Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 79
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA 2 0 0 7
Helstu niðurstöður
Þrátt fyrir vaxandi óróleika á fjármálamörkuðum árið 2007 jukust fjármunamyndun,
einkaneysla og útflutningur meira en fyrri tölur gáfu til kynna. Hagstofan metur nú að
hagvöxtur árið 2007 hafi verið 3,8%, sem er aðeins undir 4,5% meðaltali hagvaxtar síð-
ustu tíu ára.
Áætlað er að viðskiptahalli hafi verið 15,5% af landsframleiðslu árið 2007 og spáð er að
hann dragist áfram saman á næstu árum og verði 13,2% af landsframleiðslu árið 2008,
7,7% árið 2009 og 6,6% árið 2010.
Áætlað er að spenna á vinnumarkaði hafi náð hámarki á árinu 2007 og að slaki taki að
myndast og verði nokkur á næstu árum. Atvinnuleysi var að meðaltali 1,0% af vinnuafli
árið 2007.
Framleiðsluspenna í hagkerfinu var enn mikil á árinu 2007 og nam 3,2% af framleiðslu-
getu það ár.
Verðbólga árið 2007 jókst í 5,0% vegna aukinnar spennu á fasteignamarkaði. Gengis-
lækkun krónunnar frá miðju ári 2007 ásamt eftirspurnarþrýstingi og viðvarandi spennu
á vinnumarkaði leiðir til aukinnar verðbólgu.
Efnahagsframvindan 2007
Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands er áætlað að
hagvöxtur hafi verið 3,8% á árinu 2007, sem er
nokkru meira en fyrri spár fjármálaráðuneytisins
um 2,7% hagvöxt. Neysla og fjárfesting urðu meiri
en áætlað var, ekki síst sökum þess að þvert ofan í
vísbendingar um hjöðnun innlendrar eftirspurnar í
byrjun ársins tók hún aftur við sér á seinni helmingi
þess. Hagstofa íslands áætlar að magnaukning
einkaneyslu á ári 2007 hafi numið 4,2% fyrir árið í
heild í stað 3,8% í fyrri spá. Einnig er áætlað að sam-
dráttur í fjármunamyndun hafi verið nokkru minni
en áður var gert ráð fyrir. Skýrist það fyrst og fremst
af meira umfangi almennrar atvinnuvegafjárfest-
ingar.
15
10
5
0
-5
•10
-15
-20
-25
-30
l Viðskiptajöfnuður — Hagvöxtur ------------- Þjóðarútgjöld
\
/\ A
--■■1
1
1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
>
Hagvöxtur, þjóðarútgjöld og viðskipta- jöfnuður/VLF 1995-2010. Heimildir:Hagstofa islands og eigin spá.
7 7
Tækniannáll