Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 87
leysi þegar atvinna dregst saman, jafnvel þótt atvinnuþátttaka minnki samtímis, t.d.
þegar ungt fólk ákveður að fara í skóla frekar en að vera án atvinnu.
A undanfömum árum hefur orðið mikil breyting með því að vinnumarkaðir í ríkjum
Evrópu hafa verið opnaðir fyrir flæði fólks milli landa til að leita sér vinnu. Veigamesta
skrefið var þegar íbúum nýrra aðildarríkja ESB var heimilað þetta, en það gerðist hér á
landi 1. maí 2006. Fyrir þann tíma höfðu mjög margir íbúar þessara ríkja komið hingað
og fengið atvinnuleyfi. Mikið atvinnuleysi í hinum nýju aðildarríkjum ESB hafði áhrif í
þessa veru ásamt því að laun þar eru einungis brot af því sem í boði er hér á landi. Síðan
þá hefur verið stöðugur uppgangur á innlendum vinnumarkaði og ekki reynt á það hver
viðbrögðin verða þegar harðnar á dalnum. Dregið hefur úr atvinnuleysi í mörgum þess-
ara ríkja og laun þar hækkað. Einnig hefur húsaleiga, gengisvísitala og neysluverð hér á
landi hækkað þótt enn sé munur á lífskjörum verulegur. Islensk stjórnvöld hafa lagt sig
fram um að auðvelda útlendingum búsetu hér á landi. Ef til þess kemur að atvinnuleysi
fari vaxandi er ekki sjálfgefið að það verði í þeim greinum þar sem hlutfall útlendinga er
hvað hæst, ef mannvirkjagerð er undanskilin. Vegna þeirra réttinda sem margir hinna
aðfluttu hafa öðlast með búsetu sinni hér á landi er heldur ekki hægt að reikna með því
að þeir hverfi héðan um leið og atvinna dregst saman. Það er því nokkrum vanda bundið
að spá fyrir um það hvernig framvindan á vinnumarkaðinum verður með tilliti til
atvinnuleysis á næstu misserum.
Laun og ráðastöfunartekjur
Launavísitala Hagstofu Islands hækkaði um 9,0%
árið 2007 sem er nærri sama hækkun og árið 2006.
Samningsbundnar launahækkanir skýra aðeins
hluta af þessari hækkun en launaskrið afganginn.
Launaskriðið kemur ekki á óvart miðað við að
umframeftirspurn hefur ríkt á vinnumarkaði um
langt skeið, en atvinnuleysi, hvort heldur sem fjöldi
einstaklinga eða sem hlutfall af mannafla, hefur
ekki mælst minna á ársgrundvelli frá árinu 1988.
Heldur dró sundur í launaþróun á almenna mark-
aðnum og þeim opinbera því á almennum markaði
hækkaði launavísitala um 9,7% en 7,9% hjá opin-
berum starfsmönnum. Þó má ætla að samnings-
bundin hækkun opinberra starfsmanna 1. janúar
2008 hafi jafnað muninn.
Breytingar á tekjuskatti einstaklinga á árinu 2007
leiddu til hækkunar ráðstöfunartekna um 2,0% og
er áætlað að lækkun virðisaukaskatts á nokkrum
vöruflokkum, einkum matvælum, hafi skilað 1,0% í
auknum kaupmætti vegna lækkunar verðlags.
Aætlað er að ráðstöfunartekjur á mann hafi hækkað
um 9,0% árið 2007. Verðbólga árið 2007 var 5,0%.
Þannig hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
vaxið um 3,8% árið 2007. Nú hefur kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann vaxið samfellt í sex ár,
samtals um tæpan þriðjung frá árinu 2001.
Launaþróun 2000-2008.
Heimild: Hagstofa Islands.
8 5
Tækniannáll