Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 84
undan þegar hallinn nam 53,4 ma.kr. Útflutt þjónusta jókst um rétt rúma 15 ma.kr. á milli
ára og munar þar mestu um auknar tekjur vegna útgjalda erlendra ferðamanna sem hafa
aldrei verið fleiri hér á landi en árið 2007. Á móti jukust þjónustugjöld vegna ferðalaga
Islendinga erlendis umtalsvert sem skýrir þá aukningu sem varð í innfluttri þjónustu en
hún jókst um tæpa 10 ma.kr. á milli ára.
Miklar sveiflur hafa einkennt jöfnuð þáttatekna á undanförnum misserum. Árið 2007
nam hallinn 65,4 ma.kr., sem kom að stærstum hluta til á síðasta ársfjórðungi ársins, en
það er umtalsverður bati frá árinu 2006 þegar hallinn nam 87,2 ma.kr.
Atvinnuvegir
Árið 2007 mældist heildarvelta atvinnuveganna samkvæmt virðisaukaskattskýrslum um
2.279 ma.kr. og er það 10,5% aukning frá fyrra ári. Aukningin var einna mest áberandi í
starfsemi tengdri fjármálaþjónustu eða sem nam 21,6% og einnig í bygginga- og mann-
virkjagerð annars vegar og framleiðslu málma hins vegar þar sem aukningin í hvorri
grein fyrir sig nam um 15% á milli ára. Þá var mikil veltuaukning í orkuiðnaðinum, heild-
og smásölu, hótel- og veitingarekstri og póst- og símaþjónustu þar sem aukningin nam
24,5% á milli ára. Mest var hlutfallsleg aukning í ýmissi viðskiptaþjónustu (atvinnugrein
74 í ISAT 95 flokkunarkerfinu) þar sem hún nam um 40% á milli ára og í greininni sala
og rekstur fasteigna þar sem aukningin nam um 30%. Samdráttur var aftur á móti mikill
í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði eða sem nam 9,8% en hlutfallslega mestur samdrátt-
urinn var aftur á móti í landbúnaði eða sem nam 42,3% á milli ára.
Samanlagður hagnaður þriggja stærstu viðskiptabankanna nam 138,8 ma.kr. á árinu 2007
sem er nokkuð minni hagnaður en árið 2006 þegar hann nam 164,9 ma.kr. Samdrátturinn
kom allur til á fjórða ársfjórðungi ársins eftir að viðsnúningur á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum setti mark sitt á rekstur bankanna en engu að síður skiluðu þeir 18,4
ma.kr. hagnaði á fjórðungnum þökk sé traustum grunntekjum þeirra. Þannig jukust
hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja um 32,3% á milli ára og námu 173,2 ma.kr. á árinu
2007 og hreinar þjónustutekjur jukust um 43,4% og námu 132 ma.kr. Aðrar rekstrartekjur
og hreinar fjármunatekjur drógust aftur á móti saman um 47,6% á milli ára og námu
samanlagt um 55,6 ma.kr. á árinu 2007. Eignir bankanna þriggja jukust um 34% á milli
ára og námu 11.353,8 ma.kr. á árinu 2007 og eigið fé bankanna jókst sömuleiðis. Eiginfjár-
hlutfall bankanna var að jafnaði rúmlega 11% og hefur minnkað lítillega á milli ára. Aðrar
fjármálastofnanir skiluðu minni hagnaði á árinu en safnast þegar saman kemur og má
gera ráð fyrir að þær hafi skilað sameiginlega um 22-24 ma.kr. í hagnað.
Undanfarin ár hefur velta í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð vaxið mjög hratt. Árið
2007 nam veltan í greininni 255,8 ma.kr sem samsvarar nálægt 100% raunaukningu á sl.
átta árum. Þennan mikla vöxt má einnig sjá í fjölda fyrirtækja í greininni. Árið 2000 voru
1.822 fyrirtæki skráð í henni en á árinu 2007 var fjöldinn 4.333. Greinin hefur einnig vaxið
töluvert á þessu tímabili mælt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Árið 2000 var hlut-
fall veltu í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 11,4% af landsframleiðslu en á árinu
2007 var hún komin í 20%.
Afkoma sjávarútvegsins hélst nokkuð óbreytt á árinu 2007 þrátt fyrir skerðingar á afla-
heimildum, og hærra gengi íslensku krónunnar. Verð sjávarafurða á erlendum
mörkuðum í íslenskum krónum var gott og hækkaði um 4,4% frá fyrra ári og verð á
skipagasolíu lækkaði á milli ára. Útflutningsverðmætið jókst lítillega þrátt fyrir 3,1%
samdrátt í veiddum afla. Velta sjávarútvegsins dróst saman um 11,7% sem að lang-
stærstum hluta má rekja til mirmi veltu í fiskvinnslu í kjölfar minni innflutnings hráefnis.
Velta fiskveiðifyrirtækja hélst nánast óbreytt á milli ára.
Útflutningsverðmæti áls jókst um 40,8% á árinu 2007 þrátt fyrir að lægra verð fengist
fyrir afurðirnar. Verksmiðja Norðuráls á Grundartanga náði fullri framleiðslugetu á árinu
8 2, Arbók VFl/TFl 2008
1