Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 82
Fjárfesting atvinnuveganna
Fjárfesting atvinnuveganna dróst saman um 25% á árinu 2007 í kjölfar 21% aukningar
árið á undan þegar stóriðjuframkvæmdirnar fyrir austan stóðu sem hæst. Mikil verslun
með flugvélar hefur haft mikil áhrif á ofangreinda þróun en árið 2006 nam fjárfesting í
flugvélum 26,6 ma.kr. en á árinu 2007 var hún neikvæð sem nam 16,8 ma.kr. Árið 2006
var mikill innflutningur á flugvélum, umfram útflutning, en á árinu 2007 snerist dæmið
við og hinn mikli útflutningur umfram innflutning birtist sem neikvæð atvinnuvegafjár-
festing í þjóðhagsreikningum. Þegar fjárfesting í flugvélum er undanskilin jókst fjárfest-
ing atvinnuvega um rúm 11% árið 2006 en dróst saman um rúm 9% árið 2007.
Fjárfesting í stóriðju dróst saman um tæp 30% árið 2007. Þar af nam samdráttur í fjár-
festingu til málmframleiðslu um 41% og til orkuiðnaðarins um 19%.
Árið 2007 dróst fjárfesting í sjávarútvegi saman um 20% og hefur minnkað jafnt og þétt á
undanförnum árum. Fjárfesting í veiðum dróst saman um 26% en í fiskvinnslu um 13%.
Ibúðafjárfesting og fasteignamarkaður
Eftir óvæntan vaxtarkipp á árinu 2007 hefur velta á fasteignamarkaði tekið að dragast
saman og íbúðaverð fer lækkandi. í kjölfar alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hafa vextir
fasteignalána hækkað, bankar takmarkað íbúðalán og íbúðakaupendur orðið varkárari.
Birgðir af óseldu húsnæði hafa aukist. Eftir öran vöxt mörg undanfarin ár er því spáð að
íbúðafjárfesting dragist saman og að fasteignaverð lækki.
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
2005-2008.
Heimild: Hagstofa íslands.
% af VLF
5
Hið opinbera — Ríkissjóður --------- Sveitarfélög
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Fjárfesting hins opinbera 1998-2010.
Heimild: Hagstofa íslands og eigin spá.
Árið 2007 fjölgaði nýjum íbúðum óvenjumikið, eða
um 4.886, að meðtöldum 1.480 íbúðum á Kefla-
víkurflugvelli sem eru nú í fyrsta sinn taldar með
fjölda íbúða. Árin 2005 og 2006 fjölgaði íbúðum um
2.944 og 3.938. Það að tæplega 10.300 íbúðir hafi
verið byggðar á aðeins þremur árum, að viðbættum
íbúðunum á Miðnesheiði, bendir til að fjölgunin
hafi verið umfram þarfir markaðsins.
Gögn um nýútgefin byggingaleyfi bera með sér að
að framundan sé samdráttur í byggingu íbúðarhús-
næðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þessi
samdráttur kemur í kjölfar árlegrar aukningar
undanfarin fjögur ár sem nemur tæplega 14% á ári
að meðaltali, nú síðast 13,3% árið 2007. Ætla verður
að þar með sé mikilli bylgju nýbygginga lokið að
sinni.
Fjárfesting hins opinbera
Fjárfesting hins opinbera nam 3,7% af vergri lands-
framleiðslu árið 2007 sem er lítillega hærra en á
árinu 2006. Fjárfestingin jókst um 4,3% að magni til
og var heildarfjárfestingin 47,9 ma.kr. Skiptist hún
þannig að 27 ma.kr. fóru til vega- og gatnagerða-
framkvæmda, 16 ma.kr. í byggingar og 5 ma.kr. til
annarra framkvæmda.
Þessar tölur eiga við um uppgjör þjóðarbúskap-
arins í heild en sé aðeins horft á uppgjör opinbera
geirans á þjóðhagsgrunni er niðurstaðan um fjár-
festingu ársins 54,7 ma.kr. og liggur munurinn, sem
8 o
Arbók VFl/TFi 2008