Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 73
Útgáfumál: Verktækni og vefurinn
Nýr vefur
Þau tímamót urðu á starfsárinu að ákveðið var að ganga til samstarfs við VFÍ og TFI um
nýja vefi með samræmdu útliti. Þessi breyting mun styrkja öll félögin og verða til þess að
kynna þau betur og gera sýnilegri gagnvart félagsmönnum og þeim sem standa utan
félaganna. Upplýsingar um kjaramál verða að sjálfsögðu í forgrunni hjá SV en margar
leiðir opnast til að tengjast félögunum betur og gera miðlun upplýsinga skilvirkari.
Föstudaginn 14. mars sl. voru nýir vefir VFI og TFI teknir í notkun og nýr vefur SV sá
dagsins Ijós um mánaðamótin apríl-maí. Vefumsjónarkerfið nefnist Eplica og er frá
Hugsmiðjunni. Utlit vefja félaganna er samræmt, efni samnýtt og fréttir og spjallþræðir
sameiginlegir. Með aðalfundarboðum var félögum VFÍ og TFÍ sent lykilorð svo þeir
komist inn á spjallþræðina, geti skoðað grunnskráningu í félagakerfinu og séð nýjustu
útgáfu af Verktækni um leið og hún kemur út. Nú geta félagsmenn og væntanlegir félagar
fylgst með afgreiðslu á umsóknum sínum á heimasíðunni. Næstu áfangar við vefina
verða að koma inn upplýsingum um félögin á ensku. Sitthvað fleira er í undirbúningi
varðandi vefinn en nýja vefumsjónarkerfið gefur ýmsa nýja möguleika.
Verktækni
Verktækni kom út mánaðarlega nema yfir hásumarið, alls 10 tölublöð í um 3000 ein-
tökum. Verktækni hefur verið vettvangur fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga til
þess að koma sínum sjónarmiðum og hugðarefnum á framfæri. Blaðið hefur um árabil
verið gefið út af SV, TFI og VFÍ undir öruggri ritstjórn Sigrúnar S. Hafstein. I blaðinu, sem
kemur út mánaðarlega yfir vetrartímann, er að finna fjölbreytt og fræðandi efni um
kjaramál jafnt sem fagleg málefni. Ástæða er til að hvetja verkfræðinga að skrifa í blaðið
og benda á áhugaverð viðfangsefni til umfjöllunar. Umfjöllunarefni blaðsins hefur oft
vakið athygli annarra fjölmiðla.
I blaðnefnd Verktækni voru auk ritstjóra: Sveinbjörg Sveinsdóttir SV, formaður, Ólafur
Pétur Pálsson, VFÍ, og Árni Þór Árnason, TFÍ.
Kjarakönnun SV
Fastur liður í starfsemi félagsins er gerð og útgáfa kjarakönnunar á meðal verkfræðinga
einu sinni á ári. Kjarakönnun 2008 var send út. Á undanförnum árum hefur kjarakönn-
unin leitt í ljós kynbundinn launamun innan stéttainnar. Slíkt er með öllu ólíðandi og
vinnur stjórn SV af afli við að greina og útrýma þessum mun. Félagsvísindadeild Háskóla
Islands sér alfarið um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Ráðgert er að niður-
stöður liggi fyrir í byrjun júní.
Markaðslaunataflan var gefin út að venju en hún nýtist vel þeim félagsmönnum SV sem
starfa á almennum vinnumarkaði. Fyrir þann hóp gerir félagið ekki sérstaka kjara-
samninga utan kjarasamnings SV við Félag ráðgjafaverkfræðina.
Norrænt samstarf: Dagana 30.-31. október 2007 var haldinn norrænn fundur um kjaramál
verkfræðinga, NIL (Nordiska Ingenjörslönemötet). Þetta er árlegur samráðsfundur og
var hann að þessu sinni haldinn í Osló. Fyrir hönd SV sóttu fundinn Sveinn V. Árnason
formaður og Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála félagsins. Á fundinn mæta
fulltrúar frá öllum verkfræðinga- og tæknifræðingafélögum á Norðurlöndum. Af hálfu
KTFI sótti fundinn að þessu sinni Bjarni Bentsson, formaður félagsins. Á NIL-fundi mæta
þeir starfsmenn norrænu félaganna sem hafa með samningamál og kjaramál að gera.
Kynntar eru nýjungar í starfi félaganna og farið yfir starfsemina á liðnu ári. Á fundinum
héldu fulltrúar SV erindi um lífeyrissjóðakerfið á Islandi og á hvem hátt það er frábrugðið
slíkum kerfum á hinum Norðurlöndunum. Vakti erindið mikla athygli meðal fundarmanna.
7 1
Félagsmál V f I / T F 1