Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 81
ist og verð hlutabréfa og fasteigna hækkaði en einnig af aðgerðum stjórnvalda til að auka
kaupmátt landsmanna. Nú er viðbúið að neikvæð þróun á fjármálamörkuðum og aðhald
í peningamálum leiði til þess að einkaneysla dragist lítillega saman á næstu árum af
auknum þunga en taki síðan að aukast á ný árið 2010.
I upphafi árs 2007 fór að bera á samdrætti í einkaneyslu eftir mikinn vöxt allt frá 2003.
Lítils háttar raunlækkun fasteignaverðs var þá einnig orðin staðreynd og stóriðjufram-
kvæmdir voru á lokaspretti. Væntingar um að einhver samdráttur væri framundan
jukust. Um það leyti urðu hinsvegar veðraskil. Framboð lánsfjár, sem hafði snarminnkað
2006, tók að aukast á ný eftir að viðskiptabankarnir urðu aftur aðnjótandi góðra kjara á
lánamörkuðum.
Að frátöldum lítils háttar samdrætti í stóriðjuframkvæmdum lætur nærri að allir aðrir
eftirspurnarþættir hafi verið hvetjandi til aukinnar einkaneyslu snemma á árinu 2007:
tekjuskattslækkun upp á eina prósentu, hækkun persónuafsláttar um 3.000 kr. á mánuði
og lækkun virðisaukaskatts á matvæli er metið að hafi aukið ráðstöfunartekjur um 3-4%.
Ásama tíma námu samningsbundnar launahækkanir nærri þremur prósentum. Styrking
á gengi krónunnar rak svo endahnútinn á mikla raunhækkun kaupmáttar á fyrri hluta
ársins 2007. Samhliða þessu juku heimilin skuldir sínar og fasteignaverð og einkaneysla
tóku hressilega við sér. Á árinu hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 15%
samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins, sem er u.þ.b. 10% raunhækkun. Áætlað
er að einkaneysla hafi aukist um 4,2% að magni til árið 2007.
Seinni hluta sumars 2007 tók gengi krónunnar að veikjast sem gekk þó að miklu leyti til
baka á næstu þremur mánuðum. Sterkt gengi hvatti því til neyslu innfluttra vara meira
og minna allt árið 2007. Nokkrar blikur voru á lofti á síðasta ársfjórðungi 2007.
Lausafjárkreppa á heimsmarkaði hafði þá valdið samdrætti í framboði á erlendu láns-
fjármagni. Áframhaldandi vaxtahækkun Seðlabanka íslands og mikil hækkun vaxta á
húsnæðislánum bankanna dró hratt úr veltu á húsnæðismarkaði. Veruleg lækkun varð á
verði íslenskra hlutabréfa vegna lausafjárkreppunnar. Þótt sú þróun sé örugg vísbending
um að einkaneysla gefi fljótlega eftir reyndist neyslugleðin þó svo mikil að það var ekki
fyrr en á fyrsta fjórðungi 2008 að eftirgjöf á vexti einkaneyslu kom í ljós.
Innflutningur bifreiða var mjög mikill árin 2005-2007. Lætur nærri að 70 þúsund bílar
hafi verið fluttir inn samanlagt þessi ár. Mikil kaupmáttaraukning vegna hagvaxtar og
auðsáhrifa frá eignaverði og hagstætt gengi skýra þessa þróun. Stór hluti bifreiðaverðs er
í beinu hlutfalli við gengi erlendra gjaldmiðla.
Ábreytilegu verðlagi jukust skuldir heimilanna við innlánsstofnanir um 123 ma.kr. 2007,
þar af voru gengistryggð lán samtals 65 ma.kr. eða rúmur helmingur. Að raungildi þýðir
þessi aukning í heild um 12%.
Samneysla
Samneysla hins opinbera á árinu 2007 var 314,4 ma.kr. og jókst um 3,3% að magni til milli
ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Samneysla ríkissjóðs jókst um 2,9% að
raungildi en sveitarfélaga um 3,5%. Hjá sveitarfélögum var vöxturinn mun minni en á
árunum 2005-2006 og hefur það mest að segja um að samneysluútgjöldin í heild hafa
ekki vaxið hægar síðan árið 2004.
Vöxtur í samneyslu almannatrygginga hefur verið meiri en ríkissjóðs undanfarin ár.
Síðustu tvö árin hefur samneysla almaimatrygginga aukist um 4,2% árlega á móti 2,4%
og 2,9% aukningu í útgjöldum ríkissjóðs.
Hlutfall samneyslu af vergri landsframleiðslu mældist 24,6% árið 2007 og hefur verið
nánast óbreytt síðastliðin þrjú ár. Hæst var hlutfallið árið 2003 eða 26,2%. Laun og launa-
tengd gjöld eru stærsti hluti samneyslunnar og vógu 63% árið 2007 sem er lítils háttar
hækkun frá árinu 2006.
Tæknianná