Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 83
er óvenju mikill nú, í sölu fastafjármuna milli opinbera geirans og einkageirans.
Fjárfesting sveitarfélaga og ríkis var hvor um sig rúmir 27 ma.kr. á þeim grunni.
Utanríkisviðskipti
Árið 2007 nam viðskiptahallinn 15,6% af vergri landsframleiðslu sem er nokkuð meira en
gert hafði verið ráð fyrir. Útflutningsverðmæti áls á árinu reyndist lægra en upphaflega
var áætlað vegna tafa við imileiðingu nýrrar framleiðslugetu áls. Innflutningur neyslu-
vara var einnig meiri en áætlað var en einkaneyslan jókst umfram væntingar á þriðja og
fjórða ársfjórðungi ársins 2007. Þrátt fyrir það er batinn frá 2006, þegar viðskiptahallinn
nam 25,7% af landsframleiðslu, einn mesti viðsnúningur í utanríkisviðskiptum um
margra áratuga skeið.
Vöruskiptin við útlönd bötnuðu lítillega árið 2007. Útflutningur jókst um 62,4 ma.kr. og
vegur þar þyngst að verðmæti útfluttra skipa og flugvéla jókst um 31,6 ma.kr. frá 2006.
Verðmæti útfluttra sjávarafurða var 127,6 ma.kr. árið 2007 og jókst um 3,2 ma.kr. frá árinu
áður. Verð sjávarafurða, sem er orðið nokkuð hátt, hækkaði um 4,4% frá 2006 sem þýðir
að útfluttar sjávarafurðir drógust saman að magni
til um 1,7%. Útflutningsverðmæti áls jókst um 23,4
ma.kr. sem er nokkuð minni aukning en áður hafði
verið gert ráð fyrir. Heimsmarkaðsverð á áli
lækkaði lítillega á árinu eða sem nam 3,6%, eftir
gríðarlega hækkun á árinu á undan, og var magn-
aukningin á árinu því rétt tæp 46%. Þá jókst
verðmæti útflutts kísiljárns um 2 ma.kr. á árinu og
sömu sögu má segja um aðrar útfluttar iðnaðar-
vörur.
Innflutningur vöru nam 394 ma.kr. árið 2007 og var
6 ma.kr. minni en á árinu á undan. Innflutningur
skipa og flugvéla dróst saman um 14,2 ma.kr., en
hinn mikli vöruskiptahalli á árinu 2006 var að
stórum hluta tilkominn vegna mikils innflutnings
flugvéla. Innflutningur fjárfestingarvara dróst einn-
ig saman, eftir að stóriðjuframkvæmdirnar fyrir
austan náðu hámarki á árinu 2006, eða sem nam
10,6 ma.kr. Miklar byggingarframkvæmdir á
höfuðborgarsvæðinu á árinu vógu þó upp á móti
fyrirséðum samdrætti í innflutningi fjárfestingar-
vara í tengslum við lok stóriðjuframkvæmda. Á
móti kom að innflutningur á hrá- og rekstrarvörum,
sem að stórum hluta er áloxíð, jókst um 5,3 ma.kr.,
en aðallega vegna hærra verðs. Sömuleiðis var
aukinn innflutningur á flestum neysluvörum og þá
sérstaklega á seinni hluta ársins, þrátt fyrir
veikingu krónunnar, þegar vöxtur einkaneyslunnar
fór langt fram úr spám flestra greiningaraðila.
Innflutningur fólksbifreiða á árinu 2007 jókst frá
fyrra ári enda hélst gengi krónunnar sterkt yfir árið
og gengislækkunarhrinan sem hófst í ágúst 2007
virtist ekki skila sér í minni innflutningi fólks-
bifreiða það sem eftir lifði árs.
Þjónustujöfnuðurinn var neikvæður á árinu 2007
sem nam 48,2 ma.kr. sem er nokkur bati frá árinu á
Tækniannáll