaoalén
18.4%
Fjárfestingarstefna
Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir árið 2008 er sem hér segir (staða í árslok 2007 í sviga):
Bankareikningar 1% (0,7%)
Sjóðfélagalán 18% (18,4%)
Innlend skuldabréf 25% (25,8%)
Hlutabréfatengd skuldabréf 7% (5,9%)
Innlend hlutabréf 17% (16,2%)
Erlend skuldabréf 5% (6,0%)
Erlend hlutabréf 22% (23,6%)
Sérsniðnar fjárfestingar 5% (3,4%)
Sérsniönar fjárfestingar: Framtakssjóðir, vogunarsjóðir og millilagsskuldabréf
Vikmörk hvers verðbréfaflokks eru yfirleitt um 5% í hvora átt. Fjárfestingarstefnan skal
rúmast innan ákvæða 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða um hámark fjárfestingar í einstökum tegundum eða flokkum
verðbréfa eða bréfum útgefnum af sama útgefanda.
Stjórn sjóðsins hefur tekið virkan þátt í mótun og framkvæmd fjárfestingarstefnu
sjóðsins. Sérstakur fjárfestingarfundur var haldinn með stjórn og varastjórn á síðasta ári,
til viðbótar við almenna stjórnarfundi. Formaður og varaformaður stjórnar, fram-
kvæmdastjóri og fjármálastjóri sjóðsins sitja í fjárfestingarráði sem kemur saman reglu-
lega til þess að fara yfir fjárfestingarmál.
Sjóðfélagalán
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sér um afgreiðslu nýrra sjóðfélagalána
fyrir Lífeyrissjóð verkfræðinga. SPRON lánar til sjóðfélaga og sjóðurinn fjármagnar lán-
veitinguna með því að greiða lánsfjárhæðina inn á bankareikning í SPRON. Ný sjóð-
félagalán flokkast því með bankainnstæðum í ársreikningi sjóðsins.
Með samstarfinu við SPRON opnuðust nýir möguleikar til fjármögnunar íbúðarhús-
næðis fyrir sjóðfélaga. Auk þess að taka hámarks sjóðfélagalán, á 3,5% vöxtum, geta
sjóðfélagar tekið íbúðarlán hjá SPRON á þeim kjörum sem SPRON býður. Þessir tveir
kostir saman lækka meðalvaxtakostnað umtalsvert. Saman geta bæði lánin verið allt að
75% af virði eignar.
Félagsmál Vfí/TFÍ