Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 85
2007, eftir stækkun, og framleiðir nú 260 þúsund tonn á ári. Álver Alcoa Fjarðaáls hóf
framleiðslu í apríl á árinu 2007 og hefur nú náð fullri framleiðslugetu en áætlað er að
verksmiðjan framleiði 346 þúsund á tonn á ári. Þá eru hafnar undirbúningsframkvæmdir
fyrir álver Norðuráls í Helguvík sem byggt verður í nokkrum áföngum þannig að vöxtur
fyrirtækisins hafi hófleg áhrif á íslenskt hagkerfi á næstu árum. Norðurál áætlar að fyrsta
áfanga framkvæmda verði lokið síðla árs 2010 og að framleiðslugeta álversins verði þá
um 150 þúsund tonn á ári. Öðrum áfanga á síðan að ljúka árið 2015 og verður
framleiðslugetan þá komin í 250 þúsund tonn á ári.
Utflutningsverðmæti kísiljárns var rétt tæpir 8 ma.kr. á árinu 2007 og jókst um 35% á milli
ára en fluttar voru út töluverðar birgðir á árinu 2007 frá árinu áður. Framleiðslugeta
Islenska járnblendifélagsins er 114 þúsund tonn á ári en fyrirtækið hefur jafnt og þétt
verið að færa sig út í sérhæfðari framleiðslu með verðmætaaukningu á afurðum. Nú er í
undirbúningi að sérhæfa framleiðslu fyrirtækisins enn frekar með framleiðslu á magn-
esíumkísiljárni og er áætlað að árleg framleiðsla geti orðið um 60 þúsund tonn á ári af
þessari nýju afurð. Þetta mun skapa um 40 ný störf innan fyrirtækisins og verðmæta-
aukningu á útflutningsafurðum án þess að raforkuþörf verksmiðjunnar aukist.
Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár og dreifast áhrifin af starfseminni um allt
land. Á árinu 2007 voru brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli um 459
þúsund sem er rúmlega 15% aukning frá fyrra ári. Ljóst er að aukning verður áfram í
komu erlendra ferðamanna til landsins og að ferðaþjónusta verður sífellt mikilvægari
fyrir íslenska hagkerfið. Gengislækkun krónunnar mun koma ferðaþjónustunni til góða
og gera ísland að álitlegri ferðakosti fyrir erlenda ferðamenn en vaxandi verðbólga hér-
lendis gæti aftur á móti haft skaðleg áhrif og dregið úr komu ferðamanna til Islands.
Vinnumarkaður
Mikil þensla einkenndi vinnumarkaðinn árið 2007. Jafnvel þó að starfandi fjölgaði um
4,5% frá fyrra ári mældist skráð atvinnuleysi 1,0% af mannafla, sem er hið minnsta í tutt-
ugu ár. Fyrirfram hafði verið búist við því að vinnumarkaðurinn kólnaði þegar draga
tæki úr stóriðjuframkvæmdum. Framkvæmdir á öðrum sviðum jukust hinsvegar og
ekkert lát varð á flæði erlends vinnuafls til landsins. Þrátt fyrir niðurskurð í þorskafla-
heimildum og rýra loðnuvertíð hefur atvinnuleysi enn ekki aukist í umtalsverðum mæli.
Mannfjöldaþróun
Við síðastliðin áramót töldust landsmenn vera
313.376. Þeim hafði fjölgað á árinu um 5.700 manns
sem er 1,9%. Síðastliðin þrjú ár hefur Islendingum
fjölgað um tæplega 20.000 manns eða um 6,7%. Að
stærstum hluta má reka þá fjölgun til aðflutnings
frá útlöndum en náttúruleg fjölgun, þ.e. fæddir
umfram dána, er einnig mikil hér á landi.
Vinnumarkaðurinn
Islenskur vinnumarkaður hefur vaxið mjög á
undanförnum þremur árum. Starfandi fólki hefur
fjölgað um yfir 21.000 eða 4,3% á ári að jafnaði.
Einungis um 900 manns af aukningunni koma úr
hópi atvinnulausra og um 3.000 vegna aukinnar
atvinnuþátttöku. Afgangurinn, um 17.000 manns,
er vöxtur vinnuaflsins, ekki síst vegna aðflutnings
8 3
Tækniannáll