Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 86
fólks frá útlöndum. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir utan höfuðborgarsvæðisins á undan-
förnum árum hefur stærsti hluti nýrra starfa undanfarin þrjú ár orðið til á höfuðborgar-
svæðinu, eða tæp 79%. Þá hefur karlastörfum fjölgað meira en kvennastörfum og eru þau
2/3 allra nýrra starfa, aðallega vegna atvinnusköpunar í mannvirkjagerð.
Vöxtur atvinnugreina
Ekki hafa allar atvinnugreinar vaxið á undanförnum árum. Starfsfólki í sjávarútvegi
hefur fækkað nær stöðugt frá 1994 en þá taldi vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar að
þar störfuðu 16.000 manns. I fyrra var talið að 7.400 manns ynnu við íslenskan sjávar-
útveg. Þetta er fækkun sem nemur að meðaltali 6,2% á ári. A sama tíma hefur átt sér stað
gríðarleg aukning á framleiðni vinnuafls sem mælist yfir 50% frá 2000 til 2006. Nokkrum
vandkvæðum er bundið að mæla vinnuaflsnotkun í landbúnaði en hún hefur sum ár
mælst minni en í fyrra en þá töldust 6.000 manns vinna í greininni, eða jafnmargir og fyrir
fimm árum. I iðnaði, öðrum en fiskiðnaði, breytist vinnuaflsnotkunin lítið þrátt fyrir að
ný stóriðjuver hafi risið og önnur stækkað. Síðastliðin þrjú ár hefur mannafli i þessum
flokki vaxið um 0,4% að meðaltali á ári.
í öðrum atvinnugreinum hefur starfsfólki fjölgað umtalsvert. Mannvirkjagerð hefur
vinninginn, bæði að því er varðar hlutfallslegan vöxt og fjölgun starfandi. Er það að
vonum enda hefur staðið yfir mesta framkvæmdatímabil sögunnar. Á síðustu þremur
árum hefur þessi atvinnugrein vaxið um yfir 10% á ári að meðaltali og frá því greinin fór
síðast í lægð, árið 2000, hafði hún bætt við sig 5.200 starfsmönnum árið 2007 en það er
yfir 50%. Verslunarstarfsemi og ýmis viðgerðarþjónusta hefur á undanförnum þremur
árum bætt við sig 5.500 starfsmönnum en það er 8,5% ársvöxtur að meðaltali.
Fjármálaþjónusta er ekki mikill eftirbátur verslunarinnar með 8,0% vöxt að meðaltali
undanfarin þrjú ár en þessi atvinnugrein bætti við
sig 1.400 manns árið 2007 sem jafngildir 19%
aukningu. Hér er einungis um að ræða starfsmenn
sem búsettir eru hérlendis. í öðrum þjónstugreinum
hefur ársvöxturinn verið um 4-6% á ári undanfarin
þrjú ár ef samgöngur og flutningar eru undanskilin
en þar var vöxturinn 0,9% að meðaltali. Árið 2007
voru starfsmenn í þeirri grein færri en árið á undan.
I atvinnugreinum þar sem hið opinbera er annað-
hvort stærsti vinnuveitandinn eða þar sem stærstur
hluti starfseminnar er greiddur af opinberu fé störf-
uðu 61.000 manns árið 2007. Undanfarin þrjú ár
hefur fjölgað um 4,3% að meðaltali í þessum
greinum en það er sami vöxtur og á vinnumark-
aðinum í heild.
Hið mikla umfang einkaneyslu og fjármunamynd-
unar sem verið hefur undanfarin ár hefur greinilega
leitt af sér mikinn fjölda starfa, annars vegar við
framkvæmdir og hins vegar í fjölmörgum þjónustu-
greinum. Aukning hefur verið áberandi í fjármála-
starfsemi og tengdum þjónustugreinum á meðan
fækkar í sumum hefðbundnum atvinnugreinum.
önnur samfélagsleg þjónusta,
mennlngarstarfsemi ofl.
Heilbrlgðls- og félagsþjónusta
Fræöslustarfsemi
Opinber stjórnsýsla
Fasteignavlðskipti
og ýmis þjónusta
Fjármálaþjónusta og tryggingar |
Samgöngur og flutningar |
Hótel- og veltlngahúsarekstur |
Verslun og vlðgerðarþjónusta |
Mannvlrkjagerð |
Annar iðnaður |
Landbúnaður |
Alls I
Árlegur meðalvöxtur atvinnugreina
2004-2007.
HeimildrVinnumarkaðskönnun Hagstofu
Islands.
Atvinnuleysi
Umfang atvinnuleysis er mikilvægasti mælikvarðinn á þenslu á vinnumarkaði.
Venjulega er miðað við að framboð vinnuafls sé tregbreytilegt, sérstaklega þegar atvinnu-
þátttaka er jafnmikil og hún hefur verið hér á landi. Við slíkar aðstæður eykst atvinnu-
8 41 Árbók VFl/TFl 2008