Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 68
Útlán til sjóðfélaga jukust verulega á síðasta ári. SPRON afgreiddi
202 ný sjóðfélagalán fyrir um 1.095 mkr. Til samanburðar voru
afgreidd 118 lán á árinu 2006 fyrir um 320 mkr. Astæður aukn-
ingarinnar eru þær að hámarkslánsfjárhæðin var hækkuð um 50%
í apríl 2007 úr 4,8 mkr í 7,2 mkr. og að auki var biðtími eftir lánum,
þ.e. lágmarkstímabil iðgjaldagreiðslna, styttur verulega. Einnig
hækkuðu almenn kjör húsnæðislána sem jók ásókn í sjóðfélagalán
á 3,5% vöxtum. Heildarfjárhæð sjóðfélagalána var 5.288 mkr. í
árslok 2007. Þar af voru eldri lán 3.816 mkr. og lán hjá SPRON
1.472 mkr. Sjóðfélagalán jukust á síðasta ári í hlutfalli við hreina
eign sjóðsins og voru í árslok 2007 18,4%.
Lánareglur sjóðsins
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
i
■ ■
1 I I I I 1 II 1 II
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
2003 2004 2005 2006 2007
■■■ Fjárhæö —— % af hreinni eign
Fjárhæð sjóðfélagalána.
í milljónum króna.
Sjóðfélagar öðlast lánsrétt eftir að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í
12 mánuði og vera í skilum með iðgjöld.
Hámarkslán í apríl 2008 var kr. 7.931 þús. og breytist láns-
fjárhæðin í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Hver
sjóðfélagi á rétt á einu láni en getur þó tekið hluta lánsfjárhæðar
og geymt þannig hluta lánsréttar til síðari tíma.
Lánstími er að hámarki 25 ár og eru vextir breytilegir, nú 3,5% en
stjórn sjóðsins er heimilt að hækka vextina í 5%. Lán er bundið
sjóðfélaganum og getur hartn ekki selt það frá sér með fasteign.
Hætti sjóðfélagi að greiða iðgjald til sjóðsins eða greiði minna
iðgjald til sjóðsins en kr. 300.000 á ári án þess að þiggja lífeyri frá
sjóðnum, er sjóðnum heimilt að hækka vextina í 5%.
Sjóðfélagalánin eru tryggð með veði í fasteign og þurfa þau að
rúmast innan 65% af markaðsvirði viðkomandi fasteignar og jafn-
framt er nauðsynlegt að brunabótamat eignarinnar sé hærra en
eftirstöðvar áhvílandi lána.
Lántökugjald er 1%. Stimpilgjald er 1,5% sem rennur í ríkissjóð. Sjóðfélagar greiða allan
kostnað vegna innheimtu, veðflutnings, veðleyfis og annarrar skjalagerðar.
Innri málefni og sérstaða
Lífeyrissjóður verkfræðinga hóf að skrá inn allar verðbréfahreyfingar, vegna eigin
verðbréfaumsýslu og umsýslu fjárvörslu- og eignarstýringaraðila, fyrir um þremur árum.
Að auki hafa innri ferlar sjóðsins verið endurskoðaðir og bættir. Þessar breytingar hafa
aukið gæði og skilvirkni í bókhaldi sjóðsins þannig að ársreikningur er tilbúinn mun fyrr
en áður. Gengi séreignardeilda er reiknað vikulega og fjárfestingar fyrir séreignardeildir
eru framkvæmdar einu sinni í viku. Einnig er eftirlit með fjárvörsluaðilum mun skil-
virkara nú en áður.
Sjóðurinn hefur lokið við gerð innri eftirlitshandbókar sem inniheldur lýsingar á helstu
verkferlum sjóðsins, skipuriti, starfslýsingum o.fl. Einnig er í vinnslu handbók með
lýsingum á verkferlum allra starfsmanna. Að auki er í vinnslu öryggishandbók með
lýsingum á helstu öryggisþáttum sjóðsins, hvernig bregðast skuli við hættum og hvernig
farið skuli með persónuupplýsingar. Öryggishandbókin er skrifuð eftir tilmælum FME
og Persónuverndar.
6 61 Arbók VFl/TFl 2008